Réttur - 01.04.1989, Side 19
ÍSLAND OG EVRÓPUBANDALAGIÐ
Stefanía Traustadóttir, félagsfræðingur:
Fræðslusamtök
um Island og
Evrópubandalagið
„Fyrir dyrum standa örlagaríkar ákvarðanir, sem varða alla framtíð þjóðarinn-
ar. Þegar þannig stendur á hefði sérhver heiðarleg ríkisstjórn talið það skyldu
sína, að gera þjóðinni hlutlæga grein fyrir því máli, sem til umræðu er. Núver-
andi ríkisstjórn íslands hefur ekki haldið þannig á málum. Hún hefur verið
hlutdræg. I stað þess að upplýsa þjóðina um, hvað um er að ræða, er farið í felur
með hið raunverulega innihald málsins. í stað þess að segja satt og rétt frá, eru
hrein falsrök framborin.“ Fyrirsögn þessa texta er; „Feitur þjónn er ekki mikill
maður.“ Og lokaorðin eru; „Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á
frelsið heima“.
Þessi orð voru skrifuð 1962 af Hauki
Helgasyni hagfræðingi í fræðsluriti um ís-
land og Efnahagsbandalag Evrópu sem
ASI gaf út. Það má spyrja sig hvort þessi
orö eigi við í dag 27 árum síðar.
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum
að þekking okkar íslendinga á málefnum
EFTA, Evrópubandalagsins og á sam-
skiptum okkar viö þessi tvö bandalög er
vægst sagt lítill. Við erum að taka afstöðu
með eða á móti án þess að vita hvað það
er sem við erum að taka afstöðu til! Frétt-
ir um samskipti og samningaviðræður
EFTA-ríkjanna við Evrópubandalagið
hafa tekið talsvert pláss í fjölmiðlum
undanfarnar vikur og mánuði — en því
miður hafa þeir látið undir höfuð leggjast
að fræða okkur um forsendur þessara
samskipta og um hvað er verið að semja.
Þann 11. maí 1989 var haldinn fundur í
Norræna húsinu þar sem norskur prófessor
Kristen Nygaard, flutti erindi um Noreg
og EB. Þar var sagt frá norrænum
fræðslusamtökum um Evrópubandalagið
67