Réttur


Réttur - 01.04.1989, Side 5

Réttur - 01.04.1989, Side 5
vinnu EB og EFTA árangursríkari. Af ís- lands hálfu var mikið gert úr þýðingu þess, að á fundinum féllust önnur EFTA- ríki á að taka upp fríverslun með fisk- afurðir. Um gildi þessarar yfirlýsingar var tals- vert rætt og deilt hérlendis, svo og um þá fyrirvara sem Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra setti fram af íslands hálfu við upphaf fundarins í Ósló. Ljóst var að ráðherrar Alþýðuflokksins vildu sem minnst af þeim vita, en þingflokkur Alþýðubandalagsins tók sterklega undir þá í sérstakri ályktun 20. mars sl., þar sem slegnir voru skýrir varnaglar varð- andi málið í heild. Embættismannaviðræðum að Ijúka Sl. vor hófust sameiginlegar embættis- mannaviðræður innbyrðis í EFTA og milli fulltrúa EFTA og EB á grundvelli Óslóaryfirlýsingarinnar. Settir voru upp 5 hópar embættismanna frá báðum aðilum með tengsl inn í ráðuneyti og sérstök yfir- nefnd til að vinna úr niðurstöðum. Þá gerðist það 1. júlí, að ísland tók við for- mennsku af Noregi í ráðherrráði EFTA, °g þess vegna situr Jón Hannibalsson ntanríkisráðherra nú við borðsendann. Þessar viðræður snúast nær einvörð- ungu um fjóra meginþætti innri markað- arins: vöruviðskipti, fjármagn, þjónustu °g vinnuafl og yfirfærslu þeirra til EFTA- svæðisins þannig að koma megi á hinu svokallaða evrópska efnahagssvæði ríkj- anna 18. Því tengjast svo athuganir á lagalegum og stofnanalegum þáttum, þ.e. hvernig komið verði við sameiginlegum akvörðunum á vettvangi EFTA og eftir- hti sem Evrópubandalagið telji fullnægj- andi. Það er brýnt að gera sér grein fyrir hvaða viðræður EFTA og EB tengjast Óslóaryfirlýsingunni vegna innri markað- ar og hvaða viðræður halda áfram vegna fyrri ákvarðana á grundvelli Lúxemborg- aryfirlýsingar frá 1984. Hér er um mjög ólík verkefni að ræða, þar sem hið fyrr- nefnda útilokar ekki hið síðartalda. Að- lögun að breytingum innan EB spannar þannig yfir vítt svið og greinist í tvö all- skýrt afmörkuð ferli, eins og hér hefur verið rakið. EFTA-ríkin geta þannig látið staðar numið í sameiginlegum viðræðum um innri markað (evrópskt efnahags- svæði) og stefnt hvert um sig að tvíhliða viðræðum um hagsmunamál sín gagnvart EB. Viðræður og samstarf við EB á vett- vangi EFTA um aðra þætti geta eftir sem áður haldið áfram og skilað niðurstöðum, eins og gerst hefur undanfarin ár. Embættismannaviðræðunum vegna Óslóaryfirlýsingarinnar er nú að ljúka og við tekur pólitískt mat á niðurstöðum þeirra. Niðurstöður liggja þó enn ekki fyrir frá þeim hópi, sem fjallaði um stofn- analeg og lagaleg tengsl og eftirlit, en þar er á ferðinni eitt viðkvæmasta atriðið, sem varðar hugsanlegt valdaafsal ein- stakra ríkja. Yfirnefnd embættismanna er að ganga frá lokaskýrslu til utanríkisráð- herra EFTA-ríkjanna, sem koma saman til fundar eftir viku, þ.e. 27. október til að fjalla um uppskeru sumarsins og fram- haldið. Sams konar mat fer fram á vett- vangi EB og forystumenn beggja bera sig einnig saman á næstunni. Orstuttur tími til ákvarðana Samkvæmt þeirri tímaáætlun sem for- ráðamenn EFTA og EB hafa sett upp og vinna eftir er örstuttur og alltof lítill tími ætlaður fyrir ríkisstjórnir og þjóðþing landanna til að meta stöðuna og hvort áfram skuli halda í formlegar samninga- 53

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.