Réttur


Réttur - 01.04.1989, Side 39

Réttur - 01.04.1989, Side 39
Frá fiskiþingi. verður framkvæmd, þegar litið er til nú- verandi styrkjakerfis í sjávarútvegi Norðmanna, og reyndar sjávarútvegi annarra EFTA-þjóða. EFTA-þjóðirnar hafa sett fram þá skoðun í viðræðum sín- um við Evrópubandalagið að viðskipti með sjávarafurðir skuli vera frjáls. Evr- ópubandalagið hefur svarað því til að það sé ekki reiðubúið til að breyta sameigin- legri sjávarútvegsstefnu sinni. Þeir hafa á þann hátt undirstrikað, að þó þeir séu reiðubúnir í viðræður við EFTA-löndin, og reyndar við aðrar þjóðir um aukna fríverslun með iðnaðarvörur, ætli þeir að viðhalda þeim tollamúrum sem umlykja Evrópubandalagið og styrkjakerfinu á sviði landbúnaðar- og sjávarútvegsmála og aðskilja umræðuna um þessa mála- flokka í sérstökum viðræðum. Þetta er sá raunveruleiki sem við okkur blasir og jafnframt þær hindranir sem ryðja verður úr vegi. Sérstaða íslendinga Hin sameiginlega sjávarútvegsstefna Evrópubandalagsins virkar í reynd eins og hin sameiginlega landbúnaðarstefna bandalagsins þar sem bandalagið er girt með tollamúrum til að hindra samkeppni utan frá og er hún notuð sem tæki til þess að beina miklum styrkjum til sjávarút- vegs innan bandalagsins. í umræðunni við Evrópubandalagið um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál hefur komið fram að ekki gilda sömu rök og í viðskiptum með aðrar vörur. Þessi stefnumörkum EB er í 87

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.