Réttur - 01.04.1989, Síða 30
Hlutfallslega lítill hluti vinnuaflsins er
virkjaður í starfi stéttarfélaga. Og félögin
eru oft bundin við fyrirtæki eða starfs-
greinar og samningar á síðustu árum taka
oftar en ekki aðeins til tiltekins fyrirtækis
eða svæðis.
EB hefur á margan hátt ögrað starf-
semi stéttarfélaganna í aðildarlöndunum.
Evrópusamtök kennara hafa dregið sam-
an eftirfarandi atriði um starfshætti EB í
þessum efnum.
EB hefur reynt:
1 að knýja á um samdrátt í sköttum og
útgjöldum aðildarríkja til að brjóta á
bak mennta-, félags- og heilbrigðiskrefi
í opinberum rekstri og hleypa þar að
einkavæðingu og fjárplógsstarfsemi á
þeim sem minnst mega sín,
2 að takmarka rétt stéttarfélaga til heild-
arkjarasamninga og brjóta þá á bak og
færa samningsgerð til einstaklinga og
fyrirtækja,
3 að takmarka almenn réttindi stéttarfé-
laga og ögra hefðbundnum réttindum
stéttarfélaga (dæmisagan af aðferðum
Flugleiða er beint úr EB-kokkabókum),
4 að ýta undir breytingar á lögum um
stéttarfélög og vinnudeilur til að tak-
marka samningsrétt launamanna og
stéttarfélaga þeirra,
5 að tengja saman aðgerðir stjórnvalda í
aðildarríkjunum og herfræði vinnuveit-
enda í því skyni að draga úr áhrifum
stéttarfélaga og launafólks.
Ef þessi lýsing er sönn, dreg ég þá
ályktun að íslenskum launamönnum sé
nóg að glíma á heimavelli við Vinnuveit-
endasambandið, fjármálaráðherra og
Verslunarráðið. Ég á erfitt með að
ímynda mér að sundurleitri hreyfingu
launamanna Evrópu takist betur að
þjappa sér saman í flóknum fjölþjóðleg-
um slagsmálum við fyrirtæki og hagsmun-
asamtök þeirra, EB, en hverju stéttarfé-
lagi á heimavelli.
3. Munu stéttarfélög í stækkandi
viðskiptaheildum fá tilstyrk
bandalaga til að byggja upp
fjölþjóðleg samtök launafólks?
Svarið við þessari spurningu er senni-
lega neikvætt. Pegar menn gera sér grein
fyrir því að EB er í aðalatriðum bandalag
utan um peningalega og viðskiptalega
hagsmuni fyrirtækja, verður líka ljóst að
ekki er að vænta neins stuðnings frá
stofnunum EB við málefni stéttarfélaga
og allra síst framlög til að skapa jafnræði
milli þeirra og öflugra samtaka fyrir-
tækja.
4. Mun vinnuumhverfi launafólks
og umhverfisvernd batna?
Embættismenn Norðurlandaráðs hafa
ítrekað bent á að reglur EB-landa leyfa
fyrirtækjum mun meira í þessum efnum
er almennt gildir á Norðurlöndum og gott
getur talist. í Rómarsáttmálanum eru
settir vissir lágmarksstaðlar og einstökum
aðildarríkjum leyfist að setja strangari
reglur svo fremi sem þær ganga ekki á
skjön við meginsjónarmið sáttmálans. En
einmitt þessi meginsjónarmið eru t.d. að
ekkert aðildarríki megi setja upp skilyrði
gagnvart atvinnurekstri sem telja má
samkeppnishamlandi. Nú liggur til úr-
skurðar hjá EB hvort ströng umhverf-
isverndarskilyrði í Danmörku teljast sam-
keppnishamlandi fyrir dönsk fyrirtæki í
samkeppni við önnur EB-fyrirtæki.
Dönsku háskólamannasamtökin, AC,
hafa bent BHMR á mikilvægi þess að
Norðurlöndin komi sameigjnlega fram í
umhverfis- og vinnuverndarmálum gagn-
78