Réttur


Réttur - 01.10.1985, Page 6

Réttur - 01.10.1985, Page 6
verðmæti frá því sem nú er því unnt ætti að vera að vinna jafnan í dýrustu pakkningar sem kostur er á að selja á markaðnum hverju sinni. 2. Bent hefur verið á fisktegundir sem ekki nýtast en eru hér í hafinu um- hverfis landið í stórum stíl. í því sam- bandi hefur verið bent sérstaklega á kolmunna og gulllax og að raunhæft ætti að vera að skapa verðmæti úr þessum fiskitegundum sem nemur 900 til 1100 milljónum króna. 3. Pá hefur verið vísað til þess að veru- legum afla er hent í sjóinn hér við land. Frystitogararnir nýti ekki nema helming þess sem þeir afla, bátar og vinnsla í landi hendi 50 til 100 þúsund tonnum af fiskmeti og aðrir togarar 60-80 þúsund tonnum. Verðmæti alls þessa í mjöli og lýsi væru ekki undir hálfum milljarði króna. 4. Þá er það ónefnt sem mest er um vert en það er sköpun útflutningsverðmæta úr því hugviti, þekkingu og reynslu sem íslendingar hafa umfram aðra í sjávarútveginum. íslensk fyrirtæki hafa þegar rutt sér til rúms á alþjóðlegum markaði í þessum efnum og fleiri eru í undirbúningi Fyrir nokkru gafst mér kostur á að skoða stýribúnað í fiski- mjölsverksmiðjunni á Siglufirði. Stýr- ingin er sjálfvirk að mestu leyti, stjórn- að úr stjórnklefa sem minnir helst á myndir úr vísindaskáldsögum. Og út- lendir aðilar eru þegar farnir að gera fyrirspurnir um þennan búnað sem er að öllu leyti byggður á íslenskri þekk- ingu, þ.e. hugbúnaðurinn sjálfur, for- senda alls stjórnkerfisins. Bent er á það að í tölvuiðnaðinum séu gífurlegir möguleikar, það er í gerð hugbúnað- ar, en sérstaklega hljótum við að beina sjónum okkar að því að nýta þá þekk- ingu sem við höfum umfram aðrar þjóðir og það er í sjávarútveginum. Iðnaðurinn Þegar hefur verið gerð nokkuð ítarleg grein fyrir því sem blasir við í iðnaðinum eftir valdatöku ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Vert er ennfremur að benda á þessi atriði: 1. Því var haldið fram að aðildin að EFTA myndi sjálfkrafa opna íslenskum iðnaði aðgang að „100 milljón manna erlendum markaði". Þær spár hafa ekki ræst. 2. Því var haldið fram að orkusala til út- lendinga í stórum stíl, stóriðjan, myndi skapa okkur möguleika til framfara í atvinnulífinu á komandi árum — einn- ig vegna þess að stóriðjan myndi skapa atvinnufæri út frá sér í skyldum at- vinnugreinum. Hvorugt hefur ræst — staðreyndin er sú að það er ekkert á stóriðjuna að treysta á komandi árum. 3. Það er einnig vert að benda á það að 5% útflutningsins á iðnaðarvörum héðan eiga rætur að rekja til landbún- aðarins og hlutdeild almenns iðnaðar í útflutningi landsmanna í dag er aðeins um 1% — eitt prósent. 4. Hið alvarlegasta er það að aukinn heildarkaupgeta landsmanna hefur á undanförnum árum frá því að íslend- ingar gengu í EFTA ekki beinst að innlendri framleiðslu heldur auknum innflutningi. Þannig hefur markaðs- hlutdeild útlendinga á íslenskum hús- gagnamarkaði aukist úr liðlega 5% 1967 í rúm 30% 1983. í ljósi þess sem að framan segir tel ég að áhersla okkar í iðnaði á komandi árum hljóti að vera: 1. Gera áætlun um að margfalda okkar 182

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.