Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 18
18 6. mars 2009 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins vöktu strax athygli þegar þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2006. Með árunum hafa þau náð að festa sig æ betur í sessi. Þegar Samfélagsverðlaunin voru veitt fyrst voru upp-
gangstímar á Íslandi. Raunar stóð það tímabil sem kallað hefur
verið góðærið fram um síðustu Samfélagsverðlaunahátíð í
fyrra.
Samfélagsverðlaunin eru því að þessu sinni veitt í fyrsta sinn í
gerbreyttu samfélagi. Innsendar tilnefningar lesenda og val dóm-
nefndar mótaðist að einhverju leyti af þessu. Þó er það þannig að
á öllum tímum eru unnin kærleiksverk í hljóði og það var einnig
gert meðan samfélagið var, að því er virtist, afar upptekið af
veraldlegum gæðum.
Aldrei er þörfin fyrir náungakærleik og framlag til samhjálpar
þó meiri en þegar harðnar á dalnum og svo virðist sem margir
svari því kalli, enda er það svo að þótt flestir hafi nú minni fjár-
ráð en áður þá hafa margir meiri tíma aflögu sem nýst getur
samborgurum til hagsbóta.
Markmiðið með veitingu Samfélagsverðlaunanna er að beina
sjónum að þeim fjöldamörgu góðu verkum sem svo víða eru unnin
og öllu því merka fólki sem þau vinna. Auðvitað næst ekki að
fanga nema brot eða sýnishorn af þessum verkum en þau eiga það
sameiginlegt að vera öðrum hvatning og til eftirbreytni.
Lesendur Fréttablaðsins eiga svo sannarlega sinn skerf í Sam-
félagsverðlaununum. Þeir voru í ár sem fyrr ötulir við að senda
inn tilnefningar. Lesendum er hér með þakkað þeirra góða fram-
lag.
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru veitt í fjórum flokkum.
Fimm samtök og einstaklingar voru útnefnd af dómnefnd í hverj-
um þessara fjögurra flokka. Auk þess voru veitt ein heiðursverð-
laun. Dómnefnd skilaði þannig 21 tilnefningu og voru tilnefndir
einstaklingar, samtök og stofnanir. Allir hefðu verið vel að verð-
launum komnir og margir fleiri einnig en verkefni dómnefndar
var sú ánægjulega þraut að velja.
Sjálf Samfélagsverðlaunin sem nema einni milljón króna féllu
í skaut Ásgarðs handverkstæðis í Mosfellsbæ. Í Ásgarði vinnur
fólk með þroskaskerðingu. Lagt er upp úr að hæfileikar hvers og
eins njóti sín sem best og að byggja upp góðan anda á glaðværum
vinnustað.
Hvunndagshetjan í ár er Bergdís Jónsdóttir sem kemur viku-
lega í Dagsetur Hjálpræðishersins og hirðir um fætur gesta þar.
Verðlaun í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar komu í hlut Norð-
lingaskóla, eins af yngstu skólum borgarinnar, sem þegar hefur
getið sér gott orð fyrir margvíslegt frumkvöðlastarf. Í flokkn-
um Til atlögu gegn fordómum hlaut Rauði krossinn á Akranesi
viðurkenningu fyrir þátt sinn í góðri aðlögun hóps palestínskra
flóttamanna sem fluttust á Akranes í haust sem leið. Heiðursverð-
launin komu í ár í hlut Jóhönnu Kristjónsdóttir rithöfundar fyrir
hjálparstarf í Jemen og kynningu á menningu Mið-Austurlanda
á Íslandi.
Mikilvægt er að halda því til haga sem vel er gert í þjóðfélag-
inu. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru viðleitni til þess.
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins veitt í gær:
Góðverkin tala
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Fyrir skömmu var Jóhanna Sigurðardóttir dæmd fyrir
valdníðslu í félagsmálaráðherra-
tíð sinni. Hún hafði rekið mann
ólöglega úr trúnaðarstöðu vegna
stjórnmálaskoðana hans. Þessi
frétt vakti furðulitla athygli í
fjölmiðlum, sem höfðu þó jafn-
an sýnt gagnrýni á aðra ráðherra
áhuga. Jóhanna notaði síðan
fyrstu dagana í minnihlutastjórn,
sem var mynduð í því skyni einu
að sjá um kosningar, til að reka
Davíð Oddsson seðlabankastjóra.
Með því braut hún þá reglu, sem
hún hafði sjálf mælt með áður, að
Seðlabankinn skyldi vera sjálf-
stæður. Flausturslegt og van-
hugsað seðlabankafrumvarp var
keyrt í gegnum þingið.
Norski stjórnmálamaðurinn,
sem Jóhanna setti í stöðu seðla-
bankastjóra, byrjar ekki vel.
Hann segist ekki muna, hvenær
hann var beðinn að taka starf-
ið að sér! Annaðhvort er hann þá
óhæfur sökum greindarskorts
eða fer með ósannindi. Þessi
maður hefur meðal annars gegnt
stöðu aðstoðarfjármálaráðherra
fyrir norska Verkamannaflokk-
inn, systurflokk Samfylkingar-
innar. Með setningu hans gleypti
Jóhanna ofan í sig öll fyrri orð
um „ópólitískan fagmann“ í bank-
ann. Maðurinn er rammpólitísk-
ur, þótt hann hafi háskólapróf í
hagfræði. Flokksbróðir þeirra
Jóhönnu, Jens Stoltenberg, for-
sætisráðherra Noregs, óskaði
Íslendingum til hamingju með
„rauðu stjórnina“.
Eins og Sigurður Líndal laga-
prófessor bendir á, hefur Jóhanna
sennilega brotið stjórnarskrána. Í
20. grein segir þar svart á hvítu:
„Engan má skipa embættismann,
nema hann hafi íslenskan rík-
isborgararétt.“ Jóhanna svarar
því til ásamt launuðum ráðgjöf-
um sínum, að munur sé á að setja
mann og skipa. En sá munur er
ekki á hæfisskilyrðum, nema sér-
staklega standi á, heldur liggur
hann í því, að minni kröfur eru
gerðar til rökstuðnings ráðherra
við setningu, þar eð hún er aðeins
til bráðabirgða. Raunar dró mjög
úr muninum á setningu og skip-
un, þegar hætt var að æviráða
embættismenn.
Í Stjórnskipun Íslands segir
Ólafur Jóhannesson, að hugs-
anlega megi þrátt fyrir stjórn-
arskrárákvæðið setja erlendan
ríkisborgara tímabundið í emb-
ætti, „þegar þörf er sérkunn-
áttu“. Dæmi um þetta gæti verið,
þegar yfirdýralæknir forfallast
skyndilega, brýn þörf er á manni
með sérkunnáttu hans í stöðuna
og ekki völ í bili á Íslendingum.
En fjöldi íslenskra ríkisborgara
hefur menntun og reynslu á við
hinn nýsetta Norðmann. Alþingi
féll einmitt frá að binda það skil-
yrði í lög, að seðlabankabanka-
stjóri skyldi vera með háskóla-
próf í hagfræði. Þess vegna á
ekki við, að hér hafi verið „þörf á
sérkunnáttu“.
Margar athafnir seðlabanka-
stjóra varða mikilvæga hagsmuni
jafnt einstaklinga og fyrirtækja,
til dæmis ákvarðanir dráttar-
vaxta og uppsagnir starfsmanna.
Ef hann er settur ólöglega, þá
kunna dómstólar að ógilda slík-
ar embættisathafnir hans. Úr
þessu atriði verður ekki skorið
með álitsgerðum, heldur aðeins
með dómi. Stjórnarskrárákvæðið
um, að embættismenn skuli vera
íslenskir ríkisborgarar, var til að
tryggja, að þeir gættu íslenskra
hagsmuna. Fyrsti gestur hins
nýja seðlabankastjóra var landi
hans, Stoltenberg, og sátu þeir
tveir einir fund í Seðlabankanum.
Var þar lagt á ráðin um, hvern-
ig best yrði gætt íslenskra hags-
muna?
Pólitískur og ólöglegur
Nýr seðlabankastjóri
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Í DAG |
SPOTTIÐ
Fréttatilkynning
frá Jóni Baldvini.
Jón Baldvin boðar til borgarafundar í Norræna
húsinu, laugardaginn, 7. mars, kl. 14:00
Umræðuefni:
HVAÐ ER TIL RÁÐA EFTIR HRUN?
Að Framsögu lokinni svarar Jón Baldvin
spurningum úr sal.
Stuðningsmenn.
Seint koma sumir …
Alþingi Íslendinga samþykkti í gær
að frá og með kjördegi yrðu eftir-
launalögin alræmdu felld úr gildi.
Þetta þykir nokkur árangur, ekki eru
nema rúm fimm ár frá því lögin voru
samþykkt.
Síðan þá hafa þingmenn býsnast
yfir lögunum, kvartað,
kveinað, fundið þeim
allt til foráttu, svarið
þess dýran eið að
breyta þeim, sagt þau
ólög; allt eftir að þjóðin
hóf að mótmæla lögunum.
Og seint koma sumir en
koma þó. Rúmlega fimm
ár tók að færa þingmenn
og ráðherra af stalli
sínum og niður til okkar
hinna. Til hamingju!
Nokkur boð
Reiknimeisturum telst til að þegar
lögin verða numin úr gildi hafi
þau gilt í 1.943 daga. Samkvæmt
upplýsingum frá skrifstofu borgar-
stjórnar, sem teknar voru saman eftir
framsóknarboð Óskars Bergssonar,
hafa undanfarin ár verið haldin boð
á vegum borgarstjórnar fjórða hvern
dag. Það segir okkur að á
meðan eftirlaunalögin
verða í gildi verða
haldnar um 486 mót-
tökur í borgarstjórn.
Málvitundin
Það er alþekkt
hér á landi
að leitað sé
í engilsax-
neskuna
eftir íslenskum heitum á hina ýmsu
hluti. Oftar en ekki virðast þeir sem
svo gera telja að með því séu þeir
meira hipp og kúl, svo höggvið sé í
þann knérunn.
Svo virðast aðstandendur nýrrar
íslenskrar síðu í það minnsta hugsa
www.kúpon.is. Síðan er sniðug; þar
getur fólk fengið afslátt af hinu og
þessu og ekki veitir af í dag.
Nafnið virðist vísa í coupon,
sem er afsláttarmiði.
Hefði ekki verið nær að
hafa þjóðlegan titil á síðunni
sem, í ljósi efnahagsástands-
ins, hefði getað verið
www.kúpan.is? Erum
við hvort eð er ekki öll
á kúpunni?
kolbeinn@frettabladid.is