Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 10
10 6. mars 2009 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Stjórnmálahreyfing- arnar sem hyggjast bjóða fram til Alþingis í kosningunum í apríllok beita margvíslegum aðferðum við að velja fólk á lista. Algengast er að efnt sé til prófkjara sem þó eru útfærð á mismunandi veg. Í flest- um er kosið á kjörstað, í öðrum er viðhöfð póstkosning og í enn öðrum er kosið á netinu. Samfylkingin og Sjálfstæðis- flokkurinn hafa skýrar línur í þessum efnum; báðir flokkar efna til prófkjöra í öllum kjördæmum. VG fer sömu leið en þar á bæ er aðferðin nefnd forval. Framsóknarflokkurinn heldur prófkjör í fjórum kjördæmum – og kallar þau ýmist prófkjör, kjör eða póstkosningu – en stillt verð- ur upp á lista í Reykjavíkurkjör- dæmunum. Frjálslyndi flokkurinn viðhef- ur póstkosningu í Norðvesturkjör- dæmi en í öðrum kjördæmum er það í höndum stjórna kjördæmis- félaga að stilla upp listum. Tillög- urnar verða bornar undir fundi kjördæmafélaganna og þaðan sendar miðstjórn flokksins til blessunar. Hjá L-listanum, sem Bjarni Harðarson og Þórhallur Heimis- son eru í forsvari fyrir, verða odd- vitar lista hvers kjördæmis vald- ir og það fært í þeirra hendur að velja sér meðframbjóðendur. Ekki hefur komið fram hvernig oddvit- arnir verða valdir. Borgarahreyfingin, sem til- kynnti um framboð í öllum kjör- dæmum í gær, hvetur áhugasama til að hafa samband og gefa kost á sér til setu á lista. Ekki liggur fyrir hvernig vali frambjóðenda verður háttað. Örfáum prófkjörum er lokið en fimm fara fram um næstu helgi og sjö um aðra helgi. Alls sóttust 320 eftir sæti á lista í prófkjörum. 103 fyrir VG, 85 fyrir Sjálfstæðisflokkinn, 77 fyrir Samfylkinguna og 49 fyrir Framsóknarflokkinn. Sex voru í framboði í póstkosn- ingu Frjálslynda flokksins í Norð- vesturkjördæmi. Af þessum 320 er 51 þingmaður sem óskar end- urnýjaðs umboðs. bjorn@frettabladid.is Nokkrar leiðir farnar en prófkjör algengust Mikil vinna fer nú fram um allt land við val á frambjóðendum fyrir kosning- arnar í apríl. Viðhafðar eru ýmsar aðferðir. 320 gefa kost á sér í prófkjörum. ÞINGSALURINN Alþingi er nokkuð eftirsóttur vinnustaður. Þar losna 63 stólar 25. apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VINSTRI - GRÆNT Kjördæmi Hvenær? Fjöldi Reykjavík 7. mars 32 Suðvestur 14. mars 15 Suður Liðið 13 Norðaustur Liðið 21 Norðvestur Póstkosning 22 SAMFYLKINGIN Kjördæmi Hvenær? Fjöldi Reykjavík 9.-14. mars 20 Suðvestur 12.-14. mars 15 Suður 5.-7. mars 13 Norðaustur 7. mars 18 Norðvestur 6.-8. mars 11 BORGARAHREYFINGIN Óráðið er hvernig staðið verður að skipan á lista. L-LISTINN Oddvitar hvers kjördæmis verða handvaldir og þeir velja sér meðfram- bjóðendur. FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN Stjórnir kjördæmafélaga stilla upp listum í öðrum kjördæmum en Norð- vesturkjördæmi þar sem póstkosning er viðhöfð með sex þátttakendum. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Kjördæmi Hvenær? Fjöldi Reykjavík 13.-14. mars 29 Suðvestur 14. mars 12 Suður 14. mars 17 Norðaustur 14. mars 10 Norðvestur 21. mars 17 FRAMSÓKNARFLOKKURINN Kjördæmi Hvenær? Fjöldi Reykjavík Uppstilling Suðvestur 7. mars 11 Suður Liðið 13 Norðaustur 15. mars 16 Norðvestur Póstkosning 9 MÁLSTAÐUR HNETUNNAR Með háan hnetuhatt á höfði deildi hún út hnet- um til vegfarenda í New York í gær til að sannfæra fólk um ágæti framleiðslu hnetubænda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÖRYGGISMÁL Friðrik J. Arngríms- son, framkvæmdastjóri LÍÚ, lýsir áhyggjum sínum yfir þeim áhrifum sem niðurskurður ríkis- útgjalda hefur á starfsemi Land- helgisgæslunnar. Hann segir að ekki megi undir neinum kring- umstæðum draga úr því öryggi sem þyrlurnar veita. Friðrik dregur ekki dul á að nauðsynlegt sé að draga úr ríkis- útgjöldum við núverandi aðstæð- ur en segir að ekki megi vega að ákveðnum grunnþáttum á borð við þyrluþjónustu LHG. Henni sé ætlað að sinna mjög víðfeðmu hafsvæði og öryggishlutverk hennar fyrir íslenska sjómenn sé afar mikilvægt. Hann minnir á að þyrlurnar séu eina tækið sem sjómenn geta treyst á í neyð og það verði að skera niður á öðrum sviðum í ríkisrekstri. Hann segir að LÍÚ sé tilbúið að koma með til- lögur í þá veru sé þess óskað. - shá Niðurskurður ríkisútgjalda: Má ekki skerða öryggi á sjó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.