Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 26
2 „Við erum fjórir mjög ólíkir töfra- menn sem ákváðum að setja saman flotta sýningu fyrir fjölskylduna þar sem heimur töfra og dirfsku opnast áhorfendum,“ segir John Thomasson töframaður og held- ur áfram: „Ég er dularfullur sjón- hverfingamaður sem lætur hluti svífa, skýtur spilum um loftið og gerir ótrúlega hluti. Lalli töfra- maður er fyndinn en allt er að mis- takast hjá honum, höndin að detta af og svoleiðis. Pétur pókus er hins vegar með hálfgert mikilmennsku- brjálæði, mikið glimmer og drag- andi dót út úr munninum á sér. Lee, eða sirkustrúðurinn Wally, er snillingur í sirkuslistum og sýnir blöndu af líkamlegum hæfileik- um og dirfskufullum, drungalegri atriðum þar sem hann gengur á gleri og þess háttar.“ Haldnar verða fjórar sýningar í Iðnó. Sú fyrsta er í kvöld, föstu- daginn þrettánda, klukkan 20.30, tvær verða á morgun klukkan 15 og 20.30 og sú síðasta á sunnudag- inn klukkan 16. „Við kostum þetta allt sjálfir en miðaverð er ein- ungis 1.000 krónur og er ætlað að dekka kostnað við sýninguna. Ég tel að allir þurfi á einhvers konar töfrum að halda í sínu daglega lífi til að trúa því að það sé tilgangur með þessu öllu, að lífið sé meira en bara það sem við sjáum með berum augum eða snertum með fingrun- um. Lífið er uppfullt af töfrum. Á hverjum degi leynast kraftaverk- in í kringum okkur og bíða þess að við opnum með- vitund okkar fyrir þeim og metum. Sýningin okkar, Heimur töfra og dirfsku, er okkar leið til að vekja fólk til umhugsun- ar um töfra lífsins,“ segir John einlægur og hvetur fólk til að fleygja burt dapurleika og uppnámi á þeim erfiðu tímum sem margir ganga í gegnum um þessar mundir. „Við komumst að þeirri niðurstöðu um daginn að í raun væri betra að láta bara töframenn ljúga að sér frekar en stjórnmála- menn,“ segir John og hlær. Kveikjan að sýningunni var sú að John stefn- ir á nám í töfraskóla í Las Vegas í apríl. „Ég er að fara til eins besta töfrakennara í heimi sem er búsett- ur þar og heitir Jeff McBride. Þar sem ég hef bara einu sinni áður farið á svið langaði mig að koma á fót sýningu sem ég gæti tekið þátt í og hafði í framhaldinu samband við hina töframennina sem sögðu allir já. Þannig öðlast ég meiri reynslu auk þess að skemmta öðrum í góðum félagsskap,“ segir John spenntur og hlakkar til kvöldsins. Miðar fást á midi.is og í Iðnó. hrefna@frettabladid.is Minnum á töfra lífsins Fjölskylduskemmtun í Iðnó stendur yfir nú um helgina en þar munu töframenn og sirkuslistamaður halda uppi fjörinu fyrir jafnt unga sem aldna með sjónhverfingum, sprelli og áhættuatriðum. Sirkustrúðurinn Wally sveigir sig og beygir. Hér sjást þrír af kostulegum töframönnum sem stíga á svið í Iðnó í kvöld og næstu tvö kvöld. Lalli töframaður er hér í forgrunni en John og Pétur pókus fyrir aftan. . FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VESTURBÆJARSKÓLI verður með opið hús á morgun í tilefni af 50 ára afmæli skólans. Ýmsar sýningar og uppákomur verða á göngum skólans en nemendur, starfsfólk skólans og foreldrar hafa unnið í sameiningu að undirbúningi. Sérlega þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir Stærðir: 36 - 41 Litir: rautt, brúnt Verð: 9.685.- Stærðir: 36 - 41 Litir: Rautt, brúnt og svart Verð: 9.685.- stærðir: 37 - 41 Litur: svart Verð: 14.450.- Slys á börnum – námskeið Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið Slys á börnum 20. og 22. okt kl. 18-21 í Hamraborg 11, 2 hæð. Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl. Námskeiðið getur gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi. Námskeiðsgjald: 6.500 kr. á mann en 5.000 krónur ef maki eða eldra systkini tekur líka þátt. Leiðbeinandi er Sigríður K. Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur. Innifalin eru námskeiðsgögn og þátttökuskírteini. Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 www.redcross.is/kopavogur opið virka daga kl. 10-16 Frekari upplýsingar má fá með því að hringja í síma 554 6626 eða senda tölvupóst á kopavogur@redcross.is. Skráning er til 14.mars Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið Slys á börnum 23. og 24. mar kl. 18-21 í Hamraborg 11, 2 hæð. ll varnir gegn slysum á börnum og , r ska arna og slys sem tengjast aldri. i j l við barnaslysum og áverkum af ýmsu r , andlegu undirbúningi við komu barna . Ná skeiðið getur gagnast öllu þeim sem umgangast börn hvort se er í starfi eða daglegu lífi. Frekari upplýsingar fást í sí a 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is. ráning er til 20. mars. Síðumúla 3 • Reykjavík • Sími 553 7355 Opið virka daga 11-18, laugard. 11-15 Frábært úrval af AÐHALDSUNDIRFÖTUM Ný sending Auglýsingasími – Mest lesið Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.