Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 28
4 3 föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 1 2 5 6. MARS 2009 Efni til matarboðs með skemmtilegu fólki, þar sem jafn- vel verður tekið fram Fimbul- famb eða Pict- ionary. FRÁBÆR FÖSTUDAGUR Heiðrún Lind Marteinsdóttir lögmaður Vakna eftir góðan svefn, blanda girnilegan möndlu- og bláberjadrykk og les blöðin uppi í rúmi. Rölti í Sundhöllina og ræði landsins gagn og nauðsynjar við heldri menn í pottinum. Hitti vinkonurnar í hádeginu á Horninu. Tylli mér á kaffihúsið í Máli&Menningu á Lauga- vegi og sökkvi mér í blaðalestur − misgáfuleg- an. Kaupi mér svo auðvit- að eitthvað fallegt þegar ég held heim á leið niður Lauga- veginn. „Goran Kristófer Micic er fæddur 07.03.1962 sem er 28 og hann er því með lífstöluna 1. Talan 1 er leið- togatala og hefur frumkvöðlaorku í kringum sig. Þegar maður er talan einn segir maður oft að maður sé ás og ásinn er að sjálf- sögðu hæstur í spilastokknum. Ásarnir eru kappsfullir, óþolinmóðir, kraftmiklir og slyngir. Þeir eru trygglyndir fram úr hófi og er það mjög sjaldgæft að ásar eigi fleiri en einn maka, sérstaklega ef um konur er að ræða. Það er hins vegar oft á tíðum erfiðara að stjórna karlmönnunum í þessari tölu því sjálfstæðið drýpur af þeim. Goran er að fara inn í skemmtilega tíð þar sem hann er á tölunni 3, sem þýðir að hann mun taka áhættur sem eiga eftir að borga sig. Hann er sterkastur þegar álagið er mest því hann er bardagamaður sem ekki er svo auðvelt að sigra. Hann ber hag fólks sérlega fyrir brjósti og orðið árangur er millinafn Gorans. Kraftur ástarinnar er mikill í kringum Goran og hægt og rólega er hann að velja sér lífsförunaut. Hvort að það haldist um aldur og ævi er allsendis óvíst, en Goran hefur sérstakan kraft til að lifa í núinu svo hamingj- an blómstrar hjá honum, bæði í starfi og ást- inni. Framundan eru mikilvægar ákvarð- anatökur hjá honum vegna þess að yfirleitt eru breytingar mestar í kring- um afmælisdaginn okkar, því það eru okkar áramót. Þó Goran hafi markað nafn sitt sterkt í hugum Íslendinga þá getum við samt sagt að hann er bara rétt að byrja.“ www.klingenberg.is KLINGENBERG SPÁIR Goran Kristófer Micic einkaþjálfari Filippa K I Patrizia Pepe I Dreams I GK Reykjavík I Lee I Wrangler LAUGAVEGUR Mán. – Fös. 11–18. Lau. 11–16. SMÁRALIND Mán. – Fös. 11–19. Lau. 11–18. Sun. 13–18. OPNUM Í DAG MEÐ NÝJAR VÖRUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.