Réttur


Réttur - 01.04.1989, Page 35

Réttur - 01.04.1989, Page 35
um er látið það eftir að ákvarða aðra hvora af þessum lykilstærðum efnahags- lífsins. Það er jafnframt rétt að geta þess, að umrædd hagstjórnartæki, gengi og vextir, renna einatt úr höndum stjórnvalda, áður en fjármagnshreyfingar verða fyllilega óheftar. Fjármagnssteymið til og frá út- löndum þarf einungis að vera nægilega greitt til þess, að óskir ríkisstjórna um vexti innanlands og gengi gjaldmiðla sinna verði marklitlar. í þessu felast ein- mitt hinir sífelldu alþjóðlegu gjaldeyris- kvillar, sem alltaf eru í fréttum og fjár- málaráðherrar og seðlabankastjórar hinna vestrænu iðnríkja þinga um án afláts. 3. Óheftar fjármagnshreyfingar og efnahagsþróun Óheftar fjármagnshreyfingar munu hafa áhrif bæði á lánveitingar og lántök- ur. Fjölmargir aðilar ráðstafa fjármagni hér á landi. Þeirra á meðal má nefna (a) lífeyrissjóði, (b) fjárfestingarsjóði, (c) banka, (d) fyrirtæki og (e) einstaklinga. Sömu aðilar eru lántakendur. í ákvörð- unum sínum taka allir þessir aðilar meira eða minna tillit til þeirrar ávöxtunar og áhættu, sem lánveitingum fylgir, og þeirra lánakjara, sem bjóðast. Verði tekið upp skipulag frjálsra fjár- magnshreyfinga hér á landi, munu allir þessir aðilar því eflaust breyta núverandi atferli sínu. Stóra spurningin er hins vegar: Hvernig? Einfalda svarið er, að séu vextir hærri innanlands en erlendis, muni lántakendur sækja lánsfé til útlanda. Þar með verði fjármagnsstreymi til landsins, sem linni ekki fyrr en vextir innanlands hafi fallið niður f heimsmarkaðsvexti. Það hljóti þeir hins vegar að gera, vegna þess að innlendir sparendur muni ekki geta kom- ið fé sínu út á vöxtum yfir heimsmarkaðs- vöxtum. Séu vextir innanlands á hinn bóginn undir heimsmarkaðsvöxtum, muni innlendir lánveitendur hins vegar lána fé sitt til útlanda. Innlent lánsfé verði því ekki fáanlegt fyrr en innanlandsvextir hafi hækkað upp í heimsvexti. Af þessum ástæðum muni vextir hér á landi einfald- lega verða jafnir heimsmarkaðsvöxtum og ekki verða umtalsvert fjárstreymi til eða frá landinu. Þetta svar tekur hins vegar ekki tillit til nokkurra mikilvægra þátta. I fyrsta lagi geta nafnvextir verið mjög breytilegir milli Ianda, einkum vegna mis- munandi verðbólgustigs, þó að raunvextir ættu að öðru jöfnu að vera eins. I öðru lagi getur mismunandi skattaleg meðhöndlun fjármagnstekna og -gjalda skapað mismun á vöxtum í mismunandi löndum þrátt fyrir óheftar fjármagns- hreyfingar. í þriðja lagi getur mismunandi áhætta við lánveitingar ráðið miklu um vexti. Af þessari ástæðu er t.d. líklegt, að erlendir og innlendir aðilar verði ekki reiðubúnir að lána íslenskum fyrirtækjum nema fyrir nokkru hærra endurgjald en traust fyrir- ta;ki búa við á alþjóðlegum markaði. I fjórða Iagi geta lögþvingaður sparn- aður og lánveitingar (sbr. fjárfestingar- sjóði og lífeyrissjóði) haft mikil áhrif á meðalvexti.1 Hvort upptaka óheftra fjármagnshreyf- inga muni leiða til nettóinnstreymis eða útstreymis fjármagns hér á landi, er því ýmsu háð. Sé gert ráð fyrir því, að ríkis- ábyrgðir á lántökum séu ekki auknar, sýnist líklegt, að þeir raunvextir, sem boðnir yrðu hér, þyrftu að vera talsvert hærri en traust fyrirtæki erlendis borga til þess að fjárstreymi yrði inn í landið. Þetta 83

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.