Réttur - 01.04.1989, Page 4
Samstarf EFTA og EB frá 1984
(Lúxemborgaryfirlýsingin)
Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA)
eru samtök 6 fullvalda ríkja um fríversl-
un, með skrifstofu og framkvæmdastjóra
í Genf. Ráðherraráð EFTA tekur engar
bindandi ákvarðanir og enginn dómsóll er
til að skera úr um ágreiningsefni.
Samráð hefur lengi verið nokkurt á
sviði fríverslunar milli EFTA og EB, en
samningar verið milli hvers og eins af að-
ildarríkjum EFTA við EB, það er tví-
hliða sem kallað er. Fríverslunarsamning-
ur íslands við EB var gerður 1972 og gekk
í gildi ári síðar, nema svonefnd bókun 6
varðandi sjávarafurðir, sem fyrst gekk í
gildi 1976 eftir lok deilna vegna útfærslu
íslensku fiskveiðilögsögunnar.
Árið 1984 var tekið upp skipulegt sam-
starf EFTA og EB á allmörgum sviðum.
Ákvörðun um þetta var tekin á sameigin-
legum ráðherrafundi í Lúxemborg og
yfirlýsing fundarins er síðan kennd við
fundarstaðinn. Hún tók til ýmissa þátta til
að greiða fyrir fríverslun, samvinnu um
rannsóknir og þróun, menntamál, um-
hverfismál og samráð í alþjóðastofnunum
eins og GATT og OECD. Mikil vinna
hefur síðan farið fram á grundvelli Lúx-
emborgaryfirlýsingarinnar, t.d. um sam-
ræmingu staðla og afnám svonefndra
tæknilegra viðskiptahindrana.
Alls hafa verið í gangi um 20 samstarfs-
verkefni milli aðila og eru þau misjafn-
lega á vegi stödd. Um þetta samstarf hef-
ur ekki staðið neinn pólitískur styrr og
það hefur farið hljóðlátlega fram, enda
má segja að það breyti litlu um eðli sam-
skipta EB og EFTA. Við athugun á nú-
verandi samskiptum er nauðsynlegt að
greina á milli þessarar samvinnu og þeirra
nýju hápólitísku atriða, sem komu til
sögunnar snemma árs 1989.
Lagt inn á nýjar brautir:
Oslóaryfirlýsingin
í Lúxemborgaryfirlýsingunni frá 1984
er rætt almennum orðum um aukið efna-
hagslegt samstarf EFTA og EB svo að
mynda mætti síðar samstætt og öflugt evr-
ópskt efnahagssvæði (EES). Fáir lögðu
merkingu í þetta orðalag og það var fyrst
5 árum síðar, í byrjun árs 1989, að það
fékk pólitískt innihald.
Á síðasta ári þreifuðu nokkrir forystu-
menn innan EB og EFTA á möguleikum
til að breyta verulega um áherslur í sam-
skiptum jDessara aðila. Þrýstingur iðnrek-
enda í EFTA-ríkjunum vegna innri mark-
aðar EB fór vaxandi og samtök iðnrek-
enda í Svíþjóð, Noregi og fleiri EFTA-
ríkjum kröfðust aðlögunar og jafnvel að-
ildar að EB. Noregur fór með forystu í
EFTA um þær mundir og Gro Harlem
Brundtland ræddi við ýmsa krataleiðtoga
í EB um viðbrögð. Eftir slíkar áþreifingar
að tjaldabaki setti forseti framkvæmda-
stjórnar EB, Frakkinn Jacque Delors,
fram hugmyndir í ræðu 17. janúar 1989
sem beint var til EFTA, þess efnis að
EFTA-ríkin tækju sig á sameiginlega og
reyndu að nálgast markmið EB um innri
markað.
Tveimur mánuðum seinna, þann 15.
mars 1989, undirrituðu forystumenn
EFTA svonefnda Oslóaryfirlýsingu, þar
sem þeir lýstu sig reiðubúna til að kanna
með EB möguleika á að koma á sameig-
inlegu efnahagssvæði ríkjanna 18 (12 EB-
lönd + 6 EFTA-lönd). í þessu skyni muni
EFTA-ríkin m.a. leitast við að koma á
hjá sér forsendum innri markaðarins með
óheftu streymi á vörum, þjónustu, fjár-
magni og vinnuafli. Einnig verði athugað
gaumgæfilega að koma á skipulegri sam-
skiptum með sameiginlegri ákvarðana-
töku og stjórnsstöðvum til að gera sam-
52