Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 20
„Við höfum fengið talsvert af
pöntunum utan af landi á vef-
síðunni okkar og greinilegt að
áhuginn er til staðar,“ segir Ásta
Kristjánsdóttir eigandi E-label,
en föt frá henni ásamt fötum
nokkurra annarra íslenskra fata-
hönnuða verða seld á markaði á
Akureyri í dag og á morgun.
Þeir fatahönnuðir sem halda
norður ásamt E-label eru Mundi
og Birna ásamt Söru Maríu Júlí-
usdóttur hjá Nakta apanum. Ætla
þau að aka tveimur flutningabíl-
um norður á Akureyri fullum af
fötum, slám og hljómflutnings-
tækjum.
Fatamarkaðurinn verður í
Brekkugötu 3 og er opinn í dag og
á morgun frá 10 til 20. Á laugar-
deginum verður boðið upp á léttar
veitingar auk þess sem fatahönn-
uðurinn Ási, eða Ásgrímur Már
Friðriksson, verður plötusnúður
bæði yfir daginn og um kvöldið
á Kaffi Amor í miðbæ Akureyrar
þar sem gleðin heldur áfram.
Ásta segir fataúrvalið verða
mjög blandað, á markaðnum
megi bæði finna fín föt og hvunn-
dags. „Fólk er virkilega að kaupa
íslenskt þessa dagana enda er
íslensk hönnun orðin mjög flott
og jafnast alveg á við topphönn-
un í útlöndum,“ segir Ásta en föt
frá E-label verða brátt til sölu í
London. „Svo hefur Mundi verið
að sýna á tískuviku í París, Birna
er að selja í Danmörku og Nakti
apinn er að selja mjög stórum
aðilum,“ útskýrir Ásta og bætir
við að einnig hafi verið nokkuð
um að selt sé til útlanda í gegn-
um vefsíður tískumerkjanna.
Ásta vonast til að aðsóknin
verði góð á Akureyri um helgina
enda segist hún gera ráð fyrir að
hægt verði að endurtaka leikinn
seinna. „Þá getum við kannski
dregið með okkur fleiri hönnuði
og gert þetta oftar,“ segir hún og
tekur ekki fyrir að reynt verði að
fara víðar en á Akureyri.
Þeir sem vilja kynna sér nánar
fötin sem verða til sölu á mark-
aðnum geta farið á eftirtaldar
vefsíður: www.e-label.is, www.
dontbenaked.com, www.mundi-
vondi.net, www.birna.net.
solveig@frettabladid.is
Íslensk tíska á Akureyri
Fjórir reykvískir fatahönnuðir verða með markað á Akureyri í dag og á morgun. Þar geta Akureyringar og
nærsveitarmenn mátað og skoðað föt frá merkjunum E-label, Nakta apanum, Munda og Birnu.
Tískuhönnuðirnir Birna, Sara María og Ási ásamt Ástu sem er eigandi E-label. Á
myndina vantar Munda sem einnig heldur til Akureyrar um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FERMINGARSÝNING verður haldin á Hótel Ísafirði á morgun frá klukkan
14 til 16. Fjöldi fyrirtækja kynnir vörur sínar og hægt er að spá í fötin, greiðsl-
una, skartið og skreytingarnar auk þess sem það verður kaffihlaðborð.
Gallabuxur
frá
3.900 kr. Allar úlpur á
4.900 kr.Stakir jakkar á
3.900 kr.
Íþróttapeysur á aðeins
1.000 kr.
Allar skyrtur með60% afslætti
Firði, Hafnarfirði Sími 565 0073 Opið til kl. 18.00 laugardag
Allt að
60%
afsláttur
af jakkafötum
AÐEINS TVENN
JAKKAFÖT
Á MANN
Nýjustu sólgleraugun
frá París á aðeins 99
krónur - aðeins ein
gleraugu á mann.
Fermingarfötin
eru komin
frá 19.900
Profi-Birki vinnuskór
Vatnsheldir klossar úr
Alpro-foam með lausu fótlaga
innleggi. Henta vel í eldhús,
matvælaiðnað, þrif og margt
fleira. Stærðir: 39 - 47
litir: svart og hvítt
Verð: 10.790.-
Arisona inniskór
Stærðir: 36 - 48 litur: svart
Verð: 10.350.-