Réttur - 01.04.1989, Page 17
Þingflokkur Alþýöubandalagsins ásamt formanni flokksins.
2. Að ekki verði gerðar breytingar á nú-
verandi skipan á flutningi fjármagns,
þjónustu og vinnuafls, nema Ijóst sé
að það hafi jákvæð áhrif á íslenskt
efnahagslíf og samfélag. Jafnframt er
nauðsynlegt að allar breytingar sem
gerðar kunna að verða byggist á ná-
kvæmri skoðun á raunverulegum ís-
lenskum aðstæðum.
3. Að kröfur annarra EFTA-ríkja um
aðlögun að innri markaði EB og um
náin tengsl við bandalagið verði ekki
til að binda hendur íslendinga, m.a.
varðandi samskipti við aðra heims-
hluta.
Þingflokkur Alþýðubandalagsins legg-
ur áherslu á, að íslendingar athugi nú
stöðu sína í samskiptum við umheiminn
sem best. Varast ber að landið sogist inn
í stórar heildir og glati efnahagslegu sjálfs-
forræði í alþjóðlegu peninga- og fjár-
magnskerfi.
Fyrir lítið land eins og ísland eru ýmis
vandamál sem geta fylgt óheftum fjár-
magnshreyfingum. Þar má nefna:
■ Óheftar fjármagnshreyfingar tak-
inarka verulega möguleikann á að reka
sjálfstæða peningastefnu. Þetta þýðir
að ekki verður lengur hægt að stjórna
bæði vöxtum og gengi. Ef gengið er
fast ákvarðast vextirnir á alþjóðlegum
fj ármagnsmörkuðum.
■ Óheftar fjármagnshreyfingar geta með
fjármagnsflótta og gjaldeyriskreppu
grafið undan efnahagsstefnu, sem að
öðru leyti gæti fullkomlega staðist.
65