Réttur - 01.10.1985, Blaðsíða 2
En meðan stjórnarflokkarnir sofa \ værðum hér heima, — ánægðir með
gróða sinna „Aðalverktaka", — er auðvaldsheimur Ameríku farinn að titra
við sívaxandi uppreisnarhug skuldaþjóðanna. Svo hræddir eru stór-
bankar Wall Street að þeir þora ekki annað en lána þeim ríkjum róm-
önsku Ameríku, sem hvorki geta greitt vexti né afborganir, fé til viðbótar,
svo ekki hrynji bankakerfið sjálft. Þeir herða bara á skilyrðum um kaupkúg-
un og mannréttindamissi — eins og við könnumst við — svo nokkrar þúsundir
barna í fátækrahverfum stórborganna svelti í hel, til viðbótar þeim 14 milljón-
um barna, sem árlega deyja úr hungri í auðvaldsheiminum. — Skyldu þessir
„hákristnu lýðræðiselskandi" bankaherrar Bandaríkjanna svo ekki tauta fyrir
munni sér um leið: „ — svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum"? —
Og blöð þjónanna hér heima munu svo um leið blessa Bandaríkjaauðvaldið
fyrir forustu um lýðræði og frelsi í heiminum!
Á auðvaldshræsnin sér yfirleitt nokkur takmörk?
Mannkynið á sér enga lífvænlega framtíð, ef auðvaldsskipulagið á að
drottna áfram hjá meirihluta mannkynsins: Vaxandi atvinnuleysi, vaxandi
hungur í þriðja heiminum, vaxandi vígbúnaður auðvaldsherranna, af því það
er gróðavænlegasti atvinnuvegur, sem til er: Gróðavænlegasta iðjan — að
undirbúa manndrápl!
Á slíkt skipulag skilið að lifa?
En það er ekki réttlætið og manngæskan sem sker úr því.
Það er valdið, sem ræður úrslitunum.
Auðmannastjórn Bandaríkjanna væri þegar búin að hefja heimsstríð,
sem hún hefur undirbúið síðan 1945, — ef hún þyrði.
Hún gat ráðið við Grenada, — það var lítið óvopnað land.
En hún varð að flýja frá Víetnam, eftir að hafa beitt í 10 ár svívirðileg-
ustu morðvopnum sögunnar til að reyna að sigra þessa fátæku bænda-
þjóð.
Þessi stríðsgróðalýður Bandaríkjanna þorir ekki í heimsstríð af ótta við
Sovétríkin.
En samt mega þeir, sem vilja að mannkynið lifi áfram, ekki sofna á verðin-
um. Aðeins óttinn við álit mannkynsins og afl Sovétríkjanna heldur aftur af
þessum glæfralýð.
Vér íslendingar höfum líka skyldum að gegna gagnvart sjálfum oss og lífi
mannkynsins: Vér megum ekki láta auðvaldsáróður hernámsliðsins blinda og
forheimskva þjóð vora. Vér búum á einni mikilvægustu herstöð heims.
Vér heimtum að fá að eiga föðurland vort í friði, frjálst af erlendum
her, laust úr tjóðurbandi Nato!