Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 33
13. mars föstudagur 5 „Ég fæddist á sömu stund og Vigdís Finnbogadóttir tók við forsetaembættinu, fyrst kvenna í heimi. Staða Vig- dísar kenndi mér þjóðarstolt, svo hún er óhjákvæmi- lega áhrifavaldur í lífi mínu. Einnig hafði leikskáldið Eve Ensler mikil áhrif á mig, því hún sannaði fyrir mér að leik- rit geta haft pólitískan slagkraft og hrundið af stað mann- réttindabaráttu, líkt og Píkusögur og V-dagurinn hafa gert. Án þeirra áhrifa hefði ég líklega aldrei skrifað leikrit. Í tón- listinni verð ég fyrir sífelldum áhrifum frá tónlistarkon- unni Tori Amos, sem kenndi mér að nálgast tónlist á nýjan hátt. Síðast en ekki síst hefur fjölskyldan mín verið áhrifavaldur í lífi mínu, sérstaklega systir mín, sem sannaði með styrk og dugnaði sínum að það er aldrei of seint að breyta til.“ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann, leikkona og leikskáld ÁHRIFA- valdurinn kk fa o í Draumafríið? Skíðaferðir eru besta fríið. Hverju myndirðu sleppa ef þú yrðir að spara? Ég myndi sleppa því að fara í frí til útlanda og að borða á fínum veit- ingastöðum. Einnig myndu fatainn- kaup minnka. öxtum MIÐLAR AF REYNSLUNNI Ef allt gengur að óskum ætlar Birgitta sér að halda ótrauð áfram í náminu í Danmörku fram að fæðingu. „Ég má fljúga alveg út maí svo ég missi bara af einum kúrs í júní. Ég ætla svo að reyna að halda áfram eftir fæðingu án þess að stoppa, ef allt gengur eftir. Það er ekkert mál að taka lítinn grís með sér út og ég tek bara barnapíu með mér eða fæ barna- píu á staðnum. Svo er ég viss um að mamma og systir mín eigi ein- hvern tíma eftir að koma með, en þær eru búnar að bíða ansi lengi eftir þessu barni,“ segir Birgitta sem dvelur ýmist á hótelum eða leigir íbúð þegar hún dvelur í Dan- mörku. Fyrir utan skóla vinnur hún í eigin tónlist og útilokar ekki að næsta sólóplata hennar verði ólík því sem hún hefur áður fengist við. „Í söngnáminu prófaði maður mismunandi stíla og áttaði sig á að allir geta sungið allt. Maður getur orðið rokkari, poppari eða hvað sem er, allt á sömu tækninni. Ópera er kannski það sem á síst við mig, en maður breytist með hverjum mánuðinum. Ég er búin að vera að syngja popp og rokk í gegnum tíðina, en er núna orðin spenntari fyrir að syngja djass, blús og meiri „hard core“ rokk- tónlist,“ bætir hún við. „Tónlistin er bara mín ástríða og núna er ég að vinna verkefni í samstarfi við einn af mínum bestu vinum. Mér finnst æðislegt að spila og semja og glamra bæði á píanó og gítar. Ég get samt ekki samið á hvaða píanó sem er því ég verð helst að sitja við flygil til að eitthvað ger- ist. Það er eitthvað við stemning- una og „soundið“ því það kemur alltaf eitthvað á fyrstu fimm mín- útunum. Einn af mínum stærstu draumum er að eignast flygil heim í stofu. Ég hef líka samið á tölvu, en ég fæ bara ekki eins mikið út úr því og finnst betra að vera búin að semja lagið á hljóðfæri áður en ég tek það upp í tölvunni,“ út- skýrir Birgitta. Þegar talið berst að framtíðarplönum segir hún söng- kennsluna vera ofarlega á blaði. „Þegar ég var yngri hefði ég ekki getað ímyndað mér að ég ætti eftir að verða söngkennari þegar ég yrði stór, en í dag á kennslan hug minn allan. Ég á mér samt fullt af draumum sem ég á eftir að láta rætast og get verið svo mikið fiðr- ildi að mér finnst eitthvað rosa- lega spennandi í dag, en eitthvað allt annað á morgun. Ég veit í raun ekkert hvar í heiminum ég ætla að búa í framtíðinni eða hvað ég ætla að eignast mörg börn svo ég tek bara einn dag í einu,“ segir Birg- itta að lokum og brosir. eða... hvað sem þér viljið ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þrettándakvöld eftir William Shakespeare leikstjóri: Rafael Bianciotto. Í samstarfi við Nemendaleikhús LHÍ Frumsýning í Þjóðleikhúsinu fös. 13. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.