Réttur - 01.04.1989, Page 10
Óskilgreind aðlögun
Yfirstandandi viðræður um samninga
við Evrópubandalagið um Evrópskt efna-
hagssvæði fela í sér miklar hættur. Sára-
lítil viðleitni hefur verið í þá átt að
skilgreina í hverju íslenskir hagsmunir
eru fólgnir að því er varðar megininntak
þessara viðræðna. Litlar sem engar rann-
sóknir eru í gangi varðandi líkleg áhrif á
íslenskt efnahagslíf. Enginn vitrænn
samanburður hefur farið fram á því,
hvaða kostir og áhættur felast í því að
gera tilraun til samninga í samfloti með
öðrum EFTA-ríkjum í stað þess að búa
sig undir tvíhliða viðræður við EB til að
tryggja okkar hagsmuni.
Peir sem ákveðið mæla með EFTA-
samflotinu hafa ekki sagt til um, hversu
langt þeir eru reiðubúnir að ganga í að-
lögun að EB og hvar takmörkin liggja.
Pótt talað sé um að engar yfirþjóðlegar
ákvarðanir og valdaafsal komi til greina í
sambandi við Evrópskt efnahagssvæði, er
vandséð hvernig komist verði hjá því í
reynd.
Það sýnir kannski best hversu veikur sá
ís er, sem verið er að draga menn út á í
EFTA-samflotinu, að margt bendir nú til
þess að til viðbótar við Austurríki verði
Svíþjóð og Noregur komin með formlega
umsókn um aðild að Evrópubandalaginu
innan fárra ára! Eftir stæðu þá ísland,
Finnland og Sviss. Hvaða vit er í því að
ætla að binda viðræður um hagsmunamál
okkar samfloti með hópi ríkja, sem telja
sér betur borgið með því að skipa sér hin-
um megin við markalínuna?
Viðskiptahagsmunir íslands:
Nýjar leiðir
Pað hefði í för með sér miklar og var-
hugaverðar breytingar fyrir íslenskt sam-
félag að bindast Evrópubandalaginu.
58
Jafnframt er það vart í samræmi við hags-
muni íslands að fylgja þeirri stefnu, sem
flest EFTA-ríki virðast nú vilja taka upp
í samskiptum við Evrópubandalagið. Af-
leiðingar þess gætu m.a. orðið:
■ Sjálfstæði þjóðarinnar, pólitískt og
efnahagslegt yrði skert.
■ Verulegt nettó fjármagnsstreymi yrði
frá landinu.
■ Erlent fjármagn næði tangarhaldi í
sjávarútvegi.
1 Evrópubandalaginu væri ísland jaðar-
svæði og ætti örðugt með að halda hlut
sínum gagnvart miðsæknum kröftum í
efnahagslífi og stjórnmálum. ísland yrði í
slíku bandalagi fyrst og fremst hráefna-
gjafi og bandalagið myndi nýta íslenskar
náttúruauðlindir fyrst og fremst tii úr-
vinnslu nálægt markaði. Nú er rætt um
mun nánari samvinnu EFTA og EB, m.a.
í formi tollabandalags, og slíkt væri að lík-
indum aðeins áfangi að sömu niðurstöðu.
ísland er á margan hátt í öðru vísi
stöðu landfræðilega, viðskiptalega og
menningarlega en önnur EFTA-ríki, svo
sem Austurríki, Sviss og Svíþjóð og jafn-
vel Noregur. Ætla má að íslendingar eigi
annarra og betri kosta völ en þessar
þjóðir. Við hljótum því að setja spurning-
armerki við það hvort við eigum að fara
inn á braut sem felur í sér verulega skerð-
ingu á sjálfsákvörðunarrétti, eins og nú er
rætt um innan EFTA.
Virk samskipti utan bandalaga
Það virðist einboðið að íslendingar leiti
annarra leiða til að tryggja hagsmuni
þjóðarinnar í bráð og lengd. Svarið gæti
verið fólgið í því, að ísland stæði utan
viðskiptabandalaga en leitaði eftir samn-
ingum við bandalög og einstök ríki um
fríverslun og félagsleg og menningarleg
samskipti.
J