Réttur - 01.04.1989, Page 22
sanni segja að hér sé um nokkurs konar
yfirríkjastofnanir að ræða.
Lykilstaða ríkisstjórnanna
Pað er þó nauðsynlegt að hafa hér einn
mikilvægan fyrirvara á þegar rætt er um
valdaframsal aðildarríkjanna til stofnana
Evrópubandalagsins. Staðreyndin er sú
að meðferð þess sameiginlega valds er
endanlega að mestu Ieyti í höndum full-
trúa ríkisstjórna aðildarríkjanna er sitja í
ráðherraráði Evrópubandalagsins. Þetta
byggist á því að í ráðherraráðinu, sem fer
með æðsta ákvörðunarvald bandalagsins,
hefur sú regla gilt að ekki eru teknar
bindandi ákvarðanir án þess að fyrir liggi
samstaða og samþykki allra aðildarríkja
bandalagsins. Hvert ríki hefur þannig
haft neitunarvald um málefni Evrópu-
bandalagsins og fulltrúar aðildarríkjanna
með því getað tryggt að ekki verði gengið
gegn „grundvallarhagsmunum" einstakra
aðildarríkja við ákvörðunartöku í banda-
laginu. Þetta breytir því þó ekki að í þeim
fjölmörgu málum er heyra undir sátt-
mála Evrópubandalagsins geta aðildar-
ríkin ekki tekið ákvarðanir upp á eigin
spýtur og þrátt fyrir neitunarvald sitt
verða þau að ná samkomulagi á vettvangi
stofnana bandalagsins vilji þau að Evrópu-
bandalagið starfi á eðlilegan hátt í sam-
ræmi við markmið sín. Þó að neitunar-
valdið hafi að vísu verið afnumið hvað
varðar ákvarðanir er lúta að því að hrinda
í framkvæmd hinum svokallaða „innri
markaði“ bandaiagsins þá er ekkert sem
bendir til þess að ríkisstjórnirnar muni á
næstunni verða reiðubúnar til að fallast á
að einstök aðildarríki afsali sér þeirri lykil-
aðstöðu sem þau hafa við ákvörðunar-
töku innan ráðherraráðsins. Það er miklu
líklegra að eftir því sem umsvif Evrópu-
bandalagsins aukast og því eru falin fleiri
verkefni, að ríkisstjórnir vilji að áhrif
þeirra séu tryggð í ákvörðunartöku
bandalagsins.
Sú staðreynd að hið sameiginlega ákvörð-
unarvald Evrópubandalagsins er í hönd-
um fulltrúa ríkisstjórna aðildarríkjanna
beinir athyglinni að því að í reynd hefur
ekki svo mjög verið um að ræða tilfærslu
ákvörðunarvalds frá aðildarríkjunum til
bandalagsins heldur tilfærslu á valdi frá
löggjafarstofnunum aðildarríkjanna til
ríkisstjórnanna. Evrópubandalaginu hef-
ur verið falin meðferð tiltekinna mála-
flokka og jafnframt veitt vald til lagasetn-
ingar um þau mál sem eru bindandi fyrir
aðildarrfkin án þess að koma þurfi til
staðfesting eða samþykki þjóðþinga að-
ildarríkjanna. Þar sem fulltrúar ríkis-
stjórnanna fara með þetta vald í ráðherra-
ráðinu þá má segja að stjórnskipan Evr-
ópubandalagsins hafi leitt til þess að ríkis-
stjórnirnar hafi enn frekar eflst á kostnað
þjóðþinga landanna eða með öðrum orð-
um að það hafi orðið tilfærsla á valdi frá
þjóðþingunum til framkvæmdavaldsins.
Ríkisstjórnir aðildarríkjanna hafa auðvit-
að um langan aldur haft sterk tök á þjóð-
þingum sínum en þær hafa þó ætíð þurft
að leggja löggjöf fyrir þau til samþykktar
og þingin því formlega og oft í reynd get-
að haft síðasta orðið um þau efni. Með
tilkomu Evrópubandalagsins er hins veg-
ar sú staða komin upp að ríkisstjórnirnar
hafa fengið beint lagasetningarvald í ráð-
herraráði Evrópubandalagsins um þau
mál er heyra undir bandalagið, og þeim
málaflokkum fer fjölgandi. Þjóðþingin
geta aðeins haft takmörkuð áhrif á þessi
mál og því eru nú ýmsir málaflokkar í
reynd utan valdsviðs þjóðþinganna. Þetta
valdaafsal þjóðþinganna hefur ekki nema
að takmörkuðu leyti verið bætt upp með
því að veita hinum kjörnu fulltrúum, er
70