Fréttablaðið - 05.03.2009, Page 18

Fréttablaðið - 05.03.2009, Page 18
18 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 103 Velta: 325 milljónir kr. OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 271 +0,64% 849 +3,49% MESTA HÆKKUN STRAUM. - BURÐ. 13,04% EIMSKIPAFÉLAGIÐ 6,67% MAREL 5,09% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PETROL. -12,96% CENTURY ALUMIN. -5,42% ÖSSUR -1,02% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,70 +0,00% ... Atlantic Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 235,00 -12,96% ... Bakkavör 1,88 -0,53% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,80 +6,67% ... Føroya Banki 99,00 -1,00% ... Icelandair Group 12,20 +0,00% ... Marel Food Systems 53,70 +5,09% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,82 +13,04% ... Össur 87,00 -1,02% Reynslubolti Erlendir greinendur hafa tekið almennt ágætlega í skipun hagfræðinganna Þórarins G. Péturssonar, Gylfa Zoëga og Anne Sibert í pen- ingastefnunefnd Seðlabankans. Það hefur svo sem ekki farið hátt, en Sibert er gift hollensk- breska hagfræðingnum Willem Buiter, en eins og kunnugt er skrifuðu þau saman svokallaða leyniskýrslu um veikleika íslenska fjármála- kerfisins fyrir Landsbankann í fyrravor. Sibert er reynslubolti á sínu sviði en hún hefur skrifað lærðar greinar um eðli og starfsemi seðlabanka í víðu samhengi um árabil. Á meðal þess sem finna má í langri ferilskrá hennar er seta í skuggapeningamálanefnd Englandsbanka. Á meðal afreka þar er andstaða hennar gegn ákvörðun Eng- landsbanka að lækka stýrivexti í viðspyrnu sinni gegn kreppunni sem læðst hefur yfir breskt efnahagslíf. Endurskoðaðir milljarðamæringar Eins og margir muna sló bókin um íslensku milljarðamæringana eftir Pálma Jónasson í gegn fyrir einum átta árum. Einn milljarð þurfti til að komast á blað þá. Búast má við einhverjum breytingum – í sumum tilvikum talsverðum – í uppfærðri útgáfu hennar eftir efnahagshrunið í haust. Áhugafólk um viðskiptasögu getur orðið sér úti um eintak á Bókamarkaði íslenskra bókaútgefenda í Perlunni. Reyndar er engu líkara en að forspár prentari hafi snert á bók- unum sem þar liggja en talsvert er um auðar síður í því eintaki sem Markaðurinn varð sér úti um og vantar stóra parta um nokkra af þeim stórvesírum sem illa urðu fyrir barðinu á hruninu í haust. Verðið er sömuleiðis í takt við breytta tíð, eða 390 kall. Peningaskápurinn … Skipan Sveins Haralds Øygard í sæti seðlabankastjóra á föstu- dag í síðustu viku og breytingar á bankastjórninni samhliða full- skipan peningastefnunefndar eru fyrstu jákvæðu fréttirnar sem ber- ast frá Íslandi í langan tíma. Þær munu efla trúverðugleika bank- ans á erlendum vettvangi, segir Beat Sigenthaler, sérfræðingur nýmarkaða hjá breska verðbréfa- fyrirtækinu TD Securities. Sigenthaler segir í fréttabréfi sínu mikið óvissuástand hafa skap- ast um forystu Seðlabankans og barátta á milli stjórnar bankans og minnihlutastjórnar Jóhönnu Sig- urðardótturhafi hafi verið baga- leg. - jab Loks jákvæðar fréttir héðan SEÐLABANKASTJÓRARNIR Arnór Sighvatsson, nýskipaður aðstoðarseðla- bankastjóri, og Svein Harald Øygard, nýr seðlabankastjóri, í pontu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA International studies in Denmark? Computer Science (2½ years) Systems designer, Programmer, IT consultant, Project mana- ger, Systems administrator. Marketing Management (2 years) Marketing coordinator, Advertising consultant, Account mana- ger, Purchasing assistant. Multimedia Design and Communication (2 years) Web designer, Web developer, Multimedia consultant, Media planner, Event manager. Higher education academy programmes. Direct qualifi cations for employment or 1-1½ years top-up to become a bachelor. Information meeting, 6 March at 18 Hilton Reykjavik Nordica Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavik www.aabc.dk/english Erlendir fjárfestar semja sín á milli um viðskipti með íslenskar vörur og krónu- bréf. Erlendur gjaldeyrir skilar sér því ekki inn í landið og veldur því að krónan styrkist hægar en vonast var til. Erlendir fjárfestar hafa fundið leið til að komast hjá gjaldeyris- höftum Seðlabankans og hagnast á viðskiptum við íslensk útflutn- ingsfyrirtæki. Íslensk fyrirtæki taka því hvorki gengishagnað af viðskipt- unum né geta haldið tekjum af afurðasölu erlendis vegna skila- skyldu á erlendum gjaldeyri líkt og reglur um gjaldeyrisviðskipti kveða á um. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins felur leiðin í sér að erlendir aðilar semja við eigend- ur íslenskra krónubréfa, sem fest- ust inni við innleiðingu gjaldeyris- hafta hér í enda nóvember, um kaup á bréfum þeirra á genginu 180 til 184 krónur fyrir hverja evru, sem er um fjórðungi til 30 prósentum yfir meðalgengi Seðla- bankans. Í kjölfarið innleysa þeir krónu- bréf sín hér og greiða viðkomandi útflutningsfyrirtæki vöruna eins og um var samið. Þetta veldur því að erlendur gjaldeyrir skilar sér aldrei inn í landið gegnum Seðlabankann eins og vonast var til með gjaldeyris- lögunum þar sem samningarnir eru manna á milli auk þess sem viðskiptin eiga sér stað hér á landi en ekki erlendis. Þetta, ásamt samdrætti á erlendum mörkuð- um, birgðasöfnun útflutningsfyr- irtækja af þeim sökum og lengri greiðslufresti en áður, eru talin skýra að gengi krónunnar hefur ekki styrkst eins og til var ætl- ast. Viðmælendur Fréttablaðsins segja erlenda fjárfesta, bæði við- skiptavini íslenskra útflutnings- fyrirtækja og erlenda krónubréfa- eigendur, hafa hagnast mjög vel á viðskiptunum og ljóst að gjald- eyrislögin hafi ekki náð tilætluð- um árangri. Að þeirra mati hefði árangurs- ríkari leið falist í því að halda krónunni á floti þrátt fyrir geng- ishrun og láta fjárfestana, sem hafi keypt áhættusöm krónubréf, festast inni. Telja þeir líklegra að íslensk útflutningsfyrirtæki hefðu hagnast á þeim hætti og krón- an jafnað sig mun fyrr en raunin hefur verið. Þegar gjaldeyrishöft voru sett á í enda nóvember áttu fjárfest- ar krónubréf upp á fjögur hundr- uð milljarða króna hér. Tilgangur haftanna var að koma í veg fyrir frekara gengishrun af völdum fjármagnsflótta. Upplýsingar um innlausn krónu- bréfa í eigu erlendra aðila fengust ekki frá Seðlabankanum áður en blaðið fór í prentun í gær. jonab@markadurinn.is Fjárfestar hagnast á gjaldeyrishöftum VÖRUR FLUTTAR Í HÖFNINNI Erlendir fjárfestar og eigendur krónubréfa hafa fundið ábatasama leið til að komast hjá gjaldeyrishöftunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Garðarshólmi keypti í gær Senu af Íslenskri afþreyingu fyrir hálfan milljarð króna. Félagið er í eigu Jóns Diðriks Jónssonar, fyrrver- andi aðstoðarforstjóra Glitnis, og Magnúsar Bjarnasonar, fyrrver- andi framkvæmdastjóra Alþjóða- sviðs bankans. Sena er umsvifamesta afþrey- ingarfyrirtæki landsins en undir því eru fjögur kvikmyndahús, verslanir Skífunnar og netfyr- irtæki auk atburðafyrirtækisins Bravó. Skuldirnar, rúmir fjórir millj- arðar króna, verða eftir í móður- félaginu, Íslenskri afþreyingu, og fá kaupendur því í hendur skuld- lausa eign. Straumur sá um söluferlið, sem hófst í janúar. Til stóð að Lands- bankinn, sem taldi sig eiga for- gangskröfu á hendur Senu, veitti vilyrði fyrir fjármögnun kaup- anna. Seint í síðasta mánuði kom í ljós að veðsamningur hélt ekki og dró bankinn vilyrðið til baka. Eftir því sem næst verður kom- ist fellur krafa Landsbankans upp á 1,5 milljarða króna, á móðurfé- lag Senu, Íslenska afþreyingu, og óvíst hvort hún fáist greidd. Þá hafði Vísir.is heimildir fyrir því í gær að 365 miðlar ættu sömu- leiðis kröfu á hendur Senu upp á 750 milljónir króna. Sú krafa varð til við kaup félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 365 miðla út úr 365 hf. í fyrravetur. Tveir gerðu tilboð í félagið auk Garðarshólma. Á meðal þeirra voru bíókóngurinn Árni Samú- elsson og fjölskylda og Þóroddur Stefánsson, kenndur við Bónusvíd- eó og Vídeóhöllina. Jón Ólafsson, stofnandi Skífunn- ar, og bandaríski afþreyingarisinn William Morris Agency hættu við að leggja fram tilboð í reksturinn. - jab Glitnis-stjórar kaupa Senu Kaupendur fá skuldlausa eign í hendur. Líklegt að Landsbankinn tapi allt að 1,5 milljörðum króna vegna mistaka. REGNBOGINN Sena er stærsta afþrey- ingarfyrirtæki landsins en undir því eru þrjú kvikmyndahús á höfuðborgarsvæð- inu og eitt á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Verðbólga var langhæst hér innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í janúar. Á sama tíma og verðbólgan var 18,6 prósent hér var hún að meðaltali 1,3 prósent innan OECD. Þetta er 0,2 prósentustiga samdráttur á milli mánaða, samkvæmt upplýsingum sem birtar voru í gær. Mishratt hefur dregið úr verðbólgu innan aðildarríkjanna og ramba nokkur þeirra, svo sem Bandaríkin, á barmi verðhjöðn- unar. Írland kemur verst inn í árið en verðhjöðnun þar nam 0,1 prósenti í mánuðinum. - jab Verðhjöðnun á Írlandi í janúar Vöruskipti voru jákvæð um rétt tæpa sex milljarða króna í febrú- ar, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar, sem birtar voru í gær. Samkvæmt bráðabirgðatölun- um nam verðmæti útflutnings rúmum 32,3 milljörðum króna en innflutnings 26,4 milljörðum. Vöruskipti hafa ekki verið jákvæð í febrúar í fimm ár, eða síðan 2004, en þá voru þau jákvæð um 131,9 milljónir króna. Árið þar á undan voru þau jákvæð um rétt rúma tvo milljarða. Hagstofan segir vísbendingar um að draga muni úr verðmæti útflutnings af áli og innfluttu eldsneyti og hrá- og rekstrarvöru í mánuðinum miðað við janúar. - jab Vöruskipti jákvæð í febrúar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.