Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 2
2 6. mars 2009 FÖSTUDAGUR Sindri, áttu von á fullu húsi á næsta mót? „Það verður að minnsta kosti röð.“ Sindri Lúðvíksson stóð fyrir pókermóti árið 2007 sem lögreglan stöðvaði. Nú hefur verið ákveðið að hann skuli ekki ákærður. STÓRIÐJA Álverð lækkaði um 13 prósent frá áramótum og fram til síðustu mánaðamóta, en hefur hækkað lítillega síðan. Ál er sú hrávara sem mest hefur lækkað á þessu ári og einnig á því síðasta. Birgðir hafa hrúgast upp og hafa fyrirtæki dregið úr framleiðslu. Kínversk stjórnvöld hafa hamstrað ál, en Kína er stærsti álframleiðandi í heimi, með um 34 prósent af heimsframleiðslu. Þar í landi íhuga menn að setja 5 prósent innflutningstolla á ál með það fyrir augum að hvetja kín- versk fyrirtæki til að nota inn- lenda framleiðslu. Óttast er að það dragi enn frekar úr eftirspurn eftir áli á heimsmarkaði. Álverð fór niður undir 1.200 dollara á tonnið í febrúar, en hefur hækkað upp undir 1.300 dollara í mars. Um mitt ár 2008 fór álverð í tæplega 3.400 dollara á tonnið. Kínversk stjórnvöld borga yfir- verð fyrir innlent ál og hafa verið að greiða um 1.800 dollara á tonnið fyrir innlenda framleiðslu. Þannig niðurgreiðir stærsti álframleið- andi heims í raun framleiðslu sína. Fyrirtækið IFS ráðgjöf spáir því að ál muni eiga mjög erfitt upp- dráttar á næstunni. Álrisinn Century Aluminium til- kynnti á þriðjudag að dregið yrði úr framleiðslu álvers í Kentucky, vegna slæms ástands á heims- mörkuðum. Álverið þar framleið- ir 250 þúsund tonn árlega í fimm kerskálum og verður einum þeirra lokað og framleiðsla dregin saman um fimmtung. Segja þarf upp 120 manns vegna lokunarinnar. Century Aluminium er eigandi álvers Norðuráls við Grundar- tanga og hyggur á byggingu álvers í Helguvík, en gert er ráð fyrir að það verði 250 þúsund tonn einn- ig. Nokkur titringur hefur verið innan ríkisstjórnarinnar vegna þeirrar framkvæmdar, Samfylk- ingin hefur verið fylgjandi henni, en hinn stjórnarflokkurinn, Vinstri græn, á móti. Fyrirtækið tilkynnti nýverið um slæma afkomu á fjórða ársfjórð- ungi ársins 2008. Tap fyrirtækis- ins nam 700,2 milljónum dollara, tæpum 80 milljörðum íslenskra króna. Logan W. Kruger, forstjóri félagsins, segir þó að ekki sé fall- ið frá áformum í Helguvík og litið sé á það sem góðan fjárfesting- arkost. „Við erum að endurskoða verkefnið frá grunni og kanna fjáröflunarkosti.“ Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu greindi Alcoa, sem er með álver á Reyðarfirði, frá því í lok síðasta árs að dregið yrði úr framleiðslu fyrirtækisins um 350 þúsund tonn. Ónýtt framleiðslu- geta er um ein milljón tonn eftir samdráttinn. kolbeinn@frettabladid.is Framleiðsla á áli dregst enn saman Heimsframleiðsla á áli hefur enn dregist saman og því er spáð að ál muni eiga erfitt uppdráttar. Kínversk stjórnvöld hyggja á stuðning við þarlenda ál- framleiðendur. Century Aluminium dró enn frekar úr framleiðslu í vikunni. ÁLVER Heimsframleiðsla á áli hefur dregist mikið saman undanfarið enda er álverð í lægstu lægðum og hefur lækkað um 13 prósent frá áramótum. Myndin er úr álverinu í Straumsvík. MYND/EIRÍKUR KRISTÓFERSSON í 4. sæti Hauk Þór www.haukurthor.is Prófkjör sjálfstæðismanna í SV-kjördæmi Ráðdeild og lausnir DÓMSMÁL Lögreglumenn brutu lög þegar þrír saklausir nítján ára piltar voru handteknir á harkaleg- an hátt af vopnaðri sérsveit í júlí árið 2007, færðir á lögreglustöð og berstrípaðir. Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi íslenska ríkið í gær til að greiða piltunum 200 þúsund krónur hverjum í bætur. Umrætt júlíkvöld hafði lög- reglu borist tilkynning um hvell sem hljómaði eins og skothvellur úr haglabyssu. Í kjölfarið stöðv- uðu vopnaðir lögreglumenn bíl í nágrenninu sem í voru piltarnir þrír. Lögregla miðaði skammbyss- um á drengina, lét þá leggjast flata og illa klædda í blautan vegkant og handjárnaði þá fyrir aftan bak. Þeir voru síðan fluttir á lögreglu- stöð þar sem tveir þeirra voru ber- háttaðir og líkamsleit gerð. Öðrum þeirra var sérstaklega gert að beygja sig fram á meðan. Lögregla bar að aðgerðin hefði verið eðlileg í ljósi grunsemda um refsiverða háttsemi. Á það fellst héraðsdómur ekki, heldur segir ekki hafa verið tilefni til að beita piltana slíku harðræði og meðal- hófs hafi ekki verið gætt. Þá segir að líkamsleitin hafi verið óþörf með öllu, hvað þá að berhátta þá, sem hafi verið „óþarflega sær- andi“ og „niðurlægjandi“ að mati dómsins. Kristín Edwald, lögmaður pilt- anna, er ánægð með niðurstöðuna. „Þessi dómur hlýtur að kalla á að lögregla endurskoði verklagið hjá sér,“ segir hún enn fremur. - sh Fá bætur frá ríkinu fyrir ólögmæta handtöku og niðurlægjandi líkamsleit: Lögregla braut gegn þremur piltum SKATTAMÁL Í áliti sem Skúli Egg- ert Þórðarson ríkisskattstjóri sendir frá sér eftir helgi er skorið úr um að eftirgjöf skulda þeirra sem stunda atvinnurekstur beri ætíð að telja til tekna í rekstrin- um. Síðustu daga hefur nokkuð verið fjallað um niðurfellingu skulda fyrirtækja, sem sett eru í svokallað söluferli hjá ríkisbönk- unum. Skattasérfræðingur sagði í blaðinu í gær að af slíkri niður- fellingu þyrfti að gjalda fimmt- án prósent til skattsins. Þetta staðfestir ríkisskattstjóri með álitinu. Hins vegar ber að hafa í huga að fyrirtækin geta yfirleitt fært mikið tap á móti, tekjunum til frádráttar. - kóþ Ríkisskattstjóri um skuldir: Niðurfelling skattskyld Lögregla var á leið á vettvang þegar hún fékk tilkynningu um að þrír menn hefðu sest upp í bíl sem væri á leið á móti þeim og að einn þeirra kynni að vera viðriðinn málið. Á þeim grundvelli var ákveðið að handtaka piltana með vopnavaldi. Hins vegar kemur fram í dómi að grunur hafi leikið á að um heimilisofbeldismál væri að ræða og þykir lögmanni piltanna undarlegt í því ljósi að grunur lögreglu hafi beinst að þremur piltum um tvítugt. ÁSTÆÐA HANDTÖKUNNAR VIÐSKIPTI Samkomulag er svo gott sem í höfn á milli skilanefndar gamla Glitnis og seðlabanka Lúx- emborgar um málefni dóttur- félags Glitnis þar í landi. Sam- kvæmt Erlu S. Árnadóttur í skilanefndinni felur samkomu- lagið í sér að skilanefndin fái fulla heimild til að fara með eign- ir dótturfélagsins. Glitnir í Lúxemborg fór í greiðslustöðvun í október og hefur síðan lotið stjórn nefndar sem fjármálaeftirlitið ytra skip- aði. Skilanefnd gamla Glitnis hefur hvorki haft aðgang að eign- um né gögnum frá félaginu. „Þetta er mjög góð niðurstaða fyrir alla sem eiga hlut að máli,“ segir Heimir Haraldsson í skila- nefnd gamla Glitnis. Tilkynning- ar er að vænta um málið í dag. - sh Samið um Glitni í Lúxemborg: Fá dótturfélagið í sínar hendur STJÓRNSÝSLA Forsætisráðuneytið hefur auglýst störf bankastjóra og aðstoðarbankastjóra Seðla- banka Íslands laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 31. mars og gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið í maí næstkomandi. Umsóknum skal skila í forsætis- ráðuneytið. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að nefnd verði skipuð í samræmi við ný lög um Seðlabankann til að meta hæfni umsækjenda um stöðurnar. Svein Harald Øygard var skip- aður seðlabankastjóri tímabund- ið í síðustu viku og Arnór Sig- hvatsson aðstoðarbankastjóri. - sh Leit að seðlabankastjórum: Störf banka- stjóra auglýst PAKISTAN, AP Mushahid Hussain, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Pakistan, segir árásina á krikketlandslið frá Sri Lanka í vikunni sýna að öryggiskerfi landsins sé hrunið. Stjórnin sé of upptekin við að halda völdum til þess að geta sinnt öryggismálum. Chris Broad, sem var í hópi íþrótta- manna, segir lögregluna ekki hafa verið til taks þegar ráðist var á hópinn. Lögreglan í Pak- istan vísar þessum fullyrðing- um á bug. - gb Leiðtogi stjórnarandstöðu: Segir öryggis- kerfið hrunið MÓTMÆLI Í KARACHI Pakistanar mót- mæla árás á íþróttalið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Um hundrað manna lið lögreglu og björgunarsveitar- manna leitaði Aldísar Wester- gren í nágrenni Reynisvatns í gær. Leitin bar engan árangur, að sögn varð- stjóra lögreglu. Engin ummerki fundust. Aldís hvarf sporlaust af heimili sínu á þriðjudaginn í síð- ustu viku. Talið er að síðast hafi sést til hennar í Grafarholti á þriðjudaginn. Lögregla stendur ráðþrota frammi fyrir hvarfinu. Engar haldbærar vísbendingar hafa borist og umfangsmikil leit engu skilað. Leitinni verður líkast til haldið áfram á næstu dögum. - sh Mikill fjöldi leitaði Aldísar: Leitin engan árangur borið ALDÍS WESTERGREN LÖGREGLUMÁL Hníf var kastað í átt að manni í átökum sem brutust út á milli tveggja hópa ungmenna í Lönguhlíð á ellefta tímanum í gær- kvöldi. Sá sem kastað var að fékk hnífinn í bakið en meiddist ekki. Sjónarvottar sögðu að barefli hefði einnig sést á lofti. Mikið lið lögreglu kom á vett- vang og mátti telja minnst fimm lögreglubíla og einn sjúkrabíl á staðnum. Talið er að á þriðja tug ungmenna hafi verið saman komin við verslun Bónusvídeós þegar tveimur hópum ungmenna laust illa saman. Enginn slasaðist og eng- inn hafði verið handtekinn þegar Fréttablaðið fór í prentun. - sh Mikið lið lögreglu í Hlíðum: Hníf beitt í hópslagsmálum Á VETTVANGI Lögregla fann í gærkvöldi hnífinn sem beitt var í átökunum, en hann var með löngu blaði og hefði getað valdið miklum skaða. Tveimur hópum ung- menna laust saman á svipuðum stað fyrir skemmstu. Annar hópanna var aftur að verki í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.