Réttur - 01.04.1989, Qupperneq 36
stafar einfaldlega af því, að innlendir
lántakendur (aðallega fyrirtæki) eru stór-
um ótryggari greiðendur en traust, erlend
fyrirtæki. Við ríkjandi aðstæður á erlend-
um fjármagnsmörkuðum er þess því ekki
að vænta, að óheftar fjármagnshreyfingar
muni leiða til lægri raunvaxta. Þvert á
móti.2
Nú virðist ekki um auðugan fjárfesting-
argarð að gresja á Islandi. Af því leiðir,
að ekki verður unnt að halda hér til
lengdar uppi jafnháum eða hærri raun-
vöxtum en tíðkast í Evrópu eða Amer-
íku. Talsmenn atvinnuveganna hafa
fullyrt, að fyrirtæki hér á landi geti ekki
greitt slíka vexti. Séu fjármagnshreyfing-
ar óheftar, er því tvennt til. Annaðhvort
verður að skerða raunlaun hér á landi
verulega, t.d. með gengisfellingum, eða
verulegt fjármagnssteymi verður úr land-
inu. Þegar til lengri tíma er litið, eru efna-
hagslegar afleiðingar hvort tveggja svip-
aðar.
Sé reynt að halda jafnvægi í fjármagns-
streymi með kjaraskerðingum, munu Is-
lendingar vafalaust flytjast frá landinu í
stórum stíl og fæðingatíðni lækka. Efna-
hagsþróun síðustu áratuga sýnir glögg-
lega, að þessir tveir lykilþættir fólksfjölda-
þróunar hér á landi eru næmir fyrir lífs-
kjörum. Verði á hinn bóginn verulegt
fjármagnssteymi frá landinu, munu fjár-
festingar innanlands dragast saman og ís-
lensku atvinnulífi mun hnigna. Þá verður
ekki unnt að halda uppi þeim lífskjörum,
sem þjóðin hefur vanist og bjóðast er-
lendis. Al eiðingarnar yrðu svipaðar og
áður. Fólkið mun flytja frá landinu.
Að því er varðar efnahagslegar af-
leiðingar óheftra fjármagnsflutninga, get-
um við dregið lærdóm af reynslu land-
svæða, sem um margt eru áþekk íslandi
að náttúrugæðum. Má þar t.d. nefna
84
Norður-Noreg, Norður-Skotland og aust-
urströnd Kanada. Efnahagsleg staða
þessara landsvæða innan sinna þjóðlanda
er afar veik og ekki svipur hjá sjón, mið-
að við það, sem áður var. Fáir íslendingar
mundu vilja skipta á sætum við íbúa þess-
ara héraða.
Vert er að taka það fram, að þessi '
framtíð þarf ekki að þýða það, að íslend-
ingar nútímans beri skarðan hlut frá
borði, ef tekið verður upp skipulag óheftra
fjármagnshreyfinga hér á landi. Sú skipu-
lagsbreyting leiðir eflaust til betri ávöxt-
unarmöguleika en nú bjóðast og því hags-
bótar fyrir eigendur fjármagns, a.m.k.
þegar til skamms tíma er litið. Samkvæmt
ofansögðu þýðir skipulag óheftra fjár-
magnsflutninga á hinn bóginn, að ísland
framtíðarinnar verður verulega frabmgð-
ið því, sem við þekkjum, og sennilega
miklu fámennara og fátækara en flestir Is-
lendingar gera ráð fyrir.
SKÝRINGAR:
1 l’ess er þó að geta, að slík skipan brýtur alger-
lega í bága við meginröksemdirnar fyrir óheftum
fjármagnshrevfingum yfirleitt.
2 I Bandaríkjunum eru raunvextir til traustustu
fvrirtækjanna nú um 6-7%. Dæmigerð fyrirtæki
hér yrðu vafalaust að greiöa 10-12% raunvexti
fyrir lánsfé þar. Svipaða sögu má segja um
breska peningamarkaðinn.
(Flutt á stofnfundi Fræðslusamtaka um
Islarid og Evrópubandalagið 7. júní
1989).
1