Fréttablaðið - 05.03.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 05.03.2009, Síða 10
10 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR Guðbergur Egill Eyjólfsson gefur kost á sér í 2. til 3. sæti á lista Vinstri grænna í Norðausturkjör- dæmi. Grímur Atlason gefur kost á sér í 1. til 2. sæti á lista Vinstri grænna í Norðvestur- kjördæmi. Karólína Einarsdóttir gefur kost á sér í 3. til 4. sæti á lista Vinstri grænna í Suð- vesturkjördæmi. Andrés Magnússon gefur kost á sér í prófkjöri Vinstri grænna í Suðvestur- kjördæmi. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR Rósa Guðbjarts- dóttir gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón Magnússon gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ármanns Kr. Ólafs- son gefur kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Suðvestur- kjördæmi. ERLENTP ÓFKJÖR PRÓFKJÖR FRAMSÓKNARFLOKKUR Bernharð Arnarson sækist eftir 5. til 8. sæti á lista Fram- sóknarflokksins í Norðausturkjör- dæmi. Styrmir Þorgilsson sækist eftir 2. til 4. sæti á lista Fram- sóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bryndís Bjarnarson býður sig fram í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. VINSTRI GRÆN Einar Ólafsson gefur kost á sér í 5. til 6. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvestur- kjördæmi. STJÓRNMÁL Borgarahreyfingin – þjóðin á þing ætlar að bjóða sig fram til Alþingis í öllum kjördæmum undir listabókstafnum O. Hreyfingin óskar eftir því að þeir hafi samband sem tilbúnir eru að taka sæti á listum. Forsvarsmennirnir vilja félagshyggjustjórn og útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn við hugsanlegar stjórnar - myndunarviðræður í vor. B orga ra h rey f i ng i n hélt blaðamannafund í Iðnó í gær þar sem stefna framboðsins var kynnt. Hreyfingin hefur eina meginreglu að leiðarljósi, sem er að færa völdin frá flokksræði til lýðræðis. Meðal þess sem fram kom á fundinum er að meðlimir Borg- arahreyfingarinnar vilja að eign- ir efnamanna sem grunaðir eru um fjármálamisferli séu frystar strax, að þjóðareign yfir auðlind- um verði tryggð og að fimm pró- senta þröskuldurinn svokallaði verði afnuminn. Þá vill Borgarahreyfingin að landsmenn semji sína eigin stjórn- arskrá. Það verði best gert með því að velja fulltrúa á stjórnlagaþing með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Borgarahreyfingin stefnir að því að leggja sjálfa sig niður þegar markmið hennar hafa náðst eða ef ljóst verður að þau muni ekki nást. - sh Borgarahreyfingin stefnir á framboð til Alþingis í öllum kjördæmum: Útilokar samstarf við D-lista PALESTÍNA, AP Hillary Clinton, dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, sakar Ísraela um að torvelda friðarviðræður við Palestínumenn með því að eyðileggja íbúðarhús Palestínumanna í Jerúsalem. Hún hitti í gær Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórnar, í bænum Ramallah á Vesturbakk- anum og lýsti eindregnum stuðn- ingi sínum við hann. Hún sagði stjórn Fatah-samtakanna, sem Abbas er í forsvari fyrir, „hina einu lögmætu stjórn Palestínu- manna“, en minntist ekki orði á Hamas-samtökin sem unnu kosn- ingasigur fyrir tveimur árum og mynduðu ríkisstjórn, sem síðan hraktist frá völdum í átökum við Fatah-samtökin. Að fundi þeirra Abbas loknum sagðist Clinton ætla að vinna af fullum krafti að lausn á hinum langvarandi deilumálum Ísraela og Palestínumanna. Stuttu áður höfðu ísraelsk stjórnvöld skýrt frá því að fimm íbúðarblokkir Palestínumanna í austanverðri Jerúsalem verði jafnaðar við jörðu. Ljóst þykir að húsin séu rifin til þess að styrkja yfirráð Ísraela yfir þessum hluta borgarinnar, sem Palestínumenn vilja að verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra. Í vikunni hitti Clinton einnig ísraelska ráðamenn, þar á meðal Shimon Peres forseta og Benjamin Netanjahu, sem væntanlega verð- ur orðinn forsætisráðherra Ísraels innan fárra vikna. - gb Hillary Clinton lýsir stuðningi við Palestínustjórn Fatah-samtakanna: Gagnrýnir framferði Ísraels CLINTON OG ABBAS Clinton lýsti yfir ein- dregnum stuðningi við Palestínustjórn Fatah-samtakanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRAMBOÐIÐ KYNNT Herbert Sveinbjörnsson, þriðji frá vinstri, er formaður hreyfing- ar innar, og Birgitta Jónsdóttir, önnur frá vinstri, er varaformaður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓTBLAK Þó Brasilíumenn séu annálaðir fótboltaiðkendur láta sumir sér ekki nægja árangur í þeirri íþrótt. Þessir kappar skemmtu sér í því sem kalla mætti fótblak á ströndinni við Rio de Janeiro og sýndu mikil tilþrif. NORDICPHOTOS/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.