Réttur - 01.04.1989, Blaðsíða 29
Á árinu 1986 voru 16 milljónir manna atvinnulausir í lönduin Evrópubandalagsins.
hækkun launa á íslandi eða að íslenskt at-
vinnulíf muni í vaxandi mæli verða að sjá
af best menntaða vinnuaflinu til annarra
landa.
Til langs tíma ræðst launaþróunin á ís-
landi bæði af almennri hagþróun á íslandi
og af almennri launaþróun í þessum
stækkandi viðskiptaheildum eins og EB.
Hvað íslenska hagþróun varðar tel ég lík-
ur á að bæði í Evrópu og Asíu muni vaxa
fram sterkari og stærri viðskiptaheildir en
við þekkjum nú og að þessar aðstæður
muni geta haft talsverð áhrif á íslenska
þróun. Ég vil þó engu að síður koma með
þá íhaldssömu kenningu að í nálægri
framtíð — sem fyrr — skipti okkur mestu
máli hvernig tii tekst um skipulagningu og
rekstur íslenskra fyrirtækja í íslenskum
sjávarútvegi og íslenskum iðnaði þegar
sainkeppni á sölu-, hráefna- og vinnu-
mörkuðum harðnar. Ef illa tekst til mun
íslensku vinnuafli varla bjóðast atvinna
hjá íslenskum fyrirtækjum en ég hygg að
atvinnutækifærum muni engu að síður
I jölga og launin hækka.
Hvað almenna launaþróun í EB-lönd-
um varðar vil ég litlu spá. Þau stéttarfélög
opinberra starfsmanna sem ég hef upplýs-
ingar frá og starfa innan EB-landa Ijúka
upp einum rómi um að starfsemi þeirra sé
í vaxandi mæli torvelduð af stjórnvöldum
og vinnuveitendum, heildarsamningar
oftar brotnir, ítrekað reynt að. ráðast
gegn hefðbundnum réttindum launa-
manna og stéttarfélaga o.sv.frv. Ég dreg
þetta saman og segi: Ekki er augljóst að
launakjör í stórum bandalögum muni
verða launamönnum á íslendi eftirsókn-
arverð í framtíðinni. En ég vil einnig
bæta hinu við, að margt bendir til að sá
launamunur sem ríkir utan Norðurlanda
falli ekki að íslenskri þjóðfélagsgerð.
2. Hver er staða stéttarfélaga
og kjarasamninga í
stækkandi viðskiptabandalögum
eins og EB?
Starfsemi stéttarfélaga er með talsvert
öðru móti í EB-löndum en við þekkjum.
77