Réttur - 01.04.1989, Síða 3
ÍSLAND OG UMHEIMURINN
Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður:
Hvert
stefnir í
viðræðum við EB?
Staða mála í Evrópu er í mikilli deiglu. Evrópubandalag ríkjanna 12 (EB) sem
gengist hafa undir ákvæði Rómarsáttmálans er að þróast í eina ríkisheild. Sam-
eiginlegur innri markaður á að komast á innan bandalagsins ekki síðar en á árinu
1992. Knúið er á um sameiginlegan gjaldmiðil og sameiginlega utanríkisstefnu
sem vegvísa að myndun eins ríkis. Stjórntækni þessa væntanlega stórveldis með
330 milljónir íbúa eru næsta ólýðræðisleg, vald framkvæmdastjórnar og ráðherra-
ráðs með aðsetri í Brússel yfirgnæfir Evrópuþingið í Strassbúrg, sem aðeins er
ráðgefandi stofnun. Evrópudómstóll með aðsetri í Lúxemborg sker úr deilumál-
um og á þátt í að móta yfirþjóðleg lög fyrir löndin 12.
Efnahagslegar forsendur eru driffjöðr-
ln á bak við innri markaðinn, von um
nokkurra prósenta hagvöxt á bandalags-
svæðinu og bætta samkeppnisstöðu gagn-
Ví>rt iönaðarframleiðslu keppinauta, aðal-
*ega Bandaríkjanna og Japans. Pað er
Urst í kjölfar þessara ákvarðana um óheft
streymi fjármagns, þjónustu, vöru og
Vlnnuafls á öllu EB-svæðinu, sem byrjað
er að huga að félagslegum þáttum (social
dimension) og umhverfismálum og enn er
*átt á hreinu um þau efni.
EB-ríkin ætla sér að halda fast við
Rómarsáttmálann frá 1957 með síðari
breytingum. í viðræðum við önnur ríki
um tengsl og samskipti er hann óhaggan-
legur og þær reglur sem mótaðar hafa
verið á grundvelli hans. Petta heitir á máli
EB, að miða verði við þegar mótaðar
reglur eða „aquis communautaire“. Pað
eru skilmálar gagnvart EFTA-ríkjunum í
þeim viðræðum, sem nú standa yfir og
fjallað verður um hér á eftir.
51