Réttur


Réttur - 01.04.1989, Blaðsíða 23

Réttur - 01.04.1989, Blaðsíða 23
Á Evrópuþinginu ■ Strassburg sitja 518 þjóðkjörnir þingfulltrúar frá aðidlarlöndunum 12 og fer fulltrúafjöldi hvers ríkis eftir íbúafjölda. sitja á þingi Evrópubandalagsins aðild að lagasetningu og ákvörðunartöku innan bandalagsins. Hér má því segja að sé um að ræða veikleika í lýðræðislegri ákvörð- unartöku bandalagsins. Helstu valdastofnanir EB Ég hef nú lýst lítillega valdatengslum Evrópubandalagsins og aðildarríkjanna sem og þeirri valdatilfærslu sem hefur orðið frá þjóðþingunum til ríkisstjórn- anna. Ég mun nú næst víkja að innbyrðis stöðu þeirra stofnana Evrópubandalags- ins sem einkum skipta máli þegar um ákvörðunartöku er að ræða í málefnum bandalagsins. Fyrst er að nefna leiðtogaráðið (The European Council). Þessi stofnun er skip- uð leiðtogum ríkisstjórna aðildarríkjanna (í Frakklandi þó forsetinn) auk forseta framkvæmdastjórnar Evrópubandalags- ins. Þó að þessi stofnun hafi formlega engin völd þar sem engin ákvæði eru um hana í sáttmálum Evrópubandalagsins þá er hún í reynd æðsta valdastofnun banda- lagsins og kemur saman þrisvar á ári til að taka mikilvægustu pólitísku ákvarðanir bandalagsins. I öðru lagi er um að ræða ráðherraráð- ið (e. Council of Ministers). Sú stofnun er aðalhandhafi löggjafarvalds bandalags- ins. Ráðherraráðið er skipað einum ráð- 71 L

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.