Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 38
26 6. mars 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > PARÍS ÞARF TÍMA Móðir partíljónsins Parísar Hilton, Kathy, ráðleggur dóttur sinni að halda sig til hlés á stefnumóta- markaðinum á næstunni. París sleit sambandi sínu og rokkar- ans Benji Madden í nóvem- ber og mamma gamla vill að hún jafni sig almenni- lega. „Maður þarf ekki alltaf að vera á föstu,“ segir hún. Michael Jackson hygg- ur á endurkomu í poppið fjórum árum eftir að hann var sýknaður af ákæru um kynferðislega misnotkun. Tíu tónleikar í London eru fyrirhugaðir í sumar. Þetta verður fyrsta tónleikaröð Jacksons í rúman áratug eða síðan hann fór í HIStory-tónleikaferðina um heiminn 1996-1997. Síðan þá hefur hann komið nokkrum sinn- um fram en aldrei haldið stóra tón- leika. Jackson steig síðast á svið í Bretlandi á Heimstónlistarverð- laununum árið 2006 þar sem hann söng nokkrar línur í laginu We Are The World. Þótti uppákoman öll hin undarlegasta. Talið er að popparinn fái hundr- uð milljóna króna fyrir tónleikana í O2-höllinni í London sem tekur tuttugu þúsund manns í sæti. Þar voru einmitt endurkomutónleik- ar Led Zeppelin haldnir 2007 auk þess sem Prince hélt þar 21 tón- leika sama ár við magnaðar undir- tektir. Tónleikarnir verða frábært tæki- færi fyrir Jackson til að endur- heimta fyrri vinsældir. Hæst náði hann á stjörnuhimininn á níunda áratugnum með plötunum Thrill- er og Bad sem hafa selst í tugum milljóna eintaka út um allan heim. Síðan þá hefur hallað undan fæti og tóku réttarhöldin yfir honum til að mynda sinn toll. Núna ætlar hann að snúa aftur sterkari en nokkru sinni fyrr með nýja plötu í fartesk- inu sem verður hans fyrsta síðan Invincible kom út 2001. Orðrómur um slæmt heilsufar Jacksons hefur af og til sprott- ið upp og hafa veðbankar í Bret- landi nú blandað sér í málið. Lík- urnar á því að hann geti ekki spilað á fyrstu tónleikunum eru taldar fimm á móti einum. Samkvæmt blaðinu Daily Mirror hefur Jackson engu að síður geng- ið í gegnum fimmtíu heilsufarspróf sem öll hafa verið honum í hag. Virðist hann því vera í hörkuformi fyrir tónleikana og tilbúinn til að standa við sitt. Endurkoma Jacksons er ekki sú eina sem hefur verið í fréttun- um því poppprinsessan Britney Spears er einnig farin í sína fyrstu tónleikaferð í fimm ár. Bæði hún og Jackson þurfa að sýna sig og sanna eftir vandræði í einkalífinu og verður forvitnilegt að sjá hvern- ig þeim mun reiða af næstu miss- erin. Michael Jackson snýr aftur MICHAEL JACKSON Popparinn ætlar að snúa aftur í sviðsljósið með tónleikaröð í O2-höllinni í London í sumar. „Áhorfendur mæta í veislu í Moskvu þegar þeir mæta á sýninguna,“ segir Þóra Sigurðardóttir, for- maður Herranætur, leikfélags Menntaskólans í Reykjavík, en félagið frumsýndi Meistarann og Margarítu síðastliðinn föstudag. Auk 24 leikara koma 70 nemendur að sýningunni, en öll tónlist er frumsamin af Árna Frey Gunnarssyni og tíu manna hljómsveit spilar undir. „Við vorum að leita að áhugaverðu verki, sem væri ekki eintómt grín heldur með smá alvöru. Karl Ágúst Þorbergsson, leikstjóri sýningarinn- ar, benti okkur þá á að lesa bókina Meistarann og Margarítu,“ útskýrir Þóra. „Sagan gerist í Moskvu á þriðja áratug síðustu aldar og segir frá því þegar djöfullinn í líki Woland kemur til Moskvu með fylgdarliði sínu og snýr öllu á annan endann með alls kyns kúnstum og bellibrögðum. Í verkinu fylgj- umst við með viðbrögðum fólks, en allir sem hitta djöfulinn virðast enda á geðveikrahæli og þar kynn- ist einn borgari Meistaranum. Tvær sögur fléttast saman þar sem Margaríta kemur til sögunnar, en hún er ástkona Meistarans og selur sál sína djöflin- um til að bjarga honum og fá hann aftur. Við völdum verkið síðasta sumar en það passar rosalega vel við tíðarandann núna því það er svo mikil firring í sam- félaginu í Moskvu, en djöfullinn opnar augu fólks fyrir spillingunni,“ segir Þóra um sýninguna sem er sett upp í gamla Heimilistækjahúsinu í Sætúni 8. „Það gekk illa að finna leikhús því við vildum sýna þetta í „black boxi“, eða auðu rými. Sviðið er því allur salurinn þar sem áhorfendur sitja við dekkuð borð og eru hluti af sýningunni um leið og þeir mæta,“ segir Þóra. Fimm sýningar eru eftir og áhugasömum er bent á vefsíðuna herranott.bloggar. is. - ag Bjóða áhorfendum til veislu MEISTARINN OG MARGARÍTA Herranótt, leikfélag MR, setur upp Meistarann og Margarítu í gamla Heimilistækjahúsinu í Sætúni 8. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Staðurinn er fyrst og fremst ætlaður lesbíum, hommum og öðru góðu og jákvæðu fólki,“ segir Frímann Sigurðsson rekstarstjóri nýja skemmti- staðarins Barbara sem opnar á annarri hæð Laugavegs 22 í kvöld. „Það eru akkúrat 30 ár síðan gamli 22 opnaði, en hann var einn af fyrstu gay-stöðunum í Reykja- vík. Hugmyndin er að fara „back to basics“ á Barböru og gleðin á að vera við völd í öllu hús- inu,“ útskýrir Frímann. „Við opnum í kvöld og munum svo leyfa staðnum að þróast út frá því hvað kúnna- hópurinn vill. Við opnum klukkan tíu í kvöld með mik- illi gleði og óvæntum uppá- komum, en annað kvöld verð- ur félagið Konur með konum með góugleðina sína niðri á Silfri, svo við ætlum að spila með og verðum með stráka- ball hjá okkur þar sem Nonni og Manni spila meðal ann- ars.“ Aðspurður segist Frímann ekki hafa látið kreppuna hafa áhrif á opnun Barböru og finnst gaman að taka þátt í uppbyggingu á Laugavegin- um. „Það er gaman að geta styrkt Laugaveginn, gefið honum meira líf og skapað atvinnu, sérstaklega á þess- um tímum,“ segir hann og vonast til að sjá sem flesta í kvöld. „Það kostar ekkert inn svo allir þeir sem eru góðir og jákvæðir eru velkomnir.“ - ag Hommar og lesbíur hertaka 22 tilboðinu lýkur 8. mars Aðeins 4 DAGAR til stefnu Tryggðar tilboð N1 -5kr. / -15% Sæktu um núna á n1.is GOTT OG JÁKVÆTT FÓLK Frímann Sigurðsson segir skemmtistaðinn Barböru fyrst og fremst vera ætlaðan homm- um, lesbíum og öðru góðu og jákvæðu fólki. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.