Réttur


Réttur - 01.04.1989, Page 27

Réttur - 01.04.1989, Page 27
mismunandi „skilaboð“ berast frá Evrópu- bandalaginu eftir því hvort rætt er við fulltrúa frá framkvæmdastjórninni, ráð- herraráðinu eða Evrópuþinginu. Að síðustu er vert að undirstrika það, að þó að í hinum daglegu störfum Evrópu- bandalagsins sé ráðherraráðið vissulega sá aðili sem tekur þær ákvarðanir sem mestu máli skipta fyrir bandalagið, þá er fundur ráðherranna í ráðherraráðinu fyrst og fremst vettvangur þar sem loka- ákvörðun er tekin en undirbúningur að hinum pólitíska þætti ákvörðunartökunn- ar hefur að verulegu leyti farið fram hjá nefnd fastafulltrúanna, en nefndin starfar í reynd sem nokkurs konar verkstjóri fyr- ir ráðið og ákvarðanatöku í bandalaginu sem heild. Öfugt við framkvæmdastjórn- armenn eru fastafulltrúarnir ekki í sviðs- Ijósi fjölmiðla og það er ósjaldan tilhneig- ing hjá ýmsum aðilum utan bandalagsins til að vanmeta eða hreinlega „gleyrna" mikilvægi nefndar fastafulltrúanna í stjórnkerfi bandalagsins vegna þess hve lítið fer fyrir þessari stofnun miðað við aðrar meginstofnanir bandalagsins. Stað- reyndin er engu að síður að hinn „nafn- lausi“ formaður nefndar fastafulltrúanna er ekki síður áhrifamikill þegar kemur að ákvörðunartöku en formaður fram- kvæmdastjórnarinnar. Þó að bæði fasta- fulltrúarnir og framkvæmdastjórnin sinni undirbúningi stefnumótunar sem ráðherra- ráðið þarf svo að taka ákvörðun um þá virðist ráðið hlusta meira á fastafulltrú- ana en framkvæmdastjórnina. Það virðist nokkuð útbreidd skoðun í ráðherraráð- inu að framkvæmdastjórnin sé góð til að sinna ýmis konar faglegri undirbúnings- vinnu en ráðið setur hins vegar traust sitt á fastafulltrúana þegar kemur að póli- tískri úrvinnslu mála þar sem taka verður mið af hagsmunum einstakra aðildar- ríkja. Vegna þess mikilvægis sem nefnd fastafulltrúanna gegnir í stefnumótun og ákvörðunartöku Evrópubandalagsins er eðlilegt að aðilar utan bandalagsins gefi gaum að þessari stofnun í samskiptum sínum við bandalagið. Mikilvægi neitunarvaldsins Að lokum vil ég ítreka það sem ég sagði í upphafi máls míns: Neitunarvald ríkisstjórnanna í ráðherraráðinu tryggir þeim lykilaðstöðu í ákvarðanatöku Evr- ópubandalagsins. Þetta þýðir að þrátt fyr- ir vissa skerðingu á sjálfsákvörðunarrétti aðildarríkjanna þá hefur í reynd ekki svo mjög verið um að ræða tilfærslu á sjálf- stæðu ákvörðunarvaldi frá aðildarríkjun- um til stofnana bandalagsins. Það sem hins vegar hefur gerst er að vegna laga- setningarvalds ráðherraráðsins í málefn- um Evrópubandalagsins hafa þjóðþing aðildarríkjanna glatað valdi til stofnana framkvæmdavaldsins. Evrópubandalagið hefur þannig orðið til að festa ríkisstjórn- irnar enn frekar í sessi sem helsta valda- aðilann í stjórnkerfi aðildarríkjanna. 75

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.