Fréttablaðið - 05.03.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 05.03.2009, Síða 6
6 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR Nú er frost á fróni Týr skíðajakki nú 6.500 kr. Barnakuldagalli nú 9.000 kr. Ert þú sátt(ur) við ferðir forseta Íslands með þotum í eigu eða leigu íslenskra fyrirtækja? Já 28% Nei 72% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú vinstri stjórn eftir kosn- ingar? Segðu skoðun þína á visir.is ATVINNA Reykjavíkurborg mun ráða yfir 4.100 manns í sumar- störf í ár. Þetta tilkynnti borgar- stjóri, Hanna Birna Kristjáns- dóttir, á borgarstjórnarfundi á þriðjudag. Flestir munu starfa hjá Vinnuskóla Reykjavíkur, eða um 2.900 manns. Þá verða 860 ráðnir til afleysinga á fagsvið- um borgarinnar, flestir, 414, hjá umhverfis- og samgöngusviði. Samkvæmt fjárhagsáætlun fara 96 milljónir til að skapa um 400 sumarstörf. Um 46 millj- ónir eru eyrnamerktar ákveðn- um verkefnum en samráðsnefnd um sumarstörf ákveður hvernig afganginum verður varið. - kóp Reykjavíkurborg ræður fólk: Yfir 4.100 ráðn- ir í sumarstörf EFNAHAGSMÁL Í niðurstöðum draga að ályktun endurreisnarnefnd- ar Sjálfstæðisflokksins um sam- keppnismál segir að ganga eigi til samninga við Evrópusam- bandið um gjaldeyrismál „sem tryggi Íslendingum aðild að evr- ópsku myntsamstarfi sem fyrst“. Krónan, ein á báti, skapi ekki þá umgjörð um efnahagslífið sem það þarfnast. Drögin voru skrifuð af Ólafi Ísleifssyni hagfræðingi, að beiðni Sjálfstæðisflokksins. „Engin von er til þess að efna- hags- og atvinnulíf landsmanna nái að eflast og dafna til hags- bóta fyrir almenning nema fyr- irtæki og heimili búi við gjald- miðil sem tækur er í alþjóðlegum viðskiptum,“ segir í drögunum og ljóst er að ekki er verið að ræða um íslensku krónuna sem tæka í alþjóðlegum viðskiptum. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist fyrirfram ekki halda að það sé vilji til þess innan Sjálfstæðis- flokksins að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Því telur hann ekki líklegt að drögin verði sam- þykkt eins og þau standa. „Ég er sammála því að það þarf að marka skýra framtíðarstefnu í peninga- og gjaldmiðilsmálum,“ segir Sigurður Kári. Íslenska krónan hefur reynst okkur fjöt- ur um fót. Í slíkri framtíðarstefnu eigi þó ekki að felast aðild að Evr- ópusambandinu. „Evran blasir við sem framtíð- argjaldmiðill um farveg umsókn- ar að Evrópusambandinu,“ segir í drögum endurreisnarnefndar- innar, en hún verði ekki tekin upp nema í góðri sátt við Evrópusam- bandið. Þar er því einhliða upptöku annarrar myntar hafnað. „Það liggur fyrir að ef við stönd- um fyrir utan Evrópusambandið þurfum við að finna lausn á okkar peningastefnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks. Hann lofar starf end- urreisnarnefndarinnar, segir hana ferskan andblæ og það sem fram hafi komið málefnalegt. „Varð- andi einstaka þætti þá eru það mál sem menn munu fara yfir. Það er mikilvægt að öll sjónarmið fái að koma fram, en ekki er búið að taka afstöðu til þeirra,“ segir hann. Líkt og Evrópuumræðan hafi styrkt flokkinn þá eigi sjálfstæðisfólk að fara yfir gjaldmiðlamál og vera óhrætt við að velta upp hugmynd- um. svanborg@frettabladid.is Endurreisnarnefnd segir evru framtíðina Evran blasir við sem framtíðargjaldmiðill, segir í drögum að ályktun endur- reisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins um samkeppnishæfni. EVRUR Í STAÐ KRÓNA Efnahags- og atvinnulíf nær ekki að eflast og dafna með íslensku krónunni, segir í drögum að ályktun um samkeppnismál frá endurreisnar- nefnd Sjálfstæðisflokksins. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON SJÁVARÚTVEGUR Ægi Páli Friðberts- syni framkvæmdastjóra og Bald- vini Johnsen fjárreiðustjóra Ísfé- lagsins í Vestmannaeyjum hefur verið vikið úr starfi. Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi í fyrra- kvöld. Í fréttatilkynningu fyrirtæk- isins segir að ástæðan sé að þeir hafi farið út fyrir heimildir sínar í störfum sínum þegar þeir gerðu afleiðusamninga við íslenska banka en fyrirtækið hefur orðið fyrir hundruð milljóna tapi vegna þeirra. Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson stjórnarformaður gagn- rýndi störf tvímenninganna á mbl. is í gær og sagði það reyndar ekk- ert óeðlilegt að útflutningsfyrir- tæki gerði slíka samninga til að tryggja sig gegn gengistapi en þeir sem þarna voru gerðir hafi verið langt umfram það sem eðlilegt geti talist. Hann telur þó ekki að um glæpsamlegt athæfi hafi verið að ræða né að tvímenningarnir hafi ætlað að græða persónulega með samningunum. „Okkar starf er að veiða, vinna og selja fisk og það er því annarra að reyna að hagnast á fjármálabraski,” sagði hann enn- fremur. Hörður Óskarsson fjármála- stjóri vildi ekki tjá sig um málið frekar en Þórarinn Sigurðsson stjórnarmaður. Ekki náðist í Ægi Pál, Gunnlaug Sævar né Guð- björgu M. Matthíasdóttur sem sæti á í stjórninni. -jse Framkvæmdastjóri og fjárreiðustjóri Ísfélagsins reknir vegna samninga við banka: Ollu tapi upp á hundruð milljóna ÆGIR PÁLL FRIÐBERTSSON Ægir varð framkvæmdastjóri 2001, skömmu eftir bruna hjá Ísfélaginu í desember 2000. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON LÖGREGLUMÁL Þrír svartklæddir og grímuklæddir menn skvettu grænum vökva yfir fulltrúa orku- fyrirtækja á Háskólatorgi í dag og hlupu síðan á braut. Orkufyrirtækin Landsvirkjun, Nýorka, Geysir Green Energy og Metan voru að kynna starfsemi sína á torginu þegar mennina bar að. Kynningin var hluti af svoköll- uðum Grænum dögum sem Gaia - félag meistaranema í umhverf- is- og auðlindafræðum stendur að í samstarfi við aðra. Með þeim á að vekja nemendur og starfsfólk skólans til vitundar um vistvæna neyslu og endurvinnslu, að því er segir á heimasíðu Gaia. Guðmundur R. Jónsson, fram- kvæmdastjóri fjármála og rekst- urs við HÍ, segist hafa rökstudd- an grun um úr hvaða hópi fólkið kom. Hann segir fólk í skólanum vera miður sín yfir atvikinu. „Mér finnst þetta nú ósköp aumt þegar menn eru að mótmæla einhverju að vera grímuklæddur og þora ekki að sína andlit sitt. Svo er bara hlaupið í burtu og ekki gengist við neinu.“ Hann segir að starfsmaður háskólans hafi stöðvað einn hinna grímuklæddu, en verið truflað- ur af einum áhorfanda þannig að sá grímuklæddi slapp. Lögreglan hefur málið til rannsóknar. Ekki er vitað hvað fólkinu gekk til þar sem engin yfirlýsing hefur borist vegna aðgerðarinnar. - kóp Súrmjólk slett yfir fulltrúa orkufyrirtækjanna á grænum dögum í Háskólanum: Græn orka fékk grænar slettur SÚRMJÓLK Í HÁDEGINU Grænum vökva, sem lögreglan telur vera súrmjólk með matarlit, var slett yfir fulltrúa orkufyrtækja í Háskóla Íslands í hádeginu í gær. MYND/GUNNAR GUNNARSSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.