Réttur - 01.04.1989, Page 43
fiskur er tollaður 3,7%. Með tilliti til þess
hve markaðurinn fyrir ferskan óunninn
fisk gefur mikið hærra verð fyrir fiskinn,
er ljóst að samkeppnisstaða íslensku fisk-
vinnslunnar um hráefni skerðist verulega,
þar sem hún getur ekki keppt á jafnréttis-
grundvelli á mörkuðum sem vilja t.d.
fersk, unnin flök.
Sérstaða okkar íslendinga er mjög mik-
il hvað varðar viðskipti með fisk. Við ís-
lendingar erum sjálfstæð þjóð án beins
ríkjasambands við aðra stærri aðila og
þurfum því að byggja eingöngu á því sem
við getum aflað á hverjum tíma og getum
ekki gert ráð fyrir styrkjum frá öðrum
löndum eða ríkjasamsteypum þegar illa
gengur. Þannig voru t.d. árið 1987 sjávar-
afurðir 78% af vöruútflutningi okkar ís-
lendinga en aðeins 2 til 6% hjá helstu
samkeppnisþjóðum okkar á þessu sviði,
Noregi og Kanada. Það er því ljóst að ytri
skilyrði, svo sem tollar og styrkir til sam-
keppnisaðila, hafa mikil áhrif á það
hvernig samkeppnisstaða okkar er á
hverjum tíma. Það er rétt að sífelldar
styrkveitingar, munu til lengri tíma eyði-
leggja fyrirtæki og atvinnugreinar,
samanber í Noregi, en það tekur alltaf
langan tíma og það getur á meðan eyði-
lagt mjög mikið fyrir þeim, sem ekki
njóta sömu styrkja.
Hverjir eru kostir Islendinga?
Við hljótum því í ljósi þeirra viðræðna
sem nú eiga sér stað milli EFTA-ríkjanna
og Evrópubandalagsins að spyrja okkur
hvaða kosti íslendingar hafi á næstu
árum.
Við höfum að sjálfsögðu þann mögu-
leika að gera ekki neitt og fylgjast aðeins
með úr fjarlægð, þeirri þróun sem á sér
stað allt í kringum okkur.
■ í öðru lagi getum við án þátttöku í við-
ræðum, aðlagað okkur þeim breyting-
um sem eiga sér stað innan Evrópu-
bandalagsins, til að auðvelda okkur
samskiptin við það í framtíðinni.
■ í þriðja lagi getum við tekið virkan
þátt í þeim viðræðum, sem nú fara
fram og séð með öðrum þjóðum
hversu langt er hægt að komast í auknu
viðskiptafrelsi í þessum viðræðum.
■ í fjórða lagi getum við farið í tvíhliða
viðræður við Evrópubandalagið um
sjávarútvegsmál sérstaklega.
■ í fimmta lagi getum við ákveðið að
sækja um aðild að Evrópubandalag-
inu.
■ Að lokum verðum við að gæta vel að
því, hver þróunin verður á fleiri stöð-
um en í Evrópubandalaginu, t.d. með
tilliti til þeirra breytinga sem eiga sér
stað á okkar mikilvægu mörkuðum í
Ameríku og Japan.
Það er persónuleg skoðun mín, að við
eigum að taka virkan þátt í þeim viðræð-
um sem nú eiga sér stað milli EFTA og
Evrópubandalagsins, en við verðum að
gera okkur fulla grein fyrir því, að þar er
verið að tala um iðnaðarvörur og fyrstu
viðbrögð Evrópubandalagsins við kröfu
EFTA-landanna um fríverslun með fisk,
er að benda á sameiginlega fiskveiði-
stefnu bandalagsins og segja að um sjávar-
útvegsmál þurfi að semja sérstaklega.
Þörf er á viðbótarsamkomulagi
við EB
Til Evrópubandalagsins fór árið 1988,
59% af vöruútflutningi íslendinga og
61% af útfluttum sjávarafurðum. Pað er
því mjög mikilvægt fyrir okkur að ná við-
bótarsamkomulagi við bandalagið um
sjávarútvegsmál. Par er ekki einungis
nauðsynlegt að ræða um tolla, heldur
91