Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Raúl Sáenz matgæðingur starfar sem túlkur og þýðandi í Alþjóða- húsinu. Raúl kemur frá Mexíkó en hefur ferðast víða og smakkað alls konar mat. „Áður en ég kom til Íslands hafði ég búið eitt ár í Taílandi. Ég var líka mánuð í Kína og hef ferðast til Japan og Kambódíu. Mér finnst mjög gaman að smakka matinn í öllum löndum sem ég heimsæki og safna hugmyndum.“ Raúl segir mexíkóskan mat þann besta í heimi. Hann gefur lesendum uppskrift að ljúffengri salsa-sam- loku. „Mamma mín er kölluð La Bonchi en ég fékk innblásturinn að samlokunni frá henni. Ég var stadd- ur á ströndinni í Mexíkó og vant- aði skyndibita því að ég var svang- ur. Þá bjó ég til þessa samloku og hún var æðisleg. Bæði íslenskum og útlenskum vinum mínum finnst hún góð.“ heida@frettabladid.is La Bonchi eftir mömmu Raúl Sáenz gefur lesendum uppskrift að ljúffengri mexíkóskri samloku sem hann bjó til eitt sinn þegar hann var verulega svangur. Matreiðsla móður hans var innblásturinn að samlokunni. Raúl Sáenz, matgæðingur frá Mexíkó, bjó til ljúffenga salsa-samloku eitt sinn þegar hann var mjög svangur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Salsasósa: ½ mangó skorið niður í litla bita 2 msk. smátt skorinn laukur ¼ paprika skorin niður (má skipta út fyrir chilli pipar) 1 msk. lime-safi Smávegis salt, sykur og svartur pipar Blandið öllum hráefn- unum í salsasósuna saman í skál. 4 samlokur: 8 brauðsneiðar 8 sneiðar af búraosti (eða brauðosti) ¼ bolli hunangssinnep (eða BBQ sósa) 3 msk. lint smjör 1 msk. karrí Blandið karríinu við smjörið. Smyrjið karrísmjöri á aðra brauðsneiðina og smyrjið hina með sinnepi. Setjið tvær skeiðar af salsa, eina sneið af osti og lokið samlokunni. Afgangurinn af karrísmjörinu er settur á góða pönnu sem brennur ekki við. Hitið pönnuna í tvær mínútur og steikið samlokurnar að utan á pönnunni þar til þær eru vel brúnar og osturinn bráðinn. Þrýstið samlokunum saman með spaða á pönnunni svo þær verði þéttar og góðar og setjið lok á pönnuna svo osturinn bráðni. Skerið í þríhyrninga og berið fram með afganginum af sals- anu. LA BONCHI mexíkóskar strandlokur FYRIR 4 MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ verður haldið í Heilsuhúsinu 18. mars með Auði Ingibjörgu Konráðsdóttur heilsukokki. Á nám- skeiðinu mun Auður sýna fram á hversu einfalt, ódýrt og fljótlegt það er að matreiða góðan mat úr heilsusamlegu hráefni. H ri n g b ro t framlengt til 29. mars Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Hinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem unna góðum mat á góðu verði. Tilvalið fyrirárshátíðina! HRÁSKINKA „PROSCIUTTO“ með fíkjum, salati og ferskum parmesanosti RJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPA með humarfrauði MARINERAÐUR KÁLFAHRYGGUR Á BEINI með ristuðu grænmeti, kartöflumauki og hunangskryddsósu (4.590 kr.) ÖND með appelsínusósu og kartöfluköku (5.590 kr.) NAUTALUND Béarnaise með grilluðu hvítlauksristuðu spínati og sperglum (6.590 kr.) LOGANDI CRÈME BRÛLÉE með súkkulaði ís 1 2 3 4 VELDU MILLI ÞRIGGJA AÐALRÉTTA Nýr A la Carte hefst 30. mars!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.