Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 05.03.2009, Qupperneq 12
 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR Opið 10–18 virka daga Opið 12–16 laugardaga www heklanotadirbilar is HUGSAÐU HLÝTT TIL FYRRI EIGENDA Styrkleikar Mitsubishi Outlander eru afgerandi. Hann hefur mestu veghæð í sínum flokki, stærsta farangursrýmið, fullkomið fjórhjóladrif og frábæra aksturseiginleika. Komdu og skoðaðu næstum nýjan Outlander, kraftmikinn og vel búinn sportjeppa frá Mitsubishi. HEKLA NOTAÐIR BÍLAR KLETTHÁLSI Dæmi úr söluskrá Mitsubishi Outlander Intense, árgerð 2008, ekinn 5.000 km. Sjálfskiptur, bensín. Verð: 4.280.000 kr. Demparar Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is FERSKT EINFALT & ÞÆGILEGT PANTAÐU SÓMA VEISLUBAKKA *F rí h ei m se nd in g gi ld ir a ðe in s ef p an ta ði r er u 4 eð a fle ir i b ak ka r. Pantaðu í síma 565 6000eða á www.somi.isFrí heimsending* Eins og Fréttablaðið upplýsti í vikunni hefur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flogið alls níu sinnum milli landa með þotum eða flugvélum sem ekki voru í reglubundnu áætlunarflugi frá ársbyrj- un 2005. Vélarnar sem flogið var með voru í eigu eða leigu íslenskra fyrir- tækja. Í svari embættis forseta Íslands við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að frá árinu 2009 hefur Ólafur Ragnar Grímsson flogið níu sinnum milli landa með þotum sem ekki voru í áætl- unarflugi. Í þremur tilvikum var um skipulagða hópferð að ræða, fjórum sinnum var um hluta úr lengri ferð að ræða, og tvær ferðir voru farnar með leiguvél á vegum íslenskra fyrirtækja. Ljóst er að embættið hefði haft talsverðan kostnað hefði forset- inn flogið allar níu ferðirnar með áætlunarflugi. Örnólfur Thors- son, þáverandi skrifstofustjóri, nú ritari forseta, var með í öllum ferðunum. Í þeirri fyrstu voru að auki þrír starfsmenn embættis- ins. Til Peking, Sófíu og Pétursborgar Fyrsta ferð forsetans á umræddu tímabili var frá Íslandi til Pek- ing í Kína 15.-22. maí 2005. For- setinn fór í opinbera heimsókn í boði Hu Jintao, forseta Kína. Flogið var með leiguvél frá flugfélaginu Atlanta, en flugið var skipulagt af ferðaskrifstof- unni Samvinnuferðir-Landsýn. Ekki kemur fram í svari forseta- embættisins hver borgaði brúsann. Í ferðinni voru auk forseta Íslands opin- ber sendinefnd, full- trúar um 100 íslenskra fyrirtækja, og um 300 almennir farþegar. Önnur ferðin var frá London til Sófíu í Búlg- aríu í boði Georgi Par- vanov, forseta landsins. Flogið var með áætlunar- flugi til London, en með vél á vegum Novators til Búlgaríu. Heim- ferðin var í áætlunarflugi. Ólafur Ragnar var viðstaddur landsleik Íslands og Búlgaríu í fótbolta og átti við- ræður við ráðamenn í tengslum við sókn íslenskra fyrirtækja í landinu. Þriðja og síðasta ferð Ólafs Ragnars með þotum sem ekki voru í áætlunarflugi árið 2005 var frá Íslandi til Pétursborgar í Rússlandi og til baka. Flogið var með leiguvél á vegum Actavis, dagana 13. til 14. desember. Í Pétursborg var Ólafur Ragn- ar viðstaddur undirritun sam- komulags um þátttöku Péturs- borgar í forvarnarverkefninu Ungmenni í Evrópu – gegn fíkni- efnum. Hann ræddi einnig við borgarstjóra Pétursborgar um samstarf á norðurslóðum. Tvisvar frá Helsinki til London Fjórða ferðin, og sú fyrri árið 2006, var frá Helsinki í Finnlandi til London 24. maí 2006. Ólafur Ragnar hafði fundað með Tarja Halonen, forseta Finnlands, og tekið þátt í kynningarátaki á íslenskri síld. Forsetinn flaug að því loknu til London með leiguvél á vegum KB-banka (síðar Kaupþingi banka). Flugið var að kvöldi dags 24. maí, en morguninn eftir flutti Ólafur Ragnar ræðu á ráðstefnu Útflutningsráðs í London. Fram kemur í svari forsetaembættisins að hann hefði ekki náð að ávarpa ráðstefnuna hefði hann flogið með áætlunarflugi. Fimmta ferðin var einnig milli Helsinki og London 6. okt- óber 2006. Forsetinn hafði flutt setningarávarp í Oulu á Rann- sóknarþingi norðursins ásamt forseta Finnlands, og setið fund með honum í finnsku forsetahöll- inni. Flogið var með vél á vegum Novators til London að heimsókn lokinni, og þaðan til Íslands með áætl- unarflugi. Til New York, Köben og Leeds Sjötta flugferðin var milli Íslands og Kaupmanna- hafnar, og til baka aftur, 3. til 4. maí 2007. Um var að ræða hóp- ferð á vegum FL- Group, og flutti forsetinn ávarp við opnun nýrra höfuðstöðva félagsins í Kaupmannahöfn. Meðal þátttakenda í ferðinni voru tugir Íslendinga af ýmsum sviðum þjóðlífsins, segir í svari forsetaembættisins. Sjöunda ferðin var einnig hóp- ferð, nú til New York dagana 4. til 7. september 2007. Ferðin var skipulögð af Glitni, og flog- ið fram og til baka með vél á vegum fyrirtækisins. Forsetinn flutti setningarávarp á alþjóð- legri ráðstefnu um jarðhita og orkunýtingu, og fyrirlestur í boði alþjóðlegrar friðarstofnun- ar. Tugir Íslendinga voru með í för. Áttunda ferðin, og sú þriðja árið 2007, var frá Íslandi til Leeds á Englandi 10. til 11. sept- ember. Forsetinn flutti ávarp við opnun skrifstofubyggingar í eigu Eimskipafélags Íslands, en ferðin var farin með leigu- vél á vegum félagsins. Forsetinn heimsótti meðal annars Háskól- ann í Leeds, skoðaði sýningu á íslenskum handritum og bókum, og sæmdi tvo prófessora fálka- orðu fyrir framlag til kynning- ar á íslenskri menningu. Heimsleikarnir í Sjanghæ Níunda og síðasta ferðin var frá Íslands til Sjanghæ í Kína 1. október 2007. Forsetinn fór með leiguvél á vegum Glitn- is. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að vera viðstaddur Heimsleika þroskaheftra og sein- færra (Special Olympics). Samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu var ógjörn- ingur fyrir Ólaf Ragnar að ná til Sjanghæ í tæka tíð fyrir boðaðan fund hans með Hu Jintao, forseta Kína, ef flogið hefði verið með áætlunarflugi. Ekki var unnt að leggja fyrr af stað þar sem Alþingi var sett 1. október. Í ferðinni heimsótti Ólafur Ragnar nokkrar borgir og flaug jafnan með áætlunarvélum. For- setinn flutti meðal annars fyrir- lestur í Fudan-háskóla, heimsótti starfsstöð Glitnis í Sjanghæ og var viðstaddur opnun skrifstofu stoðtækjafyrirtækisins Össurar í borginni. Ferðir í boði fyrirtækja FÆRRI ÞOTUR Einkaþotur íslenskra fyrirtækja og auðmanna voru algeng sjón á Reykjavíkurflugvelli fyrir bankahrunið, en komum þeirra mun hafa fækkað verulega. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL SEX FYRIRTÆKI Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flaug tvisvar í boði Glitnis, tvisvar í boði Novators, og einu sinni í boði FL-Group, KB-Banka, Actavis og Eimskipafélags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTASKÝRING: Flugferðir forseta Íslands FRÉTTASKÝRING BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.