Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 16
16 6. mars 2009 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 124 Velta: 364 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 265 -2,24% 814 -4,08% MESTA HÆKKUN CENTURY ALUM. +3,91% FØROYA BANKI +1,01% MESTA LÆKKUN STRAUMUR -7,14% EIMSKIP -6,25% ICELANDAIR -3,28% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,70 +0,00% ... Atlantic Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 235,00 +0,00% ... Bakkavör 1,85 -1,60% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,75 -6,25% ... Føroya Banki 100,00 +1,01% ... Icelandair Group 11,80 -3,28% ... Marel Food Systems 53,10 -1,12% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,69 -7,14% ... Össur 84,80 -2,53% Norrænn núningur Kalt stríð virðist í uppsiglingu á milli norsku kaup- hallarinnar í Ósló og Nasdaq OMX-kauphallarsam- stæðunnar ef marka má erlenda fjölmiðla. Nasdaq OMX rekur risahlutabréfamarkað hér, í New York í Bandaríkjunum, í Eystrasaltsríkjunum og á Norður- löndunum öllum – að Noregi undanskildu. Mark- aðurinn hefur þó teygt anga sína inn í Noreg en síðar í mánuðinum mun samstæðan bjóða viðskiptavinum sínum upp á að fjárfesta í 25 umsvifamestu félögunum sem skráð eru í Noregi. Vonast er til að fleiri bætist í hópinn þegar á líður. Bandaríska dag- blaðið Wall Street Journal segir þetta ráðabrugg fara illa í þá norsku, sem hafi gripið til sinna ráða til að verjast utanaðkomandi ógn. Stirt milli Skandinava Blaðið segir deilurnar hafa byrjað fyrir þremur árum þegar Nasdaq keypti tíu prósenta hlut í norska markaðnum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Nasdaq, sem þá var bandarísk- ur hlutabréfamarkaður, rann saman við norrænu kauphallarsamstæðuna auk þess sem sú norska tók upp samstarf við bresku kauphöllina. Fjarlægðin á milli norrænu frændanna hefur aukist síðan þá og endurspeglast það í deilunni nú. Til að bæta gráu ofan á svart hefur Nasdaq OMX fært niður virði eignarhluta sinna í norska markaðnum en haft var eftir Hans-Ole Jochumsen, forstjóra Nasdaq OMX á Norðurlöndunum, í Wall Street Journal í vikunni að hluturinn sé falur fyrir rétt verð. Þótt hann skipti um hendur muni ráðagerðum um norska landnámið þó ekki verða ýtt út af borðinu. Peningaskápurinn... Drykkjarvörurisinn Anheuser-Bush Inbev hagnaðist um 62 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta er 95 prósenta samdráttur á milli ára. Stjórnendur fyrirtækisins segja kostnað vegna yfirtöku Inbev á Anheu- ser-Busch, sem lauk í nóvember í fyrra, skýra samdráttinn að nær öllu leyti. Viðamikil hagræðing og uppstokkun í starfsmannahaldi auk sölu eigna er í spilunum en stefnt er að því að spara hálfan milljarð dala með aðgerðunum, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Anheuser-Bush keypti fyrir um tveimur árum fimmtungshlut í átöpp- unarfyrirtækinu Icelandic Water Hold- ings, sem framleiðir vatn á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial. - jab BUDWEISER Í MASSAVÍS Á meðal þekktustu bjórtegunda drykkjarvöru- risans Anheuser-Bush Inbev eru Bud- weiser og Stella Artois. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP MINNI BJÓRTEKJUR Breska fjárfestingafélagið Cand- over hefur fært niður verðmæti eigna sinna um helming og afskrif- að þriðjung eignasafnsins í sam- ræmi við breskar reglur. Þá þykir líklegt að starfsemin verði endur- skipulögð og starfsfólki sagt upp. Candover lauk í fyrra við kaup á hollensku iðnsamsteypunni Stork í félagi við Eyri Invest, Marel Food Systems og Landsbankann. Virði hlutarins í Stork hefur sömuleiðis verið færður niður. Breska dagblaðið Financial Times hefur eftir Gerry Grim- stone, stjórnarformanni Candov- er, að aðstæður séu slíkar að staða flestra fjárfestingafélaga hafi breyst síðastliðna sex mánuði. jab Candover af- skrifar þriðjung Bæði Englandsbanki og Evrópski seðlabankinn færðu stýrivexti sína niður í lægsta gildi sem sögur fara af í gær. Stýrivextir í Bretlandi eru nú hálft prósent en 1,5 prósent á evrusvæðinu. Bloomberg-fréttaveitan segir Englandsbanka nú þröngar skorður settar þar sem helsta stjórntæki hans sé næsta óvirkt. Muni hann grípa til óhefðbund- inna aðgerða í kjölfarið gegn kreppunni, svo sem með umfangsmikilli prentun peninga og kaupa á ríkisskulda- og fyrirtækjabréfum. Staðan er litlu betri á meginlandi Evrópu en Bloomberg segir Evrópska seðla- bankann hafa brugðist seint við aðsteðjandi efnahagsvanda á evrusvæðinu. Það muni því taka síðar við sér en í Bandaríkjunum. - jab Prentvélarnar ræstar Sjávarútvegsfyrirtæki brjóta ekki gjaldeyrislög, segir hagfræðingur LÍÚ. Útflutningsfyrirtæki nýta erlend dótturfélög til kaupa á ódýrum krónum og skila hagnaðinum heim. „Enginn alvöru útflytjandi gerir svona langað, enginn,“ fullyrð- ir Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna. Hann segir af og frá að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki semji við erlenda kaupendur um sölu í íslenskum krónum í stað erlends gjaldeyris og fari á svig við gjald- eyrishöftin. Fréttablaðið greindi frá því í gær að í einhverjum tilvikum hafi erlendir kaupendur íslenskra útflutningsvara samið við eigend- ur íslenskra krónu- og innstæðu- bréfa um eignaskipti og greitt fyrir vörur í krónum. Þeir einu sem hagnist á viðskipt- unum séu fjárfestarnir, sem kunni ýmis ráð, á sama tíma og útflutn- ingsfyrirtæki verða af gengis- hagnaði. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við vildu ekki gangast við slíkum viðskiptum. Gjaldeyrishöftin og skilaskyldan hafa sætt harðri gagnrýni á sama tíma og útflutningsfyrirtækin misstu gjaldeyrisvarnir sínar með falli bankanna. Þau hafa því þurft að grípa til annarra ráða, svo sem með kaupum á krónum á erlendum mörkuðum í gegnum dótturfélög erlendis. Söluandvirði og gengis- hagnaði skila þau svo heim með reglulegum hætti líkt og lög um gjaldeyrisviðskipti kveða á um. jonab@markadurinn.is Fiskútflytjendur ekki lögbrjótar Íslenskur fjárfestir eða fjárfestinga- félag á jafnvirði fimm milljarða króna í erlendum hlutabréfum en hefur hug á að selja eignina. Á móti er erlendur fjárfestir sem á jafn háa upphæð í íslenskum krónu- og innistæðubréfum Seðlabankans en getur ekki flutt fjármuni sína úr landi vegna gjaldeyrishafta sem samþykkt voru á Alþingi í lok nóvember. Fjárfestarnir semja sín á milli um verðmæti eignanna og um skiptigengi. Þegar samningar nást skiptast þeir á eignum. Erlendi fjárfestirinn eignast þá hlutabréfin úti en íslenski fjárfestirinn krónu- og innistæðubréfin. Viðskiptin eru á gráu svæði og illgreinanleg í fyrstu í bókum Seðlabankans. DÆMI UM SAMNINGA Taktu þátt í að móta framtíðina Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700. Opnir vinnufundir Endurreisnarnefndar Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins hefur það verkefni að móta tillögur og hugmyndir um uppbyggingu íslensks efnahagslífs næstu misserin. Á næstu vikum verða fjölmargir fundir þar sem leitað verður eftir skoðunum og áliti flokksmanna. Ný heimasíða hefur verið opnuð á www.endurreisn.is þar sem allir eru hvattir til þess að kynna sér málin og segja sína skoðun. Nefndin mun standa fyrir opnum vinnufundi í Valhöll föstudaginn 6. mars kl. 17.00 og laugardaginn 7. mars kl. 10.30. Unnið verður í fjórum hópum: Uppgjör og lærdómur, Hagvöxtur framtíðarinnar, Atvinnulíf og fjölskyldur og Samkeppnishæfni. Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.