Réttur - 01.10.1985, Blaðsíða 22
Þegar haldnir voru félagsfundir í Sós-
íalistafélaginu brást naumast að Lárus
væri þar mættur. Hann var einstaklega
einlægur og trúr félagshyggjumaður, og
maður sem mátti treysta í starfi og raun.
Hann var hæglátur og prúðmenni í
framkomu og lét ekki mikið tii sín taka í
umræðum á fundum, enda ekki mættur
þar til að koma sjálfum sér á framfæri
heldur til að styrkja málstað sem hann var
viss um að væri jákvæður og heillavæn-
legur. Síðasta veturinn sem hann bjó í
húsi sínu Eiðsvallagötu 18 kom ég til hans
og við áttum tal saman.
Hann var ævinlega viðmótshlýr og
glaðvær, orðvar og mildur í dómum.
Ég fór að minnast á árvekni hans og
dugnað í félagsstarfi verkalýðsbaráttunn-
ar, en þó hefði hann í rauninni verið at-
vinnurekandi.
„Gat þetta alltaf með góðu móti farið
saman,“ spurði ég.
Pá svaraði Lárus orðrétt á þessa leið:
„Já. Ég taldi það skyldu mína að starfa
í flokknum og styðja starfsemi hans eins
og ég best gat, og það var mér miklu meir
ánægja en kvöð.
Og ég var ekki að koma fram með at-
vinnurekendasjónarmið og hef alltaf álitið
að það styddi hagsmuni atvinnurekenda
og alls þjóðfélagsins, að vinnandi fólk búi
við góð og réttlát kjör.“
Og þegar ég spurði hann hvort hann
væri sáttu.r við tilveruna í fortíð, nútíð og
framtíð, svaraði hann: „Já. Fortíðin átti
marga góða kosti, nútíðin er vitanlega
miklu betri og færi framtíðin ekki landi
og þjóð aukna farsæld og lífshamingju, er
það fólksins eigin sök.“
Svo einföld, sönn og trúverðug var lífs-
skoðun þessa greinda alþýðumanns, sem
gæddur var drengskap, sem hann lét sér
ekki nægja að sýna í orði, heldur í verki,
fyrst og fremst. Það þakklæti, sem hann
verðskuldaði verður langlíft og mun vara
á ókomnum árum.
Systrum Lárusar og öðrum ættingjum
sendi ég hlýjar samúðarkveðjur.
EINAR KRISTJÁNSSON
198