Réttur


Réttur - 01.10.1985, Qupperneq 42

Réttur - 01.10.1985, Qupperneq 42
EINAR ÓLAFSSON: Reagan vill stríð l»að sem einna helst hefur vakið athygli í Mið-Ameríku síðastliðið ár eru kosningar í E1 Salvador og Nicaragua, viðræður Duartes forseta El Salvador við fulltrúa frelsishreyf- inganna FDR og FMLN, viðræður milli fulltrúa Nicaragua og Bandaríkjanna og síðast en ekki síst friðartillögur Contadora-ríkjanna svonefndu. Þetta eru þesslags viðburðir að þeir kynnu að kvcikja von í brjóstum friðelskandi manna. En sé grannt skoðað verður vonarglætan ekki björt. Vorið 1984 voru forsetakosningar í EI Salvador og var José Napoleón Duarte kosinn. Frelsishreyfingarnar gagnrýndu kosningarnar, en lögðu þó til að fulltrúar þeirra ræddu við Duarte á grundvelli ýtar- legra tillagna sem þær lögðu fram í janúar 1984. Forsenda þessara tillagna er að ástandið í landinu nú bjóði ekki upp á lýðræðisþróun og því sé nauðsynlegt að lýðræðisleg öfl myndi víðtaka bráða- birgðastjórn sem komi ástandinu í það horf að mögulegt verði að halda frjálsar kosningar. Á fundi Duartes og fulltrúa frelsishreyfinganna 15. október 1984 hélt hann fram þeirri skoðun að lýðræðið væri að styrkjast, nú þyrftu skæruliðar bara að leggja niður vopn og taka þátt í þessari lýðræðisþróun. Bandaríkjamenn voru heldur andvígir þessum fundi Duartes með fulltrúum frelsishreyfinganna. En þeir þurftu ekki að óttast neinar sættir. í desember setti Duarte það skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum að frelsishreyfingarnar sam- þykktu að taka þátt í kosningum, en þing- kosningar voru fyrirhugaðar í apríl 1985. Þetta var vitaskuld óaðgengilegt. í kosn- ingunum náði Kristilegi demókrataflokk- ur Duartes hreinum meirihluta og styrkti það stöðu forsetans. í kjölfar kosning- anna fékk E1 Salvador hernaðar- og efna- hagsaðstoð frá Bandaríkjunum sem nam 378 milljónum dala. Þannig viðheldur Bandaríkjastjórn ástandinu, með þessari aðstoð getur stjórnarherinn varist skæru- liðum en tekst ekki að halda uppi neinni sókn inn á yfirráðasvæði frelsishreyfing- anna sem er um þriðjungur landsins. Og Bandaríkjastjórn leggst gegn öllum samningum öðrum en þeim sem fela í sér skilyrðislausa uppgjöf frelsishreyfing- anna. 1. júní 1984 áttu Shultz utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og Daníel Ortega stuttan fund á flugvellinum í Managua. Par sakaði Shultz Nicaragua um að flytja út byltinguna til nágrannalandanna og krafðist einhliða afvopnunar Nicaragua, að allir erlendir hernaðarráðgjafar færu úr landinu og stjórnin hyrfi aftur til „upp- runalegrar“ stefnu sinnar, en hún getur varla verið önnur en fjölflokkalýðræði og blandað hagkerfi. í framhaldi þessa fund- ar hófust síðan viðræðufundir fulltrúa beggja landanna í Manzanillo í Mexíkó. 7. september 1984 lögðu Contadora- ríkin, Kólombía, Panama, Venezúela og Mexíkó fram tillögur um leiðir til friðar í Mið-Ameríku. Ráðamenn þessara ríkja eru engir vinstrisinnar og vafalaust vildu þeir helst að sandínistar væru komnir út í hafsauga með sósíalískar hugmyndir 218
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.