Réttur


Réttur - 01.04.1989, Side 31

Réttur - 01.04.1989, Side 31
vart EB-löndum til að knýja EB-löndin til skynsamlegrar stefnu í þessuin efnum. AC telur að Norðurlöndin sameinuð séu e.t.v. eini aðilinn í heiminum sem geti komið vitinu fyrir „þá í Bruxelles“. Pá er norrænt samstarf nokkurs virði! Norrænir embættismenn telja þó þetta vera afar erfitt verkefni og líta svo á að tilraunir til að fá EB til samræmdrar um- hverfisverndarstefnu geti í reynd þýtt að EB taki ávallt mið af því ríki í hverju til- viki sem gerir minnstar kröfur. 5. Verður unnt að tryggja félags- leg markmið eins og fulla atvinnu og félagslegt öryggi? Formleg stefna EB um félagsleg mál- efni er ekki til. En tilraunir EB til að skerða framlög í einstökum aðildarríkj- um til félagslegra mála blasa við. Stað- reyndin er sú, að þrátt fyrir endurtekin og áköf tilmæli Dana, Spánverja og Grikkja hefur ekki tekist að ná neinni samstöðu um stefnumótun EB varðandi atvinnu- öryggi og félagslegt öryggi þeirra sem búa í EB-löndunum. Petta er höfuðstaðreynd málsins hvað sem líður viðræðum milli evrópusamtaka stéttarfélaga og EB. Varla þarf að ítreka í þessu sambandi að EB er fyrst og fremst bandalag um hags- muni fyrirtækja. Fulltrúar stéttarfélaga í EB-löndum hafa fullyrt að það sé stefna EB að halda uppi vissu atvinnuleysi í því skyni að halda niðri launum og kröfum stéttarfé- Iaganna; að áhugi forystu EB standi ekki til að tryggja fulla atvinnu heldur visst stig atvinnuleysis. Fyrir þá sem læstir eru í hugmyndafræði auðsöfnunar í gegnum atvinnuleysi er þá lærdómsríkt að koma til íslands sem er láglaunasvæði en at- vinnuleysi nær óþekkt. Nú eru mál okkar íslendinga hins vegar að breytast í þá veru að við búum bæði við lág laun og vaxandi atvinnuleysi. 6. Mun launafólk fá meiri áhrif á ákvaröanir um hvað verður framleitt og hvernig? og 7. Munu samtök launafólks í hverju einstöku Iandi fá meiri áhrif á samfélagsþróunina? Ég held að hugmyndafræðingar EB myndu segja að áhrif launafólks á það hvað er framleitt og hvernig eigi að tak- markast við innkaupin á stórmörkuðun- um. Framleiðsla efnaiðnaðarins á alls kyns eiturgufum er yfirleitt ekki til sölu en minnir okkur á skyldu stéttarfélaganna til að láta sig varða hvernig framleitt er. Ég vil líka trúa því að launamenn Evrópu séu friðarsinnar og láti sig nú meiru varða hvað er framleitt. Okkur á ekki að gilda einu hvort við vinnum við matvæla- eða vopnaframleiðslu. Áhrif launamanna á samfélagsákvarð- anir, eins og t.d. áhrif á stjórnvöld um húsnæðislánakerfi til að auka möguleika þeirra sem minna mega sín að afla eigin húsnæðis, eiga lítið upp á pallborðið í EB. Þar ræður markaðsstefnan og stefn- an að draga almennt úr ríkisumsvifum. Með því að færa æ fleiri ákvarðanir frá einstökum aðildarríkjum til EB dregur úr möguleikum launamannahreyfingar í hverju landi að hafa áhrif á þróun samfé- lagsins. 8. Mun sjálfsforræði þjóöa standa óhaggað? Stórfyrirtæki og voldugar peninga- stofnanir hafa meiri völd í stækkandi við- skiptaheildum en við þekkjum í okkar 79

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.