Réttur - 01.10.1985, Blaðsíða 40
Kröfuganga Verklýðs- og sjómannafélags Ólafs-
fjarðar 1. maí 1945.
Maðurinn scm ber félagsfánann er Kristinn Sigurðs-
son formaður félagsins.
Eitt er það orð, sem öðrum fremur
virðist setja svip á erlend tíðindi þessa
vordaga. Það er orðið endurreisn.
Vítt um lönd eru þjóðir að rísa úr rúst-
um stríðsins, hegna hinum háttsettu
skemmdarvörgum og hefja nýja uppbygg-
ingu til að reisa við að nýju efnahag sinn
og þjóðmenningu.
Hér á landi fengu þessir dæmalausu
stjórnmálamenn ofþróaðs auðvalds ekki
tækifæri til eyðingarstarfsemi sinnar. —
Þessvegna er ekki talað um endurreisn á
sama hátt og erlendis, en í stað þess er
annað orð komið á dagskrá hér á landi.
Það er orðið nýsköpun eða nýbygging.
Það er kjörorð íslendinga í dag. — Aukn-
ing atvinnutækjanna — endurbætt tækni
í atvinnuvegum þjóðarinnar — meiri
fræðsla — fleiri skólar — fullkomnari fé-
lagstryggingar — þensla þjóðmenningar
á öllum sviðum, það er verkefni líðandi
stundar. Þetta er það sem íslenskur
verkalýður til sjós og lands talar um og
berst fyrir.
Það er meðal annars vegna þessara or-
saka að verklýðshreyfingin hefur samið
vopnahlé við atvinnurekendur, þar sem
báðir aðilar, verkafólkið og atvinnurek-
endur, hafa séð sér hag í því að nýta sem
best þann auð sem þjóðin á nú, til alhliða
aukningar á atvinnuvegum þjóðarinnar,
heldur en verja honum í tilgangslausa
eyðslu.
Ástandið er nú þannig að verkafólkið
telur kaup, fyrir hvern unninn tíma, við-
unandi. Síðasta ár hafa verið stigin stór
skref til samræmingar þar sem kaup var
lægst áður.
Andstæðingar verkafólks hafa lengi
spáð því að kjörin sem nú gilda myndu
fljótlega lækka, þar sem útflutningsvörur
þjóðarinnar muni ekki seljast, vegna hins
háa kaupgjalds við framleiðsluna. Þessu
hefur verkafólkið svarað með því að
benda á að tæknin við framleiðsluna sé
orðin á eftir tímanum, hráefnið væri illa
nýtt. Af þessum orsökum og fleirum
verði framleiðslan dýrari en annars væri
ástæða til.
I stað þess að viðurkenna nauðsyn
versnandi lífskjara, gerir verkafólk nú
216