Réttur


Réttur - 01.10.1985, Page 42

Réttur - 01.10.1985, Page 42
EINAR ÓLAFSSON: Reagan vill stríð l»að sem einna helst hefur vakið athygli í Mið-Ameríku síðastliðið ár eru kosningar í E1 Salvador og Nicaragua, viðræður Duartes forseta El Salvador við fulltrúa frelsishreyf- inganna FDR og FMLN, viðræður milli fulltrúa Nicaragua og Bandaríkjanna og síðast en ekki síst friðartillögur Contadora-ríkjanna svonefndu. Þetta eru þesslags viðburðir að þeir kynnu að kvcikja von í brjóstum friðelskandi manna. En sé grannt skoðað verður vonarglætan ekki björt. Vorið 1984 voru forsetakosningar í EI Salvador og var José Napoleón Duarte kosinn. Frelsishreyfingarnar gagnrýndu kosningarnar, en lögðu þó til að fulltrúar þeirra ræddu við Duarte á grundvelli ýtar- legra tillagna sem þær lögðu fram í janúar 1984. Forsenda þessara tillagna er að ástandið í landinu nú bjóði ekki upp á lýðræðisþróun og því sé nauðsynlegt að lýðræðisleg öfl myndi víðtaka bráða- birgðastjórn sem komi ástandinu í það horf að mögulegt verði að halda frjálsar kosningar. Á fundi Duartes og fulltrúa frelsishreyfinganna 15. október 1984 hélt hann fram þeirri skoðun að lýðræðið væri að styrkjast, nú þyrftu skæruliðar bara að leggja niður vopn og taka þátt í þessari lýðræðisþróun. Bandaríkjamenn voru heldur andvígir þessum fundi Duartes með fulltrúum frelsishreyfinganna. En þeir þurftu ekki að óttast neinar sættir. í desember setti Duarte það skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum að frelsishreyfingarnar sam- þykktu að taka þátt í kosningum, en þing- kosningar voru fyrirhugaðar í apríl 1985. Þetta var vitaskuld óaðgengilegt. í kosn- ingunum náði Kristilegi demókrataflokk- ur Duartes hreinum meirihluta og styrkti það stöðu forsetans. í kjölfar kosning- anna fékk E1 Salvador hernaðar- og efna- hagsaðstoð frá Bandaríkjunum sem nam 378 milljónum dala. Þannig viðheldur Bandaríkjastjórn ástandinu, með þessari aðstoð getur stjórnarherinn varist skæru- liðum en tekst ekki að halda uppi neinni sókn inn á yfirráðasvæði frelsishreyfing- anna sem er um þriðjungur landsins. Og Bandaríkjastjórn leggst gegn öllum samningum öðrum en þeim sem fela í sér skilyrðislausa uppgjöf frelsishreyfing- anna. 1. júní 1984 áttu Shultz utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og Daníel Ortega stuttan fund á flugvellinum í Managua. Par sakaði Shultz Nicaragua um að flytja út byltinguna til nágrannalandanna og krafðist einhliða afvopnunar Nicaragua, að allir erlendir hernaðarráðgjafar færu úr landinu og stjórnin hyrfi aftur til „upp- runalegrar“ stefnu sinnar, en hún getur varla verið önnur en fjölflokkalýðræði og blandað hagkerfi. í framhaldi þessa fund- ar hófust síðan viðræðufundir fulltrúa beggja landanna í Manzanillo í Mexíkó. 7. september 1984 lögðu Contadora- ríkin, Kólombía, Panama, Venezúela og Mexíkó fram tillögur um leiðir til friðar í Mið-Ameríku. Ráðamenn þessara ríkja eru engir vinstrisinnar og vafalaust vildu þeir helst að sandínistar væru komnir út í hafsauga með sósíalískar hugmyndir 218

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.