Réttur


Réttur - 01.10.1985, Side 56

Réttur - 01.10.1985, Side 56
ar, voru fyllilega meðvitaðir um réttlæti málstaðarins, sem varð til þess að treysta heragann og auka liðsmönnum baráttu- þrek og skapa þá miklu fórnarlund og allsherjarhetjuskap, sem þurfti til sigurs. (Þetta endurtók Rauði herinn í seinni heimsstyrjöldinni.) Að lokinni borgarastyrjöldinni 1921 tók við friðsamlegt viðreisnarstarf á sviði atvinnulífsins. Sárin eftir styrjöldina varð að græða og rétta við niðurníddan þjóð- arbúskapinn og koma skipulagi á iðnað, samgöngur og landbúnað. Öll skilyrði fyrir slíkt endurreisnarstarf var með erf- iðasta móti eins og hægt er að ímynda sér. Hinn 21. janúar 1924 andaðist Lenin leiðtogi og frumkvöðull bolsjevikaflokks- ins í smábænum Gorki skammt frá Moskvu. Verkamenn hvarvetna um lönd gerðu fimm mínútna vinnuhlé á útfarar- degi hans. Dauði Lenins varð til þess að verkalýðsstétt Ráðstjórnarríkjanna fylkti sér enn þéttar um flokkinn en áður. Nýir liðsmenn úr verkalýðsstétt steymdu hundruð þúsundum saman í flokkinn. Þetta var sá hluti verkalýðsstéttarinnar sem lengst var kominn í stjórnmálaþroska og stéttvísi, byltingarvilja, áræði og sjálfs- aga. í flokkinn gengu þá á skömmum tíma rúmlega tvöhundruð og fjörutíu þús- und verkamenn. Þetta var nefnt flokks- útboð til minningar um Lenin. A árunum 1924—1926 sköpuðust ný við- horf í alþjóðamálum. Auðvaldsskipulag- ið hafði staðist byltingaröldur fjöldans, eftir heimsstyrjöldina. Tekist hafði að bæla niður byltingarhreyfingarnar í Þýska- landi, Ítalíu, Búlgaríu, Póllandi og fleiri löndum, og höfðu forystumenn hinna sós- íaldemókratísku bræðraflokka verið borgarastéttinni hjálplegir í því efni. Þessi viðreisn auðvaldsins var samfara eflingu Ráðstjórnarríkjanna og var þó hér um tvö gjörólík fyrirbæri að ræða. Efling auðvaldsins var fyrirboði nýrrar auðvaldskreppu. Efling Ráðstjórnarríkj- anna táknaði hins vegar aukinn styrk sós- íalismans á þjóðhagslegu og pólitísku sviði. Svo hratt verði farið yfir sögu voru árin 1926-1929 notuð í baráttu fyrir iðnvæð- ingu landsins og 1930-1934 notuð í bar- áttu fyrir framkvæmd samyrkjustefnunn- ar. Það var á þessum tíma 1930-1933, þegar margir sósíalistar horfðu með mikl- um vonaraugum til Sovétríkjanna, enda ekki nema von. Á kreppuárunum tvö- faldaðist iðnaðarframleiðsla Ráðstjórnar- ríkjanna eða rúmlega það, á sama tíma minnkaði iðnaðarframleiðsla í auðvalds- löndunum. Meðan allt var í niðurníðslu í auðvaldsríkjunum var allt á uppleið í Ráðstj órnarríkj unum. En eftir því sem Ráðstjórnarríkin fest- ust í sessi og útséð var um það að kapítal- isminn yrði ekki endurreistur, færðist baráttan frá vígstöðvunum yfir í flokkinn. Þegar búið var að gera auðstéttina eigna- lausa og valdlausa, var það eina sem hún gat gert að smeygja sér inn í flokkinn og reyna að hafa áhrif innanfrá og þá oft í samvinnu við erlend öfl. Ég ætla mér ekki að hætta mér út í það að fjalla um þessi mál hér, í stuttri grein. Margar bækur hafa verið skrifaðar um þessa atburði, en því miður hefur lang mestur hluti þessara skrifa verið áróður, órökstuddar fullyrð- ingar og getgátur gripnar meira eða minna úr lausu lofti. Valdataka nasista 1933 beindi utanrík- isstefnu Ráðstjórarríkjanna inn á þá braut að reyna að halda frið eins lengi og hægt væri. Sovétríkin voru ekki þess megnug að fara í stríð. Eins og reynt hefur verið að skýra út í þessari grein hefur hatur borgarastéttar- 232

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.