Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 24
4 föstudagur 6. mars ✽ b ak v ið tj öl di n Katrín Rut Bessa- dóttir fjölmiðlakona er mætt aftur á skjáinn. Katrín er í sambúð með Helga Seljan fjöl- miðlamanni. Hún segir þau sjaldnast ræða þjóðmálin heima fyrir en séu dugleg við að hrósa hvort öðru fyrir góða frammistöðu. Katrín og Helgi eiga dóttur saman og ætla að gifta sig næsta sumar. Viðtal: Indíana Ása Hreinsdóttir Ljósmyndir: Anton Brink V ið getum og ætlum að tala um það sem við viljum,“ segir Katrín Rut Bessadóttir fjöl- miðlakona sem er ein af þremur nýjum stjórnendum þáttarins Mér finnst sem sýnd- ur er á ÍNN. Þátturinn er lauslega byggður á bandaríska þættinum The View þar sem kjarnmiklar konur ræða málin og láta sér fátt óviðkomandi. Ásamt Katrínu koma þær Lára Ómarsdóttir og Bergljót Davíðsdóttir að þættinum og Katr- ín segir þær stöllur ólíkar og stút- fullar af spennandi hugmyndum. „Það er mjög spennandi að taka þátt í þessu og við ætlum bæði að fjalla um það sem er efst á baugi hverju sinni og svo allar hinar hliðarnar á mannlífinu. Við ætlum að passa að vera vel undirbúnar og líka að fá til okkar skemmtilega og fjölbreytta gesti,“ segir hún og bætir aðspurð við að ekkert um- ræðuefni verði þeim óviðkom- andi. „Við erum til dæmis búnar að fjalla um „swing“-menningu á Íslandi og ég get alveg trúað því að við eigum eftir að kafa dýpra í það sem þykir á jaðrinum í sam- félaginu. Við getum talað um allt kinnroðalaust enda hvorki feimn- ar né skoðanalausar,“ segir Katr- ín sem hóf sinn fjölmiðlaferil á DV árið 2004 og hefur einnig starfað á Stöð 2. Hún segir muninn á þessu starfi og hinum aðallega þann að nú megi hún allt. „Á hinum miðl- unum er maður að miða hlutina út frá viðmælendum sínum en núna get ég sagt það sem mér finnst. Frelsið er meira, sem mér finnst mjög gott. Ég hef alltaf þurft að tjá mig mikið og hætti því eflaust aldrei,“ segir hún hlæjandi. HRÓSA HVORT ÖÐRU Katrín er í sambúð með Helga Selj- an fjölmiðlamanni en þau kynnt- ust á sínum tíma á DV. „Mér leist kannski ekkert svo vel á hann í fyrstu,” segir hún og brosir. „Vin- konur mínar voru líka ekki hrifn- ar og héldu því fram að hann væri hættulegur og að þetta gæti bara endað illa. Kannski voru það varnaðarorð þeirra sem létu mig halda áfram. Ég er svo þrjósk og þvermóðskufull að ég hélt áfram að vera með honum og hef ekki hætt síðan. Ekki bara samt vegna þrjóskunnar, hún þróaðist í eitt- hvað meira og dýpra,“ segir hún brosandi. Katrín segir þjóðmálin ekki ofarlega á lista yfir umfjöll- unarefni heimilisins. „Við erum ekki mikið að tala um vinnuna okkar en ef ég hef misst af Kast- ljósþætti kvöldsins spyr ég hann út úr og svo öfugt ef hann hefur misst af mínum þætti. Við spur- jum hvort annað álits og hrósum hvort öðru fyrir góða frammistöðu en leggjum ekki í vana okkar að gagnrýna hvort annað. Helgi er alltaf svo góður við mig og finnst ég alltaf æðisleg og ég tek bara mark á því. Hann er aldrei með neikvæða gagnrýni og styður mig í öllu sem ég geri. Við erum ótrú- lega sammála þegar kemur að pólitík og þjóðmálum almennt svo við rífumst sjaldan um þess hátt- ar málefni.“ MÓÐUREÐLIÐ LENGI AÐ KIKKA INN Helgi og Kata eiga saman dótt- urina Indíönu Karitas sem er 15 mánaða. Katrín segir yndislegt að vera mamma en að hún hafi þurft sinn tíma til að aðlagast hlutverk- inu. „Auðvitað elskaði ég hana frá fyrsta degi en fæðingin var mjög erfið. Ég var mjög þung fyrstu mán- uðina og þegar ég lít til baka er ég nokkuð viss um að ég hafi fengið vott af fæðingarþunglyndi. Ég var gjörsamlega úr tengslum við raun- veruleikann. Núna hefur móður- eðlið kikkað inn og ég er farin að njóta þess að vera mamma, þetta er ekki lengur bara skylda.“ Hún segist hafa verið lengi að jafna sig eftir fæðinguna. „Ég var líka svekkt því ég hafði hugsað mér fæðing- una á ákveðinn hátt en svo varð þetta allt öðruvísi. Ég ætlaði að fæða í vatni og vildi ekki fá nein verkjalyf en hlutirnir fóru alveg á hinn veginn enda fæðingin hæg og erfið. Fyrir vikið fannst mér ég ómöguleg og leið eins og ég væri misheppnuð,“ segir hún og bætir við að konur ættu ekki að gera sér of miklar hugmyndir fyrirfram varðandi fæðingar. „Þær gerast bara eins og þær gerast.“ FREKARI BARNEIGNIR Í DÆMINU Katrín segir að þótt Indíana Ka- ritas hafi verið velkomin í heim- inn hafi koma hennar ekki verið plönuð. Þau höfðu verið búin að ræða um barneignir og að þær hafi verið á dagskránni fljótlega en ekki svona fljótlega. „Helgi hefur alltaf verið mikill barnakarl. Hann nær vel til barna og þau eru hrifin af honum. Þess vegna var ég farin að hlakka til að sjá hann í pabba- hlutverkinu áður en ég varð ólétt. Hann kom mér heldur ekki á óvart og er mjög skemmtilegur pabbi,“ segir hún og játar því að Indíana Karitas hafi breytt lífi þeirra skötu- hjúa. „Koma hennar breytti öllu. Bæði varðandi mig, sambandinu milli okkar Helga og öllu í lífinu en þetta er allt að smella núna,“ segir hún og bætir við að hún hafi bætt á sig óþarflega mörgum kílóum á meðgöngunni sem hún hafi átt í erfiðleikum með að ná af sér. „Ég er að koma til baka núna og hef loksins endurheimt líkama minn og sjálfstraustið með. Svo verð- ur maður alltaf sjóaðri í foreldra- hlutverkinu með tímanum. Þetta er ekki eins mikið mál og í byrj- un. Núna er þetta bara gaman.“ Aðspurð hvort frekari barneignir séu á döfinni segir hún það ekki útilokað. „Ég rokka á milli þess að vilja bíða í nokkur ár og leyfa In- díönu að vera einni með okkur í smá tíma og svo í hina áttina að vilja klára barneignirnar svo hún eignist systkini og leikfélaga. Ég er samt svo ótrúlega glöð að hafa fengið mig sjálfa til baka að ég veit það ekki. Það væri samt gott að drífa í þessu áður en ég gleymi hvernig það er að vera með lítið barn.“ BÓNORÐ ÚTI Í MÓA Hvorki Helgi né Katrín eru í Þjóð- kirkjunni en þau ætla að láta pússa sig saman sumarið 2010. Þrátt fyrir að hafa hvorki ákveðið nákvæmlega stóra daginn né stað- setninguna hafa þau þegar fengið fyrstu brúðkaupsgjöfina. „Mamma fékk svo góðan díl á KitchenAid- hrærivél svo hún gaf okkur hana bara strax. Núna skreytir þessi glæsilega svarta hrærivél eldhús- ið okkar,“ segir hún og bætir við að Helgi hafi komið sér á óvart með bónorðinu. „Við keyptum hring- ana saman á Jamaíka árið 2006 og ég var búin að steingleyma þeim þegar hann fór niður á bæði hné úti í móa þegar við vorum í sum- arbústað. Ég var í þykkri úlpu með Indíönu í poka framan á mér og hefði ekki getað verið lufsulegri með hárið út í loftið og Beagles milli tannanna og ídýfu úti um allt. Ég hafði sagt honum þegar við keyptum hringana að hann yrði að koma mér á óvart og hann hefði ekki getað það betur. Mig hafði stundum grunað að hann væri að fara að biðja mín og hafði þá allt- af vonað að svo væri ekki því þá kæmi það ekki á óvart. Þarna hefði bónorð ekki getað verði fjær mér,“ segir hún og hlær. GÓÐ AÐ SKIPA FYRIR Katrín er ekkert að mikla fyrir sér hlutina og vílar ekki fyrir sér að ræða um hvaða málefni sem er og það í sjónvarpinu. Hún segist ansi nálægt draumastarfinu enda sé draumurinn að vera sinn eigin herra. „Ég ætlaði alltaf að verða flugfreyja og búðarkona þegar ég var lítil en síðustu árin hefur draumur minn verið minn eigin rekstur, t.d. að reka gistiheimili uppi í sveit. Ég myndi þá vera með hænur, hesta, kýr og geitur en líka smá lúxus eins og heitan pott og gufu og ég held að ég yrði góð í að reka svona stað því ég er svo góð að skipa fyrir,“ segir hún hlæjandi. „Að vissu leyti er ég í draumastarf- inu því mér er frjálst að tala um það sem ég vil. Ég er opin og ekk- ert að vandræðast með hlutina og finnst leiðinlegt að flækja lífið að óþörfu. Kannski á ég bara eftir að finna mína köllun í lífinu.“ HEF ALLTAF ÞURFT AÐ TJÁ MIG Hvort ykkar er duglegra að sjá um heimilis- verkin? H: Kata vinnur þá keppni, enda sú keppni ósann- gjörn þar sem hún er í annarri deild en ég, enda húsmæðraskólagengin. K: Ég. Helgi kemur þó sterkur inn í þvottahúsinu. Hvort ykkar hefur oftar rétt fyrir sér? H: Ég segi ég, en þar sem Kata hefur oftar rétt fyrir sér, þá ræður hennar svar. K: Ég. Lýstu Helga í einni setningu: K: Ástríðufullur sveimhugi með ofboðslega réttlæt- iskennd. Lýstu Kötu í einni setn- ingu: H: Hún skammar mig þannig að ég tek mark á því og hrósar mér þannig að ég tek mark á því. Hvort ykkar talar meira? H: Ég. Kata hefur hins vegar meira að segja en ég. K: Helgi talar ótrúlega mikið. Ekki endilega við mig en endalaust í sím- ann. Draumafjölskylduferðin? K: Við þrjú á Jamaíka eða í Madrid. H: Hún er eitthvert burt héðan. Burt úr því sem Þórbergur Þórðarson kallaði for- heimskunarland – fávitahæli, en er líkast til aftur orðið fátæktarland. Langt í burtu, helst til Indlands eða Jamaíka. Óvænt bónorð „Við keyptum hringana saman á Jamaíka árið 2006 og ég var búin að steingleyma þeim þegar hann fór niður á bæði hné úti í móa þegar við vorum í sumarbústað,“ segir Katrín.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.