Réttur


Réttur - 01.10.1985, Page 55

Réttur - 01.10.1985, Page 55
SIGURÐTJR EINARSSON: Sovétríkin. Heimsvaldasinnað stórveldi eða skrifræðissinnað verkalýðsríki? Frá því að verkalýðsstéttin undir forystu Lenins tók völdin í Sovétríkjunum hefur ekkert hrætt borgarastéttina í auðvaldslöndunum meira, en þetta fyrsta verkalýðsríki veraldar. I þau 68 ár sem sovéski kommúnistaflokkurinn hefur farið með völd, hefur hnnulausum lygum, þvættingi og óhróðri verið dreift um þetta land, og fólkið sem þar býr. Enda hefur hagsmunum borgarastéttarinnar í auðvaldslöndunum verið best borgið með því að dreifa sem mestum fölsunum um þetta fyrsta verka- •ýðsríki veraldar. Sumarið 1919 höfðu herir 14 auðvalds- r>kja ráðist inn í Sovétríkin, en þá var þetta fyrsta verkalýðsríki veraldar aðeins a öðru ári. Ásamt innrásarherjum börð- Ust gagnbyltingarherir hvítliða, undir stJórn fyrrverandi hershöfðingja keisar- ans, er hugðust endureisa lénsveldið, er nissneska þjóðin hafði steypt af stóli. Hið Unga verkalýðsríki barðist fyrir tilveru sinni gegn óskaplegu ofurefli. Landið var 1 rúst og örmagna eftir fyrri heimsstyrj- (údina. Milljónir manna heimilislausir og sveltandi. Verksmiðjurnar tómar, akrarn- |r óplægðir og samgöngur í rúst. Það virt- lst óhugsandi að slíkt land gæti staðist grimmilega árás óvina með stóra og vel búna heri, mikið fjármagn, gnægð mat- væla og aðrar birgðir. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir sögu Sovétríkjanna frá 1917, ef mað- ur á að geta komist að einhverri skynsam- legri niðurstöðu. Fyrstu byrjunarár verka- lýðsríkisins eru dæmigerð fyrir þá stöðu sem Sovétríkin hafa verið í æ síðan. Saga þessa ríkis hefur verið saga baráttu fyrir tilverurétti sínum. í borgarastyrjöldinni bar Rauði herinn sigur úr bítum. Hann sigraði miklu betur búna heri auðvalds- ríkjanna. Hann sigraði vegna þess að liðs- mönnum skildist markmið styrjaldarinn- 231

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.