Réttur - 01.04.1989, Síða 6
viðræður. Niðurstaða úr embættismanna-
viðræðum sumarsins kemur ekki inn á
borð ríkisstjórna fyrr en um næstu mán-
aðamót og komið verður fram í nóvember
þegar Alþingi fær skýrslu um málið. Samt
er það ætlun ráðamanna að skera úr um
það jafnvel fyrir jól, hvort taka skuli upp
samningaviðræður, en sameiginlegur
fundur EFTA og EB er dagsettur 19. des-
ember.
Pað kann heldur ekki lukku að stýra að
íslenski utanríkisráðherrann hefur nú
þegar kveðið upp úr um það, áður en
heildarniðurstaða liggur fyrir frá embættis-
mönnum EFTA, að öll efni standi til að
ganga til formlegra samningaviðræðna.
Utanríkisráðherra ráðfærir sig ekki við
eigin ríkisstjórn, áður en hann básúnar út
þetta álit á fundum erlendis og sendir frá
sér fréttatilkynningar þar að lútandi.
Stefnumörkun Alþingis ólokið
Á fundi með Evrópustefnunefnd Al-
þingis og utanríkismálanefnd þann 19.
september sl. gaf utanríkisráðherra yfir-
lýsingu um að hann myndi leita eftir
formlegu umboði Alþingis til samninga-
viðræðna á vegum EFTA við Evrópu-
bandalagið, áður en ákvarðanir þar að
lútandi yrðu teknar. Þetta er mikilvæg
afstaða, ekki síst í ljósi þess að mikið
vantar á að stefnumörkun sé lokið af
hálfu þingsins.
í stórmáli eins og því sem hér er á ferð-
inni, sem snertir undirstöðuþætti efna-
hagsstarfsemi í landinu, mega menn ekki
misstíga sig. Fjölmörgum spurningum er
ósvarað um forsendur hugsanlegra samn-
ingaviðræðna við EB með öðrum EFTA-
ríkjum, áður en menn gera það upp við
sig, hvort út í þær skuli haldið. Það er líka
mikilvægt að átta sig á, að við eigum ann-
arra kosta völ, m.a. með tvíhliða viðræð-
um, en um þá möguleika hefur alltof lítið
verið fjallað til þessa.
Hagsmunir íslands og Evrópskt
efnahagssvæöi
Markmiðið með viðræðunum milli
EFTA og EB í framhaldi af Óslóarfundi
EFTA í mars sl. er að undirbúa formlegar
viðræður sem leitt gætu til samnings um
ofangreind atriði. Liður í því er að koma
á kerfisbundnu samstarfi um löggjöf og
stofnanir, sem tekið geti sameiginlega
ákvarðanir. Að mati þeirra sem knýja á
um slíka samninga ætti niðurstaðan að
verða Evrópskt efnahagssvæði (EES),
þar sem giltu sem næst sömu reglur og um
innri markað Evrópubandalagsins.
Undantekningar frá þessu væru samn-
ingsatriði og eru hugsaðar sem fæstar.
Þær væru aðallega tímabundnar, þ.e. að
samið yrði um ákveðinn aðlögunartíma.
EFTA-ríkin sem gengju inníþetta sam-
eiginlega efnahagssvœði með EB þyrftu
ekki að gerast formlegir aðilar að Rómar-
sáttmálanum, þ.e. stjórnarskrá Evrópu-
bandalagsins, en vœru í öllum meginatrið-
um á sama spori og aðeins herslumunur-
inn eftir að formlegri aðild.
Þau pólitísku og hagsmunalegu öfl,
sem í raun eru farin að gæla við beina að-
ild að EB en telja ekki tímabært að leggja
þau spil á borðið, líta á „aðlögun“ að EB
í formi Evrópsks efnahagssvæðis sem
þægilega inngönguleið bakdyramegin inn
í stórríkið.
Helstu þættir efnahagssvæðisins
(EES)
Hér verður á eftir gerð grein fyrir
helstu þáttum Evrópska efnahagssvæðis-
ins eins og hugmyndir liggja fyrir um það
54