Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 6
6 6. mars 2009 FÖSTUDAGUR HVUNNDAGSHETJAN Einstaklingur sem sýnt hefur einstaka óeigingirni eða hugrekki, hvort sem er í tengslum við einn atburð eða vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. Anna Marta Ásgeirsdóttir og Ingólfur Örn Guðmundsson frumkvöðlar ísbjarnarins Hrings Bergdís Jónsdóttir hirðir um fætur heimilislausra Guðrún Arndís Tryggvadóttir heldur úti umhverfisvefnum natturan.is Gunnar og Kristján Jónssynir kaupmenn af gamla skólanum Sigríður Valdís Bergvinsdóttir hóf íslensku kartöfluna til vegs og virðingar FRÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐAR Eftirtektarvert starf í þágu mennt- unar, uppfræðslu eða umönnunar þeirrar kynslóðar sem er að vaxa úr grasi, jafnt einstaklingar sem samtök eða stofnanir. Gylfi Jón Gylfason vel heppnuð uppeldisnámskeið í Reykjanesbæ KFUM og KFUK 110 ára starf með börnum og unglingum Norðlingaskóli margháttuð nýbreytni í skólastarfi Ólafur Beinteinn Ólafsson viðamikið nýsköpunarstarf í tónlistarkennslu Svanhildur Sif Haraldsdóttir metnaðarfullt sumarbúðastarf í Ævintýralandi TIL ATLÖGU GEGN FORDÓMUM Einstaklingur eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu Alþjóðahús í Breiðholti fjölmenningarstarf sem byggist á hverfistengdum verkefnum Dagur Steinn Elfu Ómarsson, Elvar Sveinn Jóhannsson, Gunnar Darri Kjærnested, Jóhann Haukur Arnar- son, Jón Gylfi Sigfússon einlæg vinátta fimm drengja Rauði krossinn á Akranesi aðlögun palestínskra flóttakvenna Sigrún Daníelsdóttir heilsa óháð holdafari Styrmir Barkarson fræðslustarf gegn fordómum SAMFÉLAGSVERÐLAUN Félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfé- lag betra fyrir okkur öll. Ásgarður handverkstæði uppbyggilegt starf með fólki með þroskahömlun Ekron uppbygging og þjálfun einstaklinga eftir áfengis- og vímuefnameðferð Höndin liðsinni við fólk sem orðið hefur fyrir áföllum Ljósið nærandi endurhæfing fyrir krabba- meinssjúklinga Vinir Indlands hjálparstarf á Indlandi HEIÐURSVERÐLAUN Veitt fyrir ævistarf, einstaklingi sem hefur helgað líf sitt því verkefni að bæta samfélagið. Jóhanna Kristjónsdóttir kynning á menningu Mið-Austur- landa ásamt hjálparstarfi í Jemen ÚTNEFNDIR TIL SAMFÉLAGSVERÐLAUNA FJÖLMIÐLAR Gleði ríkti í Þjóðmenn- ingarhúsinu síðdegis í gær á Sam- félagsverðlaunahátíð Fréttablaðs- ins. Á annað hundrað manns voru þar samankomin til að gleðjast með þeim 25 einstaklingum og sam- tökum sem útnefnd voru í fjórum flokkum Samfélagsverðlaunanna. Fimm voru verðlaunaðir, einn í hverjum flokki, auk heiðurs- verðlaunahafans Jóhönnu Kristj- ónsdóttur sem heiðruð var fyrir hjálparstarf sitt í Jemen og kynn- ingu á menningu Mið-Austurlanda hér heima. Ásgarður − handverkstæði hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Fulltrúar Ásgarðs tóku við verð- laununum úr hendi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Sam- félagsverðlaunin nema einni millj- ón króna. Ásgarður er verndaður vinnustaður fyrir fólk með þroska- hömlun. Hvunndagshetja ársins er Berg- dís Jónsdóttir sem hálfan dag í viku lokar snyrtistofu sinni og þvær og snyrtir fætur fastagesta Hjálpræðishersins. Verðlaun í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar hlaut Norðlingaskóli fyrir nýbreytni í skólastarfi. Rauði krossinn á Akra- nesi hlaut verðlaun í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Markmið Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins er að vekja athygli á broti af því kærleiksríka starfi sem unnið er víðs vegar í íslensku sam- félagi. steinunn@frettabladid.is Ásgarður hlaut Samfélagsverðlaun Tuttugu og fimm einstaklingar og samtök voru heiðruð á Samfélagsverðlauna- hátíð Fréttablaðsins í gær. Fimm hlutu verðlaun og forseti Íslands afhenti full- trúum Ásgarðs handverkstæðis Samfélagsverðlaunin, eina milljón króna. Sigríður Arnardóttir 5.-6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Verið velkomin á borgarafund með nýjum frambjóðendum sem haldinn verður í hádeginu, föstudaginn 6. mars kl. 12:00 á Skólabrú við Dómkirkjuna. Kosningagleði Sirrýjar stendur síðan frá kl. 20–22 á Skólabrú. Sigríður er félags- og fjölmiðlafræðingur með góð tengsl við fólkið í landinu. Sirrý stendur vörð um velferðina. sigridurarnardottir.is NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki BORGARSTJÓRN „Hver var aðkoma þáverandi borgarfulltrúa og vara- borgarfulltrúa Framsóknarflokks- ins, þeirra Björns Inga Hrafns- sonar og Óskars Bergssonar, að þessum málum?“ segir í fyrir- spurn Ólafs F. Magnússonar í borgarstjórn um gerð leigusamn- inga og ákvarðana um byggingar- magn á Höfðatorgsreit. Ólafur kveðst fyrst hafa lagt fram fyrirspurn um Höfðatorgs- málið á borgarráðsfundi á fimmtu- daginn í síðustu viku en að Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, hafi neitað að færa fyrirspurn- ina til bókar. Fyrirspurnin varði ákvarðanir um aukið byggingar- magn og skuldbindandi leigusamn- ing borgarinnar á Höfðatorgsreit. „Hvenær var tekin ákvörðun um skuldbindandi leigusamning fyrir milljarða króna og aukið byggingarmagn á Höfðatorgs- reit?“ spyr Ólafur sem vill upp- lýsingar um aðkomu Björns Inga og Óskars að málinu. „Í hvaða ráðum og nefndum borgarinn- ar sátu þessir sömu kjörnu full- trúar Framsóknarflokks á fyrra valdatímabili Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borginni og hvaða stöðu sköpuðu þessar nefndasetur fyrir fulltrúa Fram- sóknarflokksins til að hafa áhrif á framgang þessa dýra leigusamn- ings, sem og að hafa áhrif á aukið byggingarmagn á Höfðatorgi?“ segir í fyrirspurn borgarfulltrúa F-listans. - gar Fyrrverandi borgarstjóri spyr um hagsmuni framsóknarmanna á Höfðatorgi: Ítök Óskars og Björns Inga verði ljós ÓLAFUR F. OG BJÖRN INGI Ólafur F. Magnússon vill nú vita um áhrif Björns Inga Hrafnssonar á Höfðatorgi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÚTNEFND 25 einstaklingar og samtök voru heiðruð á Samfélagsverðlaunahátíð Fréttablaðsins í gær. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI KÖNNUN Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi allra flokka, 29 prósent, í nýrri könn- un Capacent Gallup. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Flokk- urinn bætir við sig þremur pró- sentustigum frá síðustu könnun. Samfylkingin tapar hins vegar þremur og hálfu prósentustigi og mælist með 27,5 prósent. Vinstri græn eru með um 26 prósent, en eru langvinsælasti flokkurinn meðal kjósenda undir þrítugu með 41 prósents fylgi. Framsóknarflokkurinn fær 12,6 prósenta stuðning. Aðrir flokkar fengju ekki þingmann samkvæmt könnuninni. - sh Sjálfstæðisflokkurinn stærstur: 41 prósent ungs fólks styður VG Vilt þú vinstri stjórn eftir kosn- ingar? Já 41% Nei 59% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú misst vinnu eða starfs- hlutfall þitt verið skert nýlega? Segðu skoðun þína á visir.is. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.