Réttur


Réttur - 01.04.1989, Qupperneq 45

Réttur - 01.04.1989, Qupperneq 45
„Frelsið“ hjá EB snýst um frelsi í viðskiptum með iðnaðarvörur. EB vill að landbúnaðarvörur og sjávarafurðir verði undanskildar og um þær samið sérstaklega. ar sem verða á samskiptum íslensks sjá- varútvegs og Evrópubandalagsins, við til- komu innri markaðarins 1992. Ég hef hins vegar valið þann kostinn, að leggja megináherslu á sérstöðu íslendinga í þessum viðræðum við Evrópubandalagið, þar sem hugmyndafræðin og umræðan snýst fyrst og fremst um iðnaðarvörur. Það er rétt að ítreka þessa sérstöðu okkar, vegna þeirrar umræðu sem fram- undan er á vettvangi innlendra stjórn- mála, í þeim tilgangi að menn gleymi ekki þessu grundvallaratriði í hafsjó frelsisum- ræðu um allt nema sjávarafurðir. Fimmta frelsið Það er sannfæring mín, að ýmsar ná- grannaþjóðir okkar hafa skilning á sér- stöðu okkar og gera sér grein fyrir því, að vilji menn búa hér norður í hafi, verða menn að geta búið fólkinu viðunandi lífs- skilyrði. Að þeir geri sér betur og betur grein fyrir því að til þess að íslendingar geti verið virkir þátttakendur í auknu samstarfi Evrópuþjóða duga ekki frelsin fjögur, heldur verða þau að vera fimm. í viðbót við frelsi í viðskiptum með vöru og þjónustu, fjármagnsstreymi og fólksflutn- inga, verður frelsi með sjávarafurðir að bætast við. Ég treysti því að sú mikla vinna, sem ráðamenn þjóðarinnar hafa lagt í til að kynna málstað okkar á undanförnum árum, muni bera árangur og innan ekki of langs tíma munum við hafa fundið viðun- andi lausn á samskiptum okkar við Evrópu- bandalagið á sviði viðskipta með sjávar- afurðir. (Ræða, örlítið stytt, flutt á fiskiþingi 30. okt. 1989). 93

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.