Réttur


Réttur - 01.10.1985, Blaðsíða 5

Réttur - 01.10.1985, Blaðsíða 5
sérstakra fjármuna til iðnþróunarverk- efna. 3. Starfsskilyrði iðnaðarins almennt voru bætt til mikilla muna með efldu afurða- lánakerfi iðnaðarins og afnámi aðflutn- ingsgjalda. 4. Rannsóknar- og þróunarstofnanir iðn- aðarins voru efldar. Utflutningsmið- stöð iðnaðarins fékk aukið fé úr ríkis- sjóði. Stofnuð fræðslumiðstöð iðnað- arins. 5. Komið var á fót iðnráðgjafastarfsemi í landshlutunum. 6. Hafin var skipuleg leit að verkefnum fyrir smáfyrirtæki. 7. Efnt var til samstarfs við einstakar iðn- greinar um þróunarátak sem skilaði aukinni framleiðni. 8. Undirbúin var stofnun íslenskra meðal- stórra fyrirtækja með aðild ríkisins og hefur steinullarverksmiðja nú tekið til starfa. Þessi dæmi ættu að nægja til þess að sýna þá gífurlegu breytingu sem orðið hefur í yfirstjórn atvinnumála hér á landi. Eftir aðeins fimm missera stjórn Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins liggur þetta fyrir: 1. Rekstrargrundvöllur atvinnugreina er óviss og ótraustur. 2. Engar ráðstafanir hafa verið gerðar til þes að auka þjóðarframleiðslu á komandi árum. Lögð hefur verið fram á alþingi núlláætlun til þriggja ára sem þýðir verri kjör og lakari afkomu en nú er um að ræða. 3. Leitað er fanga í erlendum stórfyrir- tækjum um uppbyggingu fyrirtækja hér á landi. Því er haldið fram af ríkisstjórninni að hún hafi orðið að taka við miklum er- lendum skuldum. Það er rétt að erlendar skuldir eru miklar. Hennar svar er hins vegar ekki það að auka þjóðarframleiðsl- una til þess að létta skuldabyrðina. Svarið er einfaldlega niðurskurður. Þetta eru gömul afturhaldsúrræði — ekkert annað. Þess vegna er nú lífsnauðsyn fyrir þjóðina að sameinast um nýja sókn í atvinnulíf- inu. Það er í fyrsta lagi forsenda betri kjara fjölskyldnanna sem nú eru að kikna undan oki vinnuþrældómsins og í öðru lagi ein aðalforsenda sjálfstæðis þjóðar- innar á komandi áratugum. Hvaða möguleikar eru til í íslensku atvinnulífi? í þessari grein ætla ég aðeins að tæpa á því helsta sem unnt er að benda á af möguleikum í íslensku atvinnulífi. Tekið skal fram að þetta eru engar töfralausnir, „patentlausnir“. Forsenda þess að unnt sé að laða fram þessa möguleika er sam- hæfing hagkerfisins alls. Sjávarútvegurinn Stóriðja Islendinga er sjávarútvegur- inn. Hann hefur verið undirstaða hag- vaxtar á síðustu áratugum og verður enn: 1. Með nýjum vinnsluaðferðum er unnt að margfalda verðmætin. Bent hefur verið á í þingsályktunartillögu Guð- mundar J. Guðmundssonar að aðstæð- ur eigi að vera til þess að auka útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða um þriðjung. Fundnar hafa verið leiðir til tvífryst- ingar sjávarafla þannig að fiskurinn verði frystur strax og hann kemur úr sjónum og unninn síðar eftir aðstæð- um. Þetta skapar möguleika til þess að breyta frystihúsunum í betri vinnustaði, til þess að hækka kaup verulega og til þess að taka upp vaktavinnu í fiskiðn- aðinum. Þetta þýðir um leið aukin 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.