Fréttablaðið - 05.03.2009, Page 50

Fréttablaðið - 05.03.2009, Page 50
 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR Jybbí jei Papar Hin góðkunna þjóðlagasveit Papar er nú komin aftur á fulla ferð inn í íslenskt tónlistarlíf og hefur nú sent frá sér ábreiðu af lagi Gylfa Ægissonar, Jybbí Jei. Smelltu þér á þetta frábæra lag fyrir aðeins 149 kr. inn á Tónlist.is Einnig fáanlegt með Pöpum: Riggarobb Ekkert liggur á Hláturinn lengir lífið bio@frettabladid.is Clint Eastwood hefur lýst því yfir að hlutverk hans í Gran Torino verði hugsan- lega hans síðasta á ferlin- um. Sjónarsviptir verður af honum á hvíta tjaldinu því slíkir harðjaxlar eru ekki á hverju strái í Hollywood. Í Gran Torino, sem verður frum- sýnd á morgun, leikur Eastwood þrjóskan hermann á eftirlaun- um sem er uppfullur af fordóm- um gagnvart asískum nágrönnum sínum. Kornið sem fyllir mælinn er þegar einhver reynir að stela bílnum hans Gran Torino frá árinu 1972. Myndin, sem Eastwood leikstýrir einnig, fær mjög góða dóma, eða 8,4 af 10 á Imdb.com og 80% á Rot- tentomatoes.com, og greinilegt að sá gamli hefur engu gleymt. Vilji hann hætta í leiklistinni getur hann alla vega snúið sér að leik- stjórninni sáttur við sitt lokaverk. Eastwood, sem verður 79 ára í maí, er líklega þekktastur fyrir tvö hlutverk á ferli sínum. Annars vegar sem þögull byssubrandur í spaghettí-vestrum Sergio Leone og hins vegar sem löggan Dirty Harry sem kallaði ekki allt ömmu sína. Einnig vakti hann snemma athygli í sjónvarpsþáttunum Raw- hide, eða á árunum 1959 til 1965 þar sem hann lék í 217 þáttum. Önnur hlutverk koma upp í hug- ann eins og William Munny í Ósk- arsverðlaunamyndinni Unforgiven, Robert Kincaid í hinni rómantísku The Bridges Over Madison County og nú síðast sem hnefaleikaþjálfar- inn Frankie Dunn í Million Doll- ar Baby. „Þetta verður líklega síðasta hlutverkið mitt,“ sagði Eastwood í viðtali í tilefni af Gran Torino. „Í hvert skipti sem maður leikur í mynd hugsar maður, „jæja, þetta er orðið gott“. Mér líður nefnilega alltaf mjög vel á bak við myndavél- ina,“ sagði hann. „Það var gaman að leika í þessari mynd en ég held ég leiki ekki í mörgum í viðbót. Ég hef verið ánægður með þær mynd- ir sem ég hef ekki leikið í.“ Þess má geta að fimmtán ár eru liðin síðan hann leikstýrði sjálf- um sér ekki í bíómynd, eða í In the Line of Fire sem Wolfgang Peter- sen leikstýrði. freyr@frettabladid.is Líklega síðasta hlutverkið Jennifer Aniston og Owen Wil- son leika aðalhlutverkin í gaman- myndinni Marley & Me sem verð- ur frumsýnd á morgun. Myndin sat í tvær vikur á toppnum vest- anhafs um jólin enda þykir hún lauflétt og skemmtileg. Marley & Me fjallar um par sem fær sér lítinn hvolp, Marley, sem verður allsráðandi og yfir- gengilegur þegar hann stækkar. Hundurinn er taugaveiklaður og nánast brjálaður en parið elskar hann samt og vill ekki gefa hann frá sér. Marley er ótrúlega uppá- tækjasamur og fyndinn og dafnar sérlega vel hjá fjölskyldu sinni. Myndin fær ágæta dóma, eða 7,3 af 10 á Imdb.com og 61% á Rot- tentomatoes.com. Á undan myndinni Gran Torino verður frumsýnd í Háskólabíói klukkan 20 í kvöld stuttmyndin Aldrei stríð á Íslandi eftir Braga Þór Hinriksson. Myndin gerist í miðri borgarastyrjöld í Reykja- vík eftir byltinguna miklu. Þar kljást stríðandi fylkingar í landi sem aldrei hefur átt her og til- gangsleysið verður skýrt í augum hermanns sem hefur aldrei drep- ið mann. Hundagrín og borgarastyrjöld > FOX Í JONAH HEX Fegurðardísin Megan Fox, sem sló í gegn í Transformers, hefur ákveðið að leika í tveimur myndum byggð- um á teiknimyndasögum. Sú fyrri er vestri sem nefnist Jonah Hex þar sem hún leikur á móti Josh Brol- in en sú síðari heitir Fathom og er byggð á samnefndri sögu. Bruce Willis og Tracy Morgan úr þáttunum 30 Rock og Saturday Night Live leika aðalhlut- verkin í gamanmyndinni A Couple of Cops sem verður fyrsta stórmyndin sem Kevin Smith leikstýrir. Myndin fjallar um löggur sem leita að stolnu hafnaboltaspjaldi, bjarga mexíkóskri fegurðardís og glíma við hina ýmsu glæpamenn. Myndin átti upphaf- lega að heita A Couple of Dicks og með aðalhlutverkin áttu að fara Robin Williams og James Gandolfini úr The Sopranos en ekkert varð af því. Willis sést næst á hvíta tjaldinu í vísindatryllinum The Surrogates og Morgan leikur í endurgerð bresku myndarinnar Death at a Funeral. Willis í löggugríni CLINT EASTWOOD Harðjaxlinn hefur að öllum líkindum leikið sitt síðasta hlut- verk á ferlinum, enda verður hann brátt áttræður. NORDICPHOTOS/GETTY GRAN TORINO Eastwood leikur pirraðan nágranna, uppfullan af kynþáttafordómum, í Gran Torino. TÍU BESTU HLUTVERKIN: Million Dollar Baby (2004) The Bridges of Madison County (1995) Unforgiven (1992) Pale Rider (1985) Escape From Alcatraz (1979) Dirty Harry (1971) Play Misty For Me (1971) The Good, the Bad and the Ugly (1966) For a Few Dollars More (1965) A Fistful of Dollars (1964) BRUCE WILLIS Willis hefur tekið að sér aðalhlutverkið í gamanmyndinni A Couple of Cops. MARLEY & ME Þessi hressilega gaman- mynd verður frumsýnd á morgun.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.