Réttur


Réttur - 01.04.1989, Síða 18

Réttur - 01.04.1989, Síða 18
■ Fjármagnshreyfingar eru oft tengdar spákaupmennsku eða miða að því að losna undan sköttum. ■ Óheftir möguleikar útlendinga til að fjárfesta í innlendum atvinnuvegum geta leitt til þess að þeir nái vaxandi ítökum í sjávarútvegi. ■ Reynsla annarra jaðarsvæða sem eru tengd stærri efnahagsheildum, eins og Norður-Noregs, Norður-Skotlands og austurstrandar Kanada, svo að dæmi séu tekin, benda til þess að óheftar fjármagnshreyfingar geti leitt til út- streymis fjármagns til Iengri tíma litið, þrátt fyrir miklar náttúruauðlindir. ■ Reynsla annarra þjóða sem búa við vanþróaða fjármagnsmarkaði, t.d. í Suður-Ameríku, bendir til þess að ef opnað er snögglega fyrir samkeppni frá erlendum fjármálafyrirtækjum getur komið til hruns í bankakerfinu. Þau vandamál sem hér hafa verið talin upp þýða ekki endilega að rétt sé að halda í allar þær hömlur á fjármagnshreyf- ingum sem hér eru við líði. Þau krefjast þess hins vegar að hvert skref á þessu sviöi sé gaumgæft vel áður en það er stig- ið og að ljóst sé í hverju hagurinn felst. Fyrst og fremst þarf að halda áfram að styrkja og þróa innlent bankakerfi og fjármagnsmarkað og gera hann hæfan til að standast stóráfallalaust hugsanlega er- lenda samkeppni. Það er mjög mikilvægt að ekki verði farið hraðar í opnun íslenska fjármagns- markaðarins en svo að stöðugleika og fyllsta öryggis sé gætt. Því er nauðsynlegt að eftirlitskerfi og skýrar reglur verði ávallt til samhliða öllum skrefum sem stigin kunna að verða. Þingflokkur Alþýðubandalagsins telur miklu skipta, að sem best samstarf geti haldist innan EFTA sem fríverslunarsam- taka og í samskiptum EFTA-ríkjanna og íslands við Evrópubandalagið. Þingflokk- urinn telur hins vegar að margt af því sem nú er á döfinni í samskiptum EFTA og EB þurfi mun nánari athugunar við, áður en ísland geti tekið til þess afstöðu. Það er álit þingflokksins að jafnhliða eigi að kanna alla möguleika á viðskiptum ís- lands við önnur svæði og ríki, þar sem um gagnkvæma hagsmuni getur verið að ræða. I því sambandi bendir þingflokkur Alþýðubandalagsins sérstaklega á við- skiptasamninga við Bandaríkin og Kan- ada svo og aukin viðskiptaleg tengsl við Austur-Evrópu og lönd í Austur-Asíu og Suður-Ameríku. Þingflokkur Alþýðubandalagsins legg- ur á það ríka áherslu að ríkisstjórnin tryggi að þegar í stað verði hafin markviss vinna til að leiða í ljós þá kosti sem þjóð- in á besta í utanríkisviðskiptum. Til að uppfylla ofangreind skilyrði, leggur þingflokkur Alþýðubandalagsins til að myndaður verði samráðsvettvangur ríkisstjórnar, þingflokka, atvinnuvega og samtaka launafólks sem kanni þá kosti sem til boða standa varðandi þessi efni í víðu samhengi. Með öflugu starfi að þessum málum á að vera unnt á næstu misserum að draga upp skýra mynd af viðskiptalegum hags- munum landsins og opna nýjar leiðir í þeim efnum.“ 66

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.