Réttur


Réttur - 01.04.1989, Qupperneq 38

Réttur - 01.04.1989, Qupperneq 38
in 12 myndi einn sameiginlegan innri markað í lok ársins 1992, mun leiða til þess að Evrópa þessara 12 landa verður eitt svæði án landamæra, þar sem við- skipti með vörur og þjónustu verða hindr- unarlaus, fjármagn streymir óhindrað á milli landa, og þar mun fólk geta ferðast, búið og starfað þar sem það vill. Gert er ráð fyrir að myndun hins frjálsa markaðar sé forsenda enn frekara samstarfs á sviði efnahags- og stjórnmála. í upphafi þessa árs hófust svo könnunarviðræður milli Evrópubandalagsins og EFTA-þjóðanna um frekari samstarfsmöguleika sem leitt gætu til evrópsks efnahagssvæðis sem kallað er á ensku „European Economic Space“. Yið verðum að fylgjast með Fyrir litla þjóð eins og íslendinga, sem byggir alla afkomu sína á öflugri utanrík- isverslun, getur þessi breyting í stjórn- mála- og viðskiptalegu umhverfi þjóðar- innar haft veruleg áhrif á þróun viðskipta- og atvinnumála. Fví er nauðsynlegt, bæði fyrir íslensku þjóðina og alla aðila í ís- lenskum sjávarútvegi, að fylgjast mjög náið með þessum breytingum og að við reynum að skilgreina og sjá fyrir hvaða áhrif þær hafa á samkeppnisstöðu ís- lensks sjávarútvegs. Það hlýtur að vera öllum ljóst, sem fylgjast með gangi þessara mála, að ís- lendingum er það lífsnauðsynlegt að vera þátttakendur í þeirri þróun sem á sér stað í heiminum umhverfis okkur. Við verð- um hins vegar að gera okkur grein fyrir sérstöðu okkar og þeim þáttum sem við verðum að leggja áherslu á, í viðræðum við aðila eins og Evrópubandalagið, hvort sem það á sér stað í hópi EFTA- þjóða eða í tvíhliða viðræðum. Grundvallarhugsjónin bak við aukið samstarf þjóða byggist fyrst og fremst á þeirri hugmyndafræði, að með fullu frelsi á samskiptum þjóða í viðskiptum með vörur, þjónustu og fjármagn, ásamt flutn- ingum á fólki, muni með tíð og tíma leiða til þess að hver þjóð, hvert land og hvert svæði, sérhæfi sig á því sviði sem því er hagkvæmast að starfa á, á hverjum tíma. Hugmyndafræðin um eðlilega verkaskipt- ingu þjóða er ekki ný af nálinni og það er sú grundvallarhugsun sem liggur að baki þeirri þróun sem á sér stað innan Evrópu- bandalagsins og er drifkrafturinn í við- ræðum EFTA-landanna við Evrópu- bandalagið. Nær frelsið eingöngu til iðnaðarvara? Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir því, að í þeirri umræðu sem nú á sér stað er fyrst og fremst verið að tala um frelsi í viðskiptum með iðnaðarvörur. Þessi grundvallarstaðreynd er sá blákaldi veruleiki sem við verðum að horfast í augu við. Evrópubandalagið vill að í þeim viðræðum sem nú hafa átt sér stað, að landbúnaðarvörur og sjávarafurðir verði undanskildar og um þær verði sam- ið sérstaklega. Islendingar náðu mjög merkum áfanga í mars sl., þegar EFTA-þjóðirnar féllust á þau sjónarmið, að viðskipti með sjávaraf- urðir skyldu vera frjáls milli EFTA-land- anna. Það er þó rétt að minna á það að frumforsenda frelsis í viðskiptum milli þjóða, er ekki aðeins niðurfelling á toll- * um og viðskiptahindrunum, heldur einnig að aflagðir verði allir opinberir styrkir til atvinnugreinarinnar. f>ó við höfum hér unnið veigamikinn sigur í hugmynda- fræðilegri baráttu okkar, er ég ekki farinn að sjá ennþá hvernig þessi fríverslun 86 j

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.