Réttur


Réttur - 01.10.1985, Blaðsíða 56

Réttur - 01.10.1985, Blaðsíða 56
ar, voru fyllilega meðvitaðir um réttlæti málstaðarins, sem varð til þess að treysta heragann og auka liðsmönnum baráttu- þrek og skapa þá miklu fórnarlund og allsherjarhetjuskap, sem þurfti til sigurs. (Þetta endurtók Rauði herinn í seinni heimsstyrjöldinni.) Að lokinni borgarastyrjöldinni 1921 tók við friðsamlegt viðreisnarstarf á sviði atvinnulífsins. Sárin eftir styrjöldina varð að græða og rétta við niðurníddan þjóð- arbúskapinn og koma skipulagi á iðnað, samgöngur og landbúnað. Öll skilyrði fyrir slíkt endurreisnarstarf var með erf- iðasta móti eins og hægt er að ímynda sér. Hinn 21. janúar 1924 andaðist Lenin leiðtogi og frumkvöðull bolsjevikaflokks- ins í smábænum Gorki skammt frá Moskvu. Verkamenn hvarvetna um lönd gerðu fimm mínútna vinnuhlé á útfarar- degi hans. Dauði Lenins varð til þess að verkalýðsstétt Ráðstjórnarríkjanna fylkti sér enn þéttar um flokkinn en áður. Nýir liðsmenn úr verkalýðsstétt steymdu hundruð þúsundum saman í flokkinn. Þetta var sá hluti verkalýðsstéttarinnar sem lengst var kominn í stjórnmálaþroska og stéttvísi, byltingarvilja, áræði og sjálfs- aga. í flokkinn gengu þá á skömmum tíma rúmlega tvöhundruð og fjörutíu þús- und verkamenn. Þetta var nefnt flokks- útboð til minningar um Lenin. A árunum 1924—1926 sköpuðust ný við- horf í alþjóðamálum. Auðvaldsskipulag- ið hafði staðist byltingaröldur fjöldans, eftir heimsstyrjöldina. Tekist hafði að bæla niður byltingarhreyfingarnar í Þýska- landi, Ítalíu, Búlgaríu, Póllandi og fleiri löndum, og höfðu forystumenn hinna sós- íaldemókratísku bræðraflokka verið borgarastéttinni hjálplegir í því efni. Þessi viðreisn auðvaldsins var samfara eflingu Ráðstjórnarríkjanna og var þó hér um tvö gjörólík fyrirbæri að ræða. Efling auðvaldsins var fyrirboði nýrrar auðvaldskreppu. Efling Ráðstjórnarríkj- anna táknaði hins vegar aukinn styrk sós- íalismans á þjóðhagslegu og pólitísku sviði. Svo hratt verði farið yfir sögu voru árin 1926-1929 notuð í baráttu fyrir iðnvæð- ingu landsins og 1930-1934 notuð í bar- áttu fyrir framkvæmd samyrkjustefnunn- ar. Það var á þessum tíma 1930-1933, þegar margir sósíalistar horfðu með mikl- um vonaraugum til Sovétríkjanna, enda ekki nema von. Á kreppuárunum tvö- faldaðist iðnaðarframleiðsla Ráðstjórnar- ríkjanna eða rúmlega það, á sama tíma minnkaði iðnaðarframleiðsla í auðvalds- löndunum. Meðan allt var í niðurníðslu í auðvaldsríkjunum var allt á uppleið í Ráðstj órnarríkj unum. En eftir því sem Ráðstjórnarríkin fest- ust í sessi og útséð var um það að kapítal- isminn yrði ekki endurreistur, færðist baráttan frá vígstöðvunum yfir í flokkinn. Þegar búið var að gera auðstéttina eigna- lausa og valdlausa, var það eina sem hún gat gert að smeygja sér inn í flokkinn og reyna að hafa áhrif innanfrá og þá oft í samvinnu við erlend öfl. Ég ætla mér ekki að hætta mér út í það að fjalla um þessi mál hér, í stuttri grein. Margar bækur hafa verið skrifaðar um þessa atburði, en því miður hefur lang mestur hluti þessara skrifa verið áróður, órökstuddar fullyrð- ingar og getgátur gripnar meira eða minna úr lausu lofti. Valdataka nasista 1933 beindi utanrík- isstefnu Ráðstjórarríkjanna inn á þá braut að reyna að halda frið eins lengi og hægt væri. Sovétríkin voru ekki þess megnug að fara í stríð. Eins og reynt hefur verið að skýra út í þessari grein hefur hatur borgarastéttar- 232
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.