Réttur


Réttur - 01.04.1989, Side 11

Réttur - 01.04.1989, Side 11
ijf R i í i; ■ s 11 |igH| 1969 var innganga íslands í EFTA og EB mjög á dagskrá og hér mótmæla herstöðvaandstæðingar hvoru tveggja 30. mars það ár á 20 ára afmæli inngöngunnar í Nató. Óháð staða landsins með tilliti til við- skiptabandalaga felur í sér marga kosti. * Landsmenn hefðu betri tök á því en ella, hvernig háttað yrði aðlögun að breyttum aðstæðum erlendis. * Efnahagsleg staða íslands utan við- skiptabandalaga, getur verið til muna betri en ef landið væri hluti af stórri heild. Sjávarauðlindirnar geta áfram verið meginstoð góðra lífskjara í land- inu, en skilyrði er að yfirráð þeirra og afrakstur haldist í landinu. Aðrir land- kostir geta einnig nýst betur í óháðu þjóðríki sem fylgist með tímanum, m.a. á sviði menntunar, rannsókna og umhverfisverndar. * Líkurnar á að takast megi að viðhalda íslenskri menningu og að efla heil- brigða þjóðernisvitund eru mun meiri, ef landið er óháð eining en ekki hluti af stórri heild. * Vægi þjóðarinnar í alþjóðasamskipt- um verður allt annað og meira í slíku samhengi, en ef ísland yrði peð í stóru viðskiptabandalagi, að ekki sé talað um fylki í stóru sambandsríki Evrópu. Samningar til margra átta Hefja ætti hið fyrsta samningaviðræður m.a. við Evrópubandalagið og ríki í Austur-Evrópu, Norður-Ameríku, Suð- ur-Ameríku (Brasilía o.fl.) og Austur- Asíu (Japan, Kína o.fl.). Möguleikar á að ná slíkum samningum og þróa gagnkvæm samskipti verða að teljast góðir. Af sögule^um og landfræði- legum ástæðum njóta Islendingar athygli og víðtæks velvilja víða um lönd. Þessi viðhorf til Islands verða ekki skýrð á efnahagslegum forsendum eða með þýð- ingu samskipta við landið. Þau geta hins vegar engu að síður vegið þungt þegar leitað er eftir samvinnu af okkar hálfu við aðrar þjóðir. 59

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.