Réttur - 01.04.1989, Qupperneq 47
• Framsókn hýsir fæsta fylgjend-
ur aðildar að EB. Aðeins 27%
töldu aðild æskilega, en 29% á
móti.
Norræna efnahags-
áætlunin
Það eru ekki bara lönd EB sem
búa sig undir innri markaðinn
1992. Bæði innan EFTA og í nor-
rænu samstarfi eru þessi mál tek-
in upp. Eitt nýjasta dæmið um
þetta er norræna efnahagsáætl-
unin fyrir árin 1989-1992, sem
nýlega var samþykkt af fjármála-
ráðherrum Norðurlanda. Þessi
áætlun hefur nú öðlast aukið vægi
í íslenskri pólitík og efnahagsmál-
um, því til hennar er vitnað i sam-
þykkt ríkisstjórnarinnar um stefn-
una í vaxta- og peningamálum.
Þegar gengið var frá kaflanum
um fjármagnsmarkað í norrænu
efnahagsáætluninni, var settur inn
almennur fyrirvari varðandi Island.
í áætluninni er gert ráð fyrir að
Norðurlöndin muni „að lágmarki
gera eftirfarandi fjármagnsvið-
skipti frjáls:
■ Kaup á erlendum hlutabréfum,
skráðum sem óskráðum, þar
með talin skírteini gefin út af
verðbréfasjóðum, sem fjárfesta
í hlutabréfum.
■ Kaup útlendinga á innlendum
hlutabréfum, skráðum og
óskráðum, þar með talin skír-
teini gefin út af verðbréfa-
sjóðum, sem hafa fjárfest í
hlutabréfum.
■ Kaup á fasteignum erlendis.
■ Lántökur innlendra fyrirtækja í
erlendri mynt til lengri tíma en
eins árs.
■ Lánveitingar í innlendri og er-
lendri mynt til eins árs eða
skemur vegna innflutnings og
útflutnings.
■ Lánveitingar gjaldeyrisbanka í
erlendri mynt til útlendinga.
■ Heimild fyrirtækja til að eiga
innstæður á erlendum bankar-
eikningum í takmarkaðan tíma
í tengslum við eignamyndun
erlendis."
Jafnframt þessu er gert ráð fyrir
að fyrir 1990 muni metið hvort út-
víkka eigi skyldur til aukins frjáls-
ræðis á þessu sviði.
(Már Guðmundsson,
á ráðstefnu AB
í febrúar 1989)
95