Réttur - 01.04.1989, Qupperneq 24
herra frá hverju aðildarríki Evrópu-
bandalagsins en mismunandi fagráðherr-
ar sitja fundi ráðsins eftir því hvaða mála-
flokkur er til umfjöllunar hverju sinni.
Undir ráðherraráðið heyrir mikilvæg
stofnun, sem er nefnd fastafulltrúanna.
þ.e. sendiherrar aðildarríkjanna hjá Evr-
ópubandalaginu. Meginstarf fastafulltrú-
anna er fólgið í því að athuga tillögur
framkvæmdastjórnarinnar, en allar tillög-
ur sem ráðherraráðið fjallar um koma frá
framkvæmdastjórninni, áður en ráðherra-
ráðið tekur þær til umfjöllunar og af-
greiðslu.
I þriðja Iagi er um að ræða fram-
kvæmdastjórn Evrópubandalagsins (the
Commission). í framkvæmdastjórninni
eiga sæti 17 menn skipaðir af ríkisstjórn-
um aðildarríkjanna. Framkvæmdastjórn-
in hefur margþættu hlutverki að gegna,
m.a. fylgist hún með framkvæmd á sátt-
málum bandalagsins og lögum sem sett
hafa verið af bandalaginu, undirbýr
stefnumótun fyrir bandalagið og leggur
tillögur þar að lútandi fyrir ráðherraráð-
ið, kemur oftlega fram sem fulltrúi Evr-
ópubandalagsins á alþjóðavettvangi m.a.
við gerð viðskiptasamninga, og sinnir þar
að auki ýmsum stjórnunarstörfum.
í fjórða lagi er að nefna Evrópuþingið
(e. the European Parliament). Evrópu-
þingið er skipað 518 þingmönnum kjörn-
um í hlutfalli við íbúafjölda einstakra að-
ildarríkja. Pað er ráðgefandi um löggjaf-
armál og fer með hluta fjárstjórnarvalds
bandalagsins. Að vísu hefur þingið fengið
ákveðna hlutdeild í vissum þáttum lög-
gjafarvaldsins með samþykkt hinna svo-
kölluðu evrópsku einingarlaga 1986, en
sé um samstöðu að ræða innan ráðherra-
ráðsins við afgreiðslu mála þá hefur ráðiö
ætíð úrslitavaldið. Hvað fjárlög banda-
lagsins varðar þá hefur þingið aðeins
meiri áhrif á því sviði en um löggjafar-
málefnin, t.d. getur þingið hafnað fjár-
lögunum í heild, auk þess sem það hefur
lokaorðið varðandi afgreiðslu ýmissa út-
gjaldaliða sem nú nema um fjórðungi út-
gjalda þess.
Pessi stutta lýsing á meginvaldastofn-
unum Evrópubandalagsins hefur væntan-
lega gert mönnum ljóst að það eru ríkis-
stjórnir aðildarrfkjanna, í gegnum leið-
togaráðið og ráðherraráðið, sem eru
aðalvaldaaðilarnir innan Evrópubanda-
lagsins. Staðreyndin er sú að á sama tíma
sem Evrópubandalagið hefur verið að
breytast úr því að vera fyrst og fremst
„efnahagsbandalag“ í vísi að alhliða ríkja-
bandalagi þá hafa völd ríkisstjórna aðild-
arríkjanna farið vaxandi í stjórnun
bandalagsins, en hins vegar hefur lítið
verið gert til að efla stöðu þeirra stofnana
er teljast yfirþjóðlegastar eins og fram-
kvæmdastjórnina og Evrópuþingið. Báð-
ar þessar síðast nefndu stofnanir eiga
undir högg að sækja þegar samskiptin við
ríkisstjórnir aðildarríkjanna eru annars
vegar og því eðlilegir bandamenn. Báðar
stofnanirnar eiga það sammerkt að líta á
sig sem „evrópskar“ stofnanir sem hafi
fyrst og fremst skyldur viö bandalagið
sem heild en ekki „þrönga sérhagsmuni“
einstakra ríkja. Pað er fátt sem bendir til
þess að valdahlutföllin milli þeirra stol'n-
ana sem eru fulltrúar ríkisstjórnanna inn-
an Evrópubandalagsins og þeirra sem eru
fulltrúar frekari evrópskar sameiningar
muni breytast á næstunni.
Þar sem helstu stofnanir Evrópubanda
lagsins ber æ oftar á góma í fjölmiðlum og
menn eiga orðið aukin samskipti viö
bandalagið þá vil ég að síðustu draga
fram nokkur atriði sem rétt er að hafa í
liuga í því sambandi.
72